Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Side 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Side 39
ára aðdraganda. Ríkisstjórnin setti á fót ráðherranefnd í mars 2014 um lýðheilsu sem í sátu forsætisráð- herra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og fé- lags- og húsnæðismálaráðherra. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis, tók þátt í þessari vinnu. „Það er frábært að forsætisráðu- neytið hafi haft frumkvæði að þessu og gert sér grein fyrir því að það þurfi fleiri ráðherrar að koma að til að efla heilsu. Heilsueflingin á sér ekki stað inni í heilbrigðiskerfinu heldur byggist á þverfaglegri vinnu. Það var ánægjulegt að finna að ráð- herrarnir sáu hversu mikil áhrif þeirra málaflokkar hafa á heilsu og líðan landsmanna,“ segir Dóra. Hjálpar til við námið „Í þessu hraða þjóðfélagi sem við lif- um, í þessu mikla áreiti, þá er mjög mikilvægt að við þjálfum börnin okkar í því að finna innri ró og vera með athyglina til staðar þar sem þau eru. Þannig munum við bæta líðan þeirra og hjálpa þeim að tak- ast betur á við verkefni í skólanum, þar með talið námið sjálft,“ segir hún. Sambærilegt núvitundarverkefni hefur verið prófað í Flensborgar- skólanum í Hafnarfirði í gegnum Heilsueflandi framhaldsskóla, sem er verkefni á vegum embættisins. „Þar hafa allir starfsmenn farið á núvitundarnámskeið. Við teljum mikilvægt að byrja á starfsfólkinu.“ Börn móttækilegri Hún segir að börn eigi jafnan auð- veldara en fullorðið fólk með að ná tökum á núvitundaræfingum. „Þau eru meira í núinu þegar þau eru lítil en svo kemur allt þetta áreiti en það er styttra til baka hjá þeim. Þess Lýðheilsustefna fyrir landið alltásamt áætlun um aðgerðirsem eiga að stuðla að heilsu- eflandi samfélagi var nýverið sam- þykkt í ráðherranefnd um samræm- ingu mála. Meginmarkmið lýðheilsustefnunnar er að Íslend- ingar verði ein heilbrigðasta þjóð heims árið 2030. Hluti af þessari stefnu er að inn- leiða núvitund í leik- og grunnskóla og segir í tilkynn- ingu frá Embætti landlækis að emb- ættið telji það vera tímamótaaðgerð. „Stefnt er að því að þjálfa 800 kennara í að kenna börnum að ná innri ró og lifa í núinu, sem mun að öllum líkindum bæta líðan bæði kennara og nemenda auk þess að styðja börnin í því að ein- beita sér enn betur að náminu,“ stendur á vef embættisins. Í stefnunni segir: „Streita og álag eru áberandi áhrifaþættir í heilsu barna og ungmenna en í nútíma- samfélagi virðist áreitið aukast jafnt og þétt og vega að nauðsynlegu jafnvægi barna. Öndun er líklega vanmetnasta stjórntæki líkamans því djúp öndun hefur áhrif á tauga- kerfið og gagnast börnum (og okkur öllum) á ýmsan hátt, ekki síst á sviði tilfinninga. Það er jafn mikilvægt að læra að slaka á og gefa líkamanum næði til að vinna upp orku eins og það er að hreyfa sig og borða hollan mat. Þegar efla þarf einbeitingu við andlegt og líkamlegt álag og til að auka kyrrð og innri ró er slökun ár- angursrík. Í slökunarástandi vinnur barnið úr upplifunum dagsins og er líklegra til að sofa betur,“ segir þar. Markmiðið er að öll börn í leik- og grunnskólum læri um slökun hug- ans sem leið til að efla einbeitingu, skerpa athygli, meta líðandi stund, tileinka sér jákvæðan skýringarstíl og auka hvíld. Kostnaðurinn við þetta er 22 milljónir og mun aðgerðin ná yfir tímabilið 2017-2019. Þjálfun fyrir hugann „Hugleiðsla hefur fyrir löngu sannað gildi sitt enda um þjálf- un fyrir hugann að ræða þar sem unnið er að því að efla einbeitingu og skerpa athygli. Einbeitingar- skortur hrjáir mörg börn en þeir sem hugleiða reglulega eru að jafn- aði bjartsýnni og hamingjusamari en aðrir, með sterkari sjálfsmynd og finna fyrir minni tilfinningasveifl- um. Hugleiðsla eykur einbeitingu og hugsun verður skýrari,“ segir í lýð- heilsustefnunni, sem á sér nokkurra vegna er svo mikilvægt að grípa snemma inn í.