Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Side 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Side 19
að nokkrum manni – nema ég yrði að öðrum kosti drepin. Ég myndi líklega ljúga mér til lífs. En hver gerði það ekki?“ – Hvernig stjórnmálamaður ertu? „Ég er stjórnmálamaður sem leggur höf- uðáherslu á að hljóma ekki eins og stjórn- málamaður. Margir stjórnmálamenn tala í frösum; eru róbót. Ég er fyrst og fremst Ís- lendingur og er í stjórnmálum til að brúa gjána milli stjórnvalda og almennings. Ég vil draga menn til ábyrgðar fyrir spillingu; þoli til dæmis ekki einkavinavæðinguna sem hefur grasserað hér gegnum tíðina. Fólk situr á Al- þingi í umboði þjóðarinnar og á ekki að sól- unda fyrir sjálft sig. Þess vegna er skýrari stefna um ábyrgð ráðherra og þingmanna eitt af helstu baráttumálum Flokks fólksins. Það er alveg makalaust að fólk komi saman í þús- undavís á Austurvelli að vori til að mótmæla spillingu á Alþingi en kjósi hana svo yfir sig aftur að hausti. Við verðum að hafa meira hugrekki en þetta!“ – Píratar hafa líka talað með þessum hætti og fóru á tímabili með himinskautum í skoð- anakönnunum. Ertu hissa á því að fylgi þeirra hafi ekki reynst meira í kosningunum? „Í raun ekki. Píratar færðu andstæðingum sínum vopn á silfurfati á lokasprettinum. Þeir voru að mælast jafnstórir og stærri en Sjálf- stæðisflokkurinn en fóru illa að ráði sínu.“ – Var Píratabandalagið sumsé mistök? „Það gefur auga leið.“ Burt með gömlu flokkana – Hefðir þú viljað sjá það stjórnarmynstur að loknum kosningum, hefðu flokkarnir fjórir fengið meirihluta? „Ég veit það ekki. Jú, það hefði alla vega hugnast mér betur en Sjálfstæðisflokkurinn. Ég vil ekki sjá hann í ríkisstjórn. Sjálfstæð- isflokkurinn er bara stjórnmálaarmur útgerð- arinnar í landinu og reynir ekki einu sinni að fela það. Það sjá allir. Það er hneyksli að út- gerðin skili ekki meiru í ríkissjóð. Nægur er víst arðurinn. Hitt er annað mál að flokkarnir fjórir sem voru að stinga saman nefjum fyrir kosningar hafa ekki sýnt að þeir séu vandanum vaxnir heldur, alla vega ekki í borginni. Borgin er af- skaplega illa rekin. Það liggur fyrir.“ – Þetta hljómar eins og þú viljir helst sópa gamla fjórflokknum, jafnvel nýja sjöflokkn- um, út af borðinu. „Það er alveg rétt. Við þurfum á algjörri uppstokkun að halda í íslenskum stjórn- málum. Gamla flokkakerfið er úr sér gengið.“ – En nú eru flestir sammála um það að þjóðarbúskapurinn gangi bara býsna vel um þessar mundir, sérstaklega í ljósi þess sem á undan er gengið. „Það er ekki stjórnmálamönnum að þakka. Bjarni Benediktsson var Ice Hot One og held- ur eflaust að hann hafi dregið alla þessa ferða- menn hingað. Ég leyfi mér að efast um það. Ætli Eyjafjallajökull, Björk og litli dúddinn sem dansaði á þaki flugvélarflaksins [Justin Bieber] beri ekki meiri ábyrgð á því. Var það kannski líka Bjarna Benediktssyni að þakka að makríllinn tók allt í einu upp á því að synda inn í lögsögu Íslands?