Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.11. 2016 LESBÓK Lilja Sigurðardóttir, rithöfundur og leik-skáld, segir það hafa verið hálfgerða til-viljun að hún hóf að skrifa glæpasögur. „Þó ekki alveg. Ég er afskaplega hrifin af formi – kannski vegna þess að hugsun mín er afar líf- leg – og því hentar glæpasagan mér vel,“ segir hún í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðs- ins. „Sumir tala um formúlubókmenntir en nær væri kannski að tala um form því vissir hlutir verða að ganga upp og á vissum tímum í sög- unni til að hún virki fyrir lesandann og þetta finnst mér skemmtilegt að glíma við,“ segir Lilja. „Ég hef líka skrifað leikrit og þar gildir það sama: formið verður að ganga upp svo sýningin virki fyrir áhorfandann og nokkuð hefðbundið og stíft form hentar mér vel því efnistökin mín eru svo langt frá því að vera hefðbundin. Það er gaman að leika með og brjóta upp form en það er áhætta ef efnistökin eru mjög óhefðbundin. Þá er hættan sú að maður endi með verk sem virkar alls ekki.“ Lilja segir það, sem knýi hana áfram við skriftir, sé fyrst og fremst „einlæg löngun til þess að segja sögu, að skemmta fólki og gleðja það. Og að mínu viti er glæpasagan tilvalin í það,“ segir hún. „Glæpasögur gefa manni eitthvert kikk sem aðrar sögur gera ekki á sama hátt. Það er gát- an, yfirvofandi hættan og spennan sem heldur manni við efnið ef vel tekst til.“ Af hverju fórstu þessa leið? „Glæpasöguformið hentar mér vel til að segja sögur, það er hægt að miðla allskonar sögum í gegn um þetta form. Mig langaði til dæmis að segja lesbíska ástarsögu og hún rennur ljómandi vel saman við glæpina! Mér fannst vanta fleiri lesbískar söguhetjur í glæpa- bókmenntirnar og ákvað að bæta úr því og svo virkar það líka sem fegurðar-element inn í glæpaveröldina. Mér finnst mikilvægt að hafa fegurð í bókunum mínum og ástin fegrar allt.“ Innsýn í lesbískt líf Hvers vegna finnst þér vanta lesbískar sögu- hetjur í glæpabókmenntir? „Kvenkyns söguhetjur eru almennt færri í glæpabókmenntunum og hvað þá söguhetjur sem hafa einhverja sérstöðu. Ég get talið á fingrum annarrar handar, þær lesbísku eða tví- kynhneigðu konur sem hafa verið aðalhetjur í evrópskum glæpasögum, okkar frábæra Stella Blómkvist kemur þar sterk inn í sinni löngu seríu en mig langar að bæta í þetta. Viðbrögðin hafa komið mér ánægjulega á óvart því það virðist allir jafn ánægðir með þetta: fólk af öll- um kynjum og kynhneigðum. Fólki finnst gam- an að fá innsýn í lesbískt líf – jafnvel þótt það sé nú ansi mikið ævintýralegra en hjá meðalkon- unni!“ Við lestur bókarinnar fær maður á tilfinn- inguna að þú sért mikill áhugamaður um sam- félag og samfélagsgerð, mannlega hegðun, um Fegurð í glæpaveröld Lilja Sigurðardóttir rithöfundur hefur ekki mikla trú á illskunni sem einhverskonar frumhvöt, frekar sem afleiðingu. Lilja Sigurðardóttir heldur áfram í Netinu þar sem Gildrunni lauk og fjallar um íslenska glæpamenn, sem sumir eru þó um leið afskaplega venjulegt fólk; einn gæti verið konan í næsta húsi, annar eldri maður í sömu götu. Þríleiknum lýkur að ári. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Bergur Ebbi Benediktsson gaf út fyrstuljóðabók sína 2010. Nú er komin önnur,Vertu heima á þriðjudag, og skáldið segir tímann á milli bóka hæfilegan. Óþarfi sé að flýta sér. „Þannig var það með mörg íslensk ljóðskáld á 20. öldinni; jafnvel 5, 6 og upp í 10 ár á milli bóka,“ segir hann í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Bók Bergs Ebba kemur út hjá forlaginu Partus í bókaröð sem kölluð er Meðgönguljóð. „Bækur í þessari seríu eru stuttar. Ég hef ort miklu meira á síðustu sex árum, en Halldóra K. Thoroddsen ritstjóri hjálpaði mér að vinsa úr þessu,“ segir hann. Yrkisefnið eru alls kyns myndir og vanga- veltur. „Merkingin