Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Page 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Page 42
Í vetur skiptir skrautið öllu máli. Stórir eyrnalokkar vöktu athygli á tískupöllum stærstu tískuhúsanna fyrir veturinn. Þá er skemmtilegt að poppa upp hefðbundinn hversdagsfatnað með stórum eyrnalokkum og gera þannig heildina örlítið meira spennandi. FLOTTIR FYLGIHLUTIR Áberandi eyrnalokkar Lanvin vetur 2016/2017. Proenza Schouler vetur 2016/2017.Marchesa vetur 2016/2017. Zara 2.495 kr. Moa 975 kr. Lindex 1.495 kr. TÍSKA 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.10. 2016 Franska tískuhúsið Saint Laurent hefur hafið sölu á forláta rúllu- skautum, sem eru partur af vetrarlínu tískuhússins 2016/2017. Skaut- arnir, sem eru unnir úr leðri, eru til að mynda fánlegir á netversluninni MyTheresa.com og kosta um 137.000 kr. Rándýrir rúlluskautar Hvað er það sem heillar þig við tísku? Það er svo margt sem heillar mig við tískuna. Hún ersíbreytileg, fer í misstóra hringi en kemur þó aldrei al- veg nákvæmlega eins aftur. Og það er svo gaman að sjá að á yngri árum er tískan sem þá ríkir svo algjörlega málið og annað alls ekki. En þegar við síðan eldumst þá leggjast tískan og persónulegur smekkur manns saman og útkoman er mismunandi fyrir hvern og einn því smekkur manna er svo mismunandi þrátt fyrir að báðir að- ilar lifi í tískunni. Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Ég er alltaf með eitthvert „twist“. Ég þarf alltaf að vera að blanda saman nokkrum fallegum klassískum efnum við svöl efni, svona pínu rokk. Hefur stíllinn þinn þróast mikið með árunum; ef svo er að hvaða leyti? Áður fyrr fór maður bara í hvað sem var, bara það sem var í tísku í það sinn. Sumt fór manni vel en annað ekki og eru gamlar myndir stað- festing á því, þótt manni hafi nú fundist annað þá. Ég segi alltaf við fólk að fara eftir vaxtarlaginu. Ég er búin að finna sniðin og síddirnar sem henta mér. Áttu þér tískufyrirmynd? Ég á ekki einhverja eina tískufyrirmynd, en ég ferðast mikið, er á öllum samfélagsmiðlum og skoða mikið tísku- blöð á netinu. Hvað kaupir þú þér alltaf þó þú eigir nóg af því? Að sjálfsögðu skó … Skó og aftur skó. Við íslenskar konur erum skósjúkar! Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu? Hver þarf tíma- vél? Tískan fer í hringi. Mér finnst flest- allt flott nema þeg- ar magabolir detta inn. Mér hefur aldr- ei þótt þeir flottir nema ef þú býrð við sólarströnd. Svava kýs að blanda saman fallegum klassískum efnum við svalari efni til að gefa heildarklæðnaðinum rokkaðra yfirbragð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikilvægt að klæða sig eftir vaxtarlagi Samfélagsmiðlar, ferðalög og tískublöð veita innblástur. Svava segir íslenskar konur alla jafna skósjúkar. Svava er lítið hrifin af maga- bolum. Svava Johansen er ein þekktasta tískudrottning lands- ins. Svava er forstjóri NTC, sem hefur verið leiðandi í sölu á tískufatnaði á Íslandi, en fyrirtækið fagnar 40 ára afmæli sínu þessa helgi. Svava heillast af síbreytileika tískunnar og elskar skó. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.