“ Græðgisvæðingin algjör – Eins miklar tekjur og það skapar þá hafa sumir áhyggjur af þessari öru fjölgun ferða- manna. Telja hæpið að við ráðum við þetta. Hvað finnst þér? „Mér sýnist allt stefna í að við verðum fljót að losa okkur sjálf við ferðamennina. Græðgisvæðingin er algjör. Það gengur ekki að okra svona á gestum okkar; fjórðungur úr flatköku kostar 800 krónur í sjoppu. Svona lagað spyrst hratt út og fólk hættir að koma. Það er heldur ekki boðlegt að senda ferða- menn út í runna til að ganga örna sinna. Það þolir enga bið að byggja upp þessa helstu ferðamannastaði, eigi ekki illa að fara. Og hver er framtíðarsýnin? Borgin er til dæmis að verða eitt stórt hótel, rekið af Airbnb.“ – Að allt öðru í lokin. Einhverjir muna eftir þér úr hæfileikakeppninni X Factor sem Stöð 2 sýndi fyrir fáeinum árum. Ertu ennþá að syngja? „Er ég ennþá að syngja? Elskan mín góða. Þú hefðir átt að sjá mig taka Simply the Best með Tinu Turner hérna á kosningaskrifstof- unni um daginn. Það sem maður lætur ekki hafa sig út í.“ Hún hlær. „Að öllu gamni slepptu þá hef ég alltaf haft gaman af því að syngja og er stundum fengin til að rífa upp stemninguna í partíum.“ Matur, barnabörnin og póker – Hvað annað gerir þú í frístundum þínum? „Ég er rosalega heimakær og elska að vera heima og elda góðan mat eða dúllast með barnabörnin sem eru orðin þrjú. Ég hef líka mjög gaman af því að spila póker enda þótt það sé ekki fyrir öryrkja að spila upp á mikla peninga. Í staðinn spilum við með þvotta- klemmurnar mínar. Mér þykir spilið sjálft mjög skemmtilegt.“ – Þú tókst þér frí frá námi til að sinna kosn- ingabaráttunni. Muntu taka upp þráðinn? „Já. Ég lauk BA-prófi í lögfræði frá Há- skóla Íslands síðasta vor og mun byrja í meistaranáminu eftir áramótin. Ég er loksins búin að finna leið í þessu námi sem hentar fötlun minni og held því ótrauð áfram. Laga- námið er mjög praktískt og kemur mér tví- mælalaust til góða í pólitíkinni.“ Það var og. Inga fylgir mér að góðum sið til dyra svo ég fari ekki með vitið úr húsinu. Í kveðjuskyni spyr hún: „Heyrðu, fyrst við er- um að leita að skrifstofu fyrir flokkinn. Er nokkuð laust þarna í Hádegismóum?“ Fylgisþróun Fólks flokksins haustið 2016 G al lu p 30 .s ep t. 4% 3% 2% 1% 0% Fé la gs ví s. st . 6. ok t. Fr ét ta bl að ið 12 .o kt . G al lu p 13 .o kt . M M R 14 .o kt . Fé la gs ví s. st . 19 .o kt . Fr ét ta bl að ið 19 .o kt . Fé la gs ví s. st . 21 .o kt . M M R 26 .o kt . M M R 28 .o kt . G al lu p 28 .o kt . Ko sn in ga r 29 .o kt . 0,9% 0,6% 3,3% 2,1% 1,2% 3,8% 3,5% 3,8% 3,4% 2,4% 3,4% 3,5% 6.11. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Með nýju Opn heyrnartækjunum verður auðveldara að taka þátt í samræðum í fjölmenni og hljóðupplifun verður eðlilegri en nokkurn tímann fyrr. Opn heyrnartækin skanna hljóðumhverfið 100 sinnum á sekúndu til að aðgreina talmál frá hávaða og koma jafnvægi á hljóð í kringum þig. Þannig getur þú staðsett, fylgt eftir og einbeitt þér að þeim hljóðum sem þú vilt heyra. Prófaðu nýju Opn heyrnartækin í 7 daga Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Hefðbundin heyrnartæki Nýju Opn heyrnartækin Tímapantanir í síma 568 6880 www.heyrnartaekni.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.