Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Page 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Page 64
SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2016 Bandaríkjakonan Cassandra De Pecol lagði af stað frá heimili sínu í Connecticut í júlí á síðasta ári með það að markmiðið að verða fljótasti kvenkyns ferðalangur heims og setja heimsmet í því að ná að heimsækja öll lönd heims, 196 talsins, á sem styst- um tíma. Hún hefur nú um 45 daga til stefnu til að ljúka þessari reisu sinni og er komin með 180 lönd á listann. Mikið hefur verið fjallað um ferð Pecol í og í vikunni hafa meðal annars birst myndir frá Íslandsreisu hennar en hún eyddi tveimur dögum á landinu og heimsótti meðal annars Bláa lónið. Pecol ferðast á eigin vegum og hefur eytt um 30 milljónum íslenskra króna í flugfargjöld hingað til en til að standa straum af kostnaðinum hefur hún borgað ferðalögin úr eigin vasa en einnig fengið styrki frá fyrirtækjum en Pecol er um leið að gera heimildamynd um ferðalagið sitt. Hugsanlegur heimsmethafi í ferðalögum er kominn með Ísland á listann og er hér í Bláa lóninu. Heimsmet í ferðalögum Cassandra De Pecol segir að í sumum löndum hafi henni varla verið óhætt að fara út af flugvellinum. Cassandra De Pecol hefur heimsótt 180 lönd á 16 mánuðum og Ísland er komið á listann. Ferðalagið kostar sitt. Nokkuð óvenjuleg tilkynning birtist í Morgunblaðinu fyrir réttum hundrað árum, 30. októ- ber 1916, undir yfirskriftinni „aðvørun“. Hún hljóðaði svo: „Eg vil ráða þeim, sem tók gleraugun mín á búðarborðinu í Hansens bakaríi Laugavegi 61 á sunnudagskveldið, að eyðileggja ekki sjón sína með því að fara að lesa með þeim; það eru ein- kennileg gleraugu, annað glerið helmingi sterkara en hitt. – Eg ætlast ekki til að gleraugunum sé skilað, því eg get ekki sagt, eins og flestir segja, þegar þeir missa eitthvað þannig: »Skilaðu því, því það sást til þín«. Enginn sá þetta. En þótt eg verði verk- laus í nokkra daga, þá er engin ástæða til, að eg ekki vari þann, sem ágirntist gleraugu mín, að hann ekki noti þau eins og þau eru, heldur fari til Fjeldsteds og láti setja ný gler í þau, það mun kosta rúma krónu, og hann þekkir þau ekki. Virðingarfylst, Sveinbjörn Egilsson.“ Drengilega að verki staðið en ekki er vitað hvort Sveinbjörn endurheimti gleraugun sín. GAMLA FRÉTTIN Sjón- skemmandi gleraugu hverfa Eigandi gleraugnanna ráðlagði handhafa þeirra að lesa alls ekki með þeim. Morgunblaðið/Golli ÞRÍFARAR VIKUNNAR Amanda Seyfried leikkona Kate Hudson leikkona Arna Ýr Jónsdóttir Ungfrú Ísland 2015Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is FLOWER Hönnun: CHRISTINE SCHWARZER FAT FAT Hönnun: PATRICIA URQUIOLA Sófaborð STROWBERRY DESIGN: NISSEN & GEHL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.