Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Page 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Page 36
Næringarríkari en venjulegar gular kartöflur og það helst betur í þeim ef þær eru bakaðar eða steiktar frekar en soðnar. Það er hægt að leika sér endalaust með sætar kartöflur og út- gáfurnar af þeim endalausar. Nípu svipar til gulrótar í útliti en bragðast þó allt öðruvísi. Nípa er sætari og einstaklega gott rótargrænmeti. Nípu má mauka sem meðlæti, hún er góð í súpu en einnig í bland við ýmislegt annað rótargrænmeti, svo sem gulræt- ur og sætar kartöflur. Nú þegar hrekkjavakan er við það að bresta á er hægt að fá grasker í búðunum. Grasker- ið er ekki aðeins til að skera út undarleg andlit heldur er tilvalið að snæða það líka. Svipað og skvass á bragðið og hentar vel í bökur og kökur. Örlítið súrt en jafnframt sæt viðbót í ýmsa matargerð, sérstaklega gott í salat. Að minnsta kosti er ávöxturinn stútfullur af andoxunarefnum. Granatepli Þennan litla, ljúfa ávöxt frá Mið-Austurlöndum er snjallt að nota í staðinn fyrir sykur. Sætan í döðlum er fullkomin í kökur og sætmeti en einnig er gott að nota döðlur í ýmsa pottrétti. Döðlur 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.10. 2016 MATUR Haustkássur og þykkar vetrarsúpur Þegar kólnar í veðri fara matarvenjur margra að breytast í takt. Hægeldaðir pottréttir og bragð- mikið grænmeti, beiskt og sætt í bland, er það sem fyllir matseðla margra heimila í skamm- deginu. Hér er dæmi um grænmeti og ávexti sem henta fullkomlega í matargerð hausts og vetrar. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Grasker Fátt segir haust jafn mikið og rauðrófur. Þær eru dásamlegar bakaðar og gott er að kæla þær nið- ur og para saman við geitaost eða fetaost. Rauð- rófur eru mikil orkufæða og gott fyrir járnlitla að borða rauðrófur og drekka rauðrófusafa. Það er eitthvað við jarðneska moldarbragðið sem gefur matnum fyllingu. Rauðrófur Blómkál er í raun dásamlegt á allan máta með sitt sérstaka bragð sem minnir örlítið á hnetur. Hvort sem það er gufu- soðið, steikt eða skorið í þunnar sneiðar og steikt. Það er kjörið að borða blómkál yfir haust- og vetrartímann. Blómkál Sætar kartöflur Ef rósakál er eldað rétt bragðast það hreinlega guð- dómlega! Rósakál hefur milt en svolítið beiskt bragð og gott er að borða það með mildum eða bragðmiklum sós- um. Ekta haustfæða og ljúffengt meðlæti. Getty Images/iStockphoto Rósakál Nípur Perur Sæta og safaríka peran er ávöxtur haustsins. Peran er lang- best þegar hún er vel þroskuð og mjúk og er gott að grípa í hana milli mála. Hins vegar verður hún einstaklega ljúffeng þegar hún er elduð, hvort sem er bökuð eða steikt og fer vel saman með t.d. nípum eða steinseljurót. Brakandi ferskt brokkolí er gott að japla á milli mála. Þó að brokkolí sé iðulega soðið, steikt eða bakað þá er það sérstaklega gott óeldað. Taktu brokkolíhaus með þér í vinnuna eða snæddu eftir æfingu, það er mjög orkugefandi. Brokkolí

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.