Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.11. 2016 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Þegar hausta tekur er ágætt að fara yfir það hvað myrkur þýðir. Þegardimmt er úti þá sést maður ekki. Þetta hljómar eins og eitthvað semætti að vera augljóst, en er það þó ekki. Myrkrið getur verið huggu- legt og umvefjandi en í því felast líka hættur fyrir gangandi í umferðinni. Er þetta í alvörunni enn einn leiðinlegur pistill um nauðsyn þess að bera endurskinsmerki? Já! Því miður þarf alltaf að endurtaka þetta. Við sjáumst ekki í myrkri! Ég var minnt á þetta á dögunum þegar ég var að keyra niður götu í hverfinu mínu. Á grasi til hliðar við götuna sá ég hvíta þúst sem virtist hreyfast. Ekkert annað sást. Þegar ég kom nær sá ég að þetta hvíta sem hreyfðist var smáhundur og þegar ég var komin alveg upp að grey hundinum sá ég að dökkklædd vera var með hann í bandi. Dökklædda veran var manneskja, ein af þessum ósýnilegu sem þó eflaust telur sig ódauðlega eins og okkur öllum hætt- ir til að gera. Á dögunum skrifaði ökumaður uppvekjandi grein á Facebook-síðu lögreglunnar og lýsti því þegar ung- ur drengur hljóp skyndilega fyrir bíl hennar. Hún sá hann ekki. Hafði enga möguleika á að sjá hann, sá raunar aðeins augun í honum þegar hann skaust fyrir bílinn. Hún þakkaði fyrir að hafa ekki verið í símanum, ekki verið að skipta um útvarpsstöð eða annað sem gæti tekið athyglina frá akstrinum. Þannig náði hún að forða hryllilegu slysi. Umferðin er ekkert grín fyrir litlar manneskjur, sérstaklega þegar skyggni er lítið og myrkrið leggst yfir. Það er á okkar ábyrgð að tryggja að börnin sjáist í umferðinni. Við reynum eins og við getum að kenna þeim um- ferðarreglur og að passa sig á bílunum en á endanum er ábyrgðin samt öll okkar ökumannanna. Það er okkar að fara nægilega varlega til að vera í að- stöðu til að afstýra slysum. Endurskinsmerki, vesti eða annað sem lýsir upp manneskjur á ferli, stórar sem smáar, getur forðað slysum og aukið öryggi allra í umferðinni. Það er engin klisja. Förum varlega í skammdeginu og í öllum bænum hengið eða límið endurskinsmerki á alla í fjölskyldunni. Börn og fullorðnir þurfa að sjást í umferðinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Endurskin skiptir máli Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Endurskinsmerki,vesti eða annað semlýsir upp manneskjur áferli, stórar sem smáar, getur forðað slysum. Það er engin klisja. Hólmfríður Fjóla Zoëga Smáradóttir Mér finnst þetta fullmikið. SPURNING DAGSINS Hvað finnst þér um launa- hækkun æðstu embættis- manna? Þuríður Óskarsdóttir Það er fínt að þau hafi góð laun en þar sem þeir lægst launuðu fá ekki sambæri- lega hækkun finnst mér þetta alveg galið. Morgunblaðið/Ásdís Pétur Þormóðsson Mér finnst þetta skelfileg ákvörðun þar sem aðrar stéttir þjást. Mér finnst þau eiga að afþakka. Hjörtur Sigvaldason Of mikil. Ég hefði viljað sjá hækk- un en ekki svona mikla. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg Útlendingar opnari Hvernig leggst Iceland Airwaves í þig í ár? Ég spila sjö sinnum þannig að það er nóg að gera. Þetta byrjaði rosalega vel. Airwaves er svo skemmti- legt. Það eru allir svo opnir. Margir erlendir ferða- menn mæta og mér finnst þeir gefa meira af sér á tón- leikum en Íslendingar. Maður heyrir meira í þeim og þeir koma frekar að spjalla við mann eftir á. Sem tónlist- armaður er það mjög upplífgandi að spila á Airwaves og fá svona góð viðbrögð. Það er sérstök stemning sem myndast. Það er líka gaman að sjá svona margar skemmtilegar týpur í bænum. Hann verður ansi líflegur. Er eitthvað sérstakt sem þú ætlar að sjá nú? Þetta er mikil törn hjá mér. Maður getur ekki mikið séð af tónlist sjálfur heldur þarf aðallega að leggja áherslu á að vera kominn á réttum tíma og mæta alls staðar þar sem maður á að spila. Ég er með opinn huga og ef ég kemst að sjá eitthvað þá er það gaman. Ég plana ekki of mikið. Í gegnum tíðina er margt af því skemmtilegasta sem ég hef séð bara þegar ég hef rambað einhvers staðar inn og veit ekkert hver er að spila. Hefurðu farið oft á Airwaves? Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila sem Hildur en það eru tíu ár síðan ég fór fyrst, árið 2006, sem áhorfandi. Eftir það hef ég spil- að á hverju ári með Rökkurró og í fyrra var ég að syngja með Cell7. Ég hef alltaf verið með á einhvern hátt. Segðu mér aðeins frá „Would You Change?“ nýja laginu þínu og myndbandi. Þetta er lag sem ég hef verið að spila á tónleikum og hef fengið góð viðbrögð við. Ég vann lagið með Janusi Rasmussen sem er í Blo- odgroup og Kiasmos. Svo ákvað ég að skella mér til Berlínar til að gera myndband við lagið. Leikstjórinn Andrea Björk Andr- ésdóttir var nýflutt þangað. Það var bara meira spennandi að fara út og nota allt það sem Berlín hefur upp á að bjóða en að hún kæmi hingað. Þetta er svo æðisleg borg. Stóra planið mitt er síðan að gefa út plötu í fullri lengd á næsta ári. Hvað ertu með stóra hljómsveit? Ég er með einn trommara með mér en hann heitir Sigþór Ási Þórð- arson. Við erum bara tvö. Við höfum verið að spila saman frá því að ég byrjaði með þetta verkefni í febrúar. HILDUR KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Forsíðumyndina tók xxxxxxxxx Hildur sló í gegn fyrr á þessu ári með laginu „I’ll Walk With You“. Hljómsveit hennar spilar utandagskrár á Airwaves á Bryggjunni kl. 14 í dag, laugardag, og sem hluti af dagskrá hátíðarinnar í Kaldalóni í Hörpu í kvöld.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.