“ Núvitund er fyrir alla. „Þetta fer inn í allan skólann. Það er enginn tekinn út heldur hafa allir gott af þessu. Það hefur sýnt sig að sér- úrræði fyrir einhverja sem eru lík- legri til að þróa með sér kvíða og þunglyndi geta mögulega haft öfug áhrif,“ segir hún og útskýrir að það geti jafnvel magnað upp kvíðann. „Þá fara sum þeirra að spyrja sig, er eitthvað að mér? Við lendum öll í mótlæti og við þurfum að þekkja einhverjar leiðir til að takast á við það,“ segir Dóra sem er ekki hrifin af uppslætti í fyrirsögnum um aukinn kvíða og þunglyndi. „Mér finnst að við séum í einhverjum til- fellum að sjúkdóms- væða og vandamálavæða lífið,“ segir hún og ungmenni geti hugsað að þau séu að verða kvíðasjúklingar þegar þau finni að- eins fyrir eðlilegum kvíðatilfinn- ingum. „Hugmyndin er að þetta verkefni bæti líðan allra í skólanum. Þetta er hugarrækt. Við erum orðin með- vituð um að við þurfum öll að hreyfa okkur til að líkaminn virki almenni- lega. Þetta er ákveðin hugarrækt sem við þurfum líka að sinna,“ segir Dóra og bætir við að árangur af gagnsemi núvitundar sé ljós. „Þessi góði árangur og víðtæka útbreiðsla sem núvitundin er að ná í Bretlandi er út af því að það eru til svo margar rannsóknir á því hvaða áhrif hún hefur á heilastarfsemina. Þetta hefur án efa áhrif á það hvern- ig heilinn starfar okkur til góðs.“ Í lýðheilsustefnunni nú er áhersla á börn 18 ára og yngri. „Þetta er fyrsti hluti. Það er mikilvægast að byrja á yngsta aldurshópnum. En það þarf að vinna þetta áfram fyrir næstu aldursflokka líka,“ segir Dóra. Gott ráð frá Eddu Björgvins Allir geta byrjað strax í dag að efla núvitund. „Þú þarft ekki að finna nýjan tíma til að gera allar núvit- undaræfingarnar þínar heldur gera það sem þú gerir venjulega með heilum hug. Líka venja sig á að gera eitt í einu, afköstin eru betri þann- ig,“ segir Dóra, sem hefur sjálf breytt viðhorfi sínu. „Mér fannst rauð ljós alltaf vera fyrir mér en Edda Björgvins kenndi mér að rautt ljós væri gjöf til mín. Að þar fái maður mínútu eða tvær til að anda. Það er þvílíkur munur að vera ekki alltaf á hraðferð í gegn- um lífið heldur hafa tíma til að njóta og tengja.“ Þeir sem hugleiða reglulega eru að jafnaði bjartsýnni og hamingjusamari en aðrir, með sterkari sjálfsmynd og finna fyrir minni tilfinningasveiflum. Getty Images/iStockphoto Núvitund í skólana Ný lýðheilsustefna hefur það að markmiði að öll börn í leik- og grunnskólum læri um slökun hugans sem leið til að meðal annars efla einbeit- ingu, skerpa athygli, meta líðandi stund og í kjölfarið bæta líðan nemenda og kennara. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Öll börn geta stundað núvit- und og aðra hugarrækt. HEILSA 30.10. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Erlendar rannsóknir sýna já- kvæð áhrif núvitundar á líðan og hefur þverpólitísk nefnd á vegum breska ríkisins lagt til að núvitund verði innleidd skipulega í skólakerfið, heil- brigðiskerfið, á vinnustaði og í refsivörslukerfið í Bretlandi. Fyrir þá sem vilja afla sér frekari upplýsinga kallast verkefnið The Mindfulness Initiative. Sömu rök liggja til grundvallar því að núvitund verði innleidd hér í leik- og grunnskólum. www.themindfulnessinitiative.org.uk NÚVITUND INNLEIDD VÍÐA Í KERFIÐ Í BRETLANDI Bretar hugsa stórt Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Þurrkur í augum? Thealozaugndropar Fæst í öllum helstu apótekum. Ég var mjög slæm af augnþurrki án þess að gera mér grein fyrir því. Þar sem ég var með nóg af tárum datt mér ekki í hug að tengja það við aunþurrk. Alltaf með lekandi tár í kulda, og smá vind. Systir mín ráðlagi mér að prufa Thealoz því hún hafði mjög góða reynslu af þeim. Eiginlega bara strax varð ég allt önnur og er hætt að vera með táraflóð og finna fyrir þessari sandtilfinningu. Erla Óskarsdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.