Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Side 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Side 34
þess og nota engan pakkamat og oft varð maturinn ekki nógu spennandi á bragðið. Þar kom Siggi sterkur inn enda frábær matreiðslumaður sem hefur unnið á flottum veitingastöðum um allan heim. Samvinna okkar var því góð og til urðu margar góðar uppskriftir sem við vildum koma frá okkur, þar sem margir vilja elda hollari mat heima hjá sér í dag, sem er samt líka bragðgóður. Það er nefnilega hægt að búa til bragðgóðan en næringar- ríkan mat. Maturinn á að vera djúsí og hollur. Sumir halda að það geti ekki farið saman en það er bara ekki rétt,“ segir Berglind. „Eitt leiddi af öðru og nú er hægt að kaupa nokkra af Heilsuréttunum til- búnum í matvöruverslunum og svo lá bein- ast við að opna veitingastað, þar sem fólk gæti komið til okkar og smakkað matinn okkar. Þannig varð GOTT til.“ Stefnan mögulega sett á Reykjavík Staðurinn GOTT er í Vestmannaeyjum þar sem Berglind og Siggi búa. Staðurinn nýtur mikilla vinsælda og hafa viðskiptavinir frá höfuðborgarsvæðinu hvatt hjónin til að opna þar. „Það gengur vel, eiginlega ótrú- lega vel. Við erum afar þakklát fyrir þær móttökur sem við höfum fengið. Upphaflega átti þetta bara að vera lítill og sætur staður en við þurfum greinilega að stækka. Þurft- um að vísa svolítið frá í sumar þar sem fólk komst ekki að og það er leiðinlegt. En það reddaði okkur hvað veðrið var gott að fólk gat oft setið úti.“ En stefnið þið að því að opna í Reykja- vík? „Það gæti bara alveg gerst! Það virðist að minnsta kosti vera mikill áhugi.“ Siggi skenkir gestum sínum af fagmennsku. Þorskhnakkinn sló í gegn, sem og allt sem á boðstólum var þetta notalega kvöld.’Okkur finnst gaman að faraút að borða og við eigumheilan vegg af matreiðslubókum.Svo þegar við dettum niður á eitthvað sem við erum spennt fyrir þá hefst leiðin að því að gera það á hollari máta án þess þó að fórna bragðinu. Benóný, kallaður Benni, og Siggi hafa verið vinir frá því í leikskóla. 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.10. 2016 MATUR 2 meðalstórar rauðrófur 1 dl ólífuolía 200 g mjúkur geitaostur (geitaosts- rúlla) 150 g pekanhnetur, ristaðar blandað salat Hitið ofninn í 170 gráður. Skrælið rauðrófurnar og skerið smátt. Setjið í skál og hellið ólífu- olíunni yfir. Kryddið með salti og pipar. Dreifið á ofnplötu og bakið í 20 mínútur. Takið síðan 1/3 af rauðrófunum til að nota í dressinguna. RAUÐRÓFUDRESSING bakaðar rauðrófur 2 msk. rauðvínsedik 1 tsk. dijon-sinnep salt og pipar 6 msk. ólífuolía Takið 1/3 af bökuðu rauðróf- unum og setjið allt hráefni saman í blandara eða matvinnsluvél, nema olíu og maukið vel saman. Hellið olíunni rólega saman við meðan vélin er í gangi. Dreifið salati á diska, bökuðum rauðrófum yfir, geitaosti, dress- ingu og að lokum pekanhnetum. Rauðrófusalat með geitaosti

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.