í sumu er mér ljós en ekki öllu. Ég hugsa mjög mikið, myndir koma sífellt upp í hugann, sumt verður að engu og eyðist, sumt fær praktíska losun úr huganum, sumt nota ég sem brandara í uppistandi en eitthvað verður eftir sem kemur svo upp í hugann aftur og aftur, liggur dýpra en annað; eitthvert stef sem hugurinn festist í, kemst ekki frá. Þessi sterka mynd er í vinnsluminninu og ef ég get meitlað hana áfram set ég hana gjarnan út í formi ljóðs. Ljóðabók er oft eins og mjög sein- skrifuð dagbók,“ segir Bergur Ebbi. Mikill ljóðaarfur „Við neytum mjög mikils fréttaefnis í dag, er- um alltaf að lesa fréttir og fréttaskýringar, alltaf að greina heiminn sem við búum í; fram- boðið nú er örugglega meira en nokkurn tíma. Það er mikið búið að spá í flóttamannavand- ann, hryðjuverk og slíkt, en sú dýpri tilfinning sem fylgir breytingum sem eiga sér stað í heiminum verður bara túlkuð með listinni. Við erum alltaf að bíða, ég veit ekki nákvæmlega eftir hverju, hugsanlega hvort Hollywood geri mynd um hvað stríðið í Afganistan var slæmt eða að við Vesturlandabúar séum að kúga fólk í Mið-Austurlöndum.“ Bergur segir manneskjuna alltaf þurfa að láta hlutina ganga upp í einhverskonar frásögn en undir niðri sé miklu dýpri ótti gagnvart breytingum í heiminum. „Nú erum við hrædd við hryðjuverk og gagnaleka, svipað og á 20. öldinni var fólk hrætt við kjarnorkuspreng- ingu, og ljóðskáldin ná oft að túlka ástandið með djúpum líkingum.“ Hann segir fólk finna sér mismunandi far- veg, sjálfur hafi hann alltaf verið mikill unn- andi ljóðlistar, „og ég held þrátt fyrir allt að ís- lenskan varðveitist langbest í ljóðum. Að sjálfsögðu þarf að gefa út dagblöð og fólk þarf að tala íslensku en þarna er fjársjóður sem við gefum ekki alltaf gaum. Við eigum mikinn ljóðaarf frá 20. öldinni þótt sumir átti sig ekki á því. Mörg ljóðskáld náðu að túlka mjög djúp- ar tilfinningar og djúpstæðan beyg í ljóðum, sem hafa lifað betur en flestar skáldsögur frá sama tíma. Ég er að tala um Einar Braga, Stefán Hörð Grímsson, Elías Mar, Jón úr Vör; þetta er það sem ég las sem krakki og finnst það ennþá magnað.“ Þó að Bergur vilji ekki líkja sér við þá gömlu sem eru enn í miklu uppáhaldi, nefnir hann að Stefán Hörður hafi til að mynda ekki ort mjög mikið. „Það þarf ekki endilega að vera mikið og er þannig næstum eins og andsvar við nú- tímanum þegar framboð á öllu er svo gífur- legt,“ segir Bergur Ebbi og bætir við: „Sumt eftir Stefán Hörð finnst mér enn ægilegt, það rífur mig í sundur. Mér finnst mörg ljóða hans meira ögrandi en nokkur rapptexti.“ Tungan varðveitist best í ljóði „Ljóðabók er oft eins og mjög seinskrifuð dag- bók,“ segir skáldið Bergur Ebbi Benediktsson. Ljósmynd/Saga Sig Bergur Ebbi er ekki einhamur. Leikritahöfundur, tónlistar- maður, grínisti, lögfræðingur, ljóðskáld. Og var einmitt að senda frá sér ljóðabók. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Fyrsta ber auðvitað að nefna Í leit að glötuðum tíma eftir Marcel Proust, bók sem Lax- ness kallaði óviðjafnanleg og einstæð reikningsskil við tímann. Þetta höfuðverk 20. aldar bókmennta er að auki til í meistaralegri þýðingu Péturs Gunnarssonar þannig að það að hafa ekki lesið hana er mjög ofarlega á sakaskrá minni. Önnur bók sem mig hefur lengi langað að lesa en ekki krækt í af óskiljanlegum ástæðum er A Passage to India eftir E.M. Forster, bók sem hyllt hefur verið frá útgáfu og varð kveikjan að stórmynd Davids Lean sem ég sá fyrst á unglingsárum og vakti áhuga minn á Indlandi ásamt sjónvarpsþáttaröðinni The Jewel in the Crown, eftir bókum Pauls Scott. Ferðin til Indlands ætti að liggja á nátt- borðinu hjá mér og lýsa í myrkrinu. Þriðja bókin sem ég vil nefna bíður mín hér uppi í hillu, Dag- bækur Franz Kafka, talsverður doðrantur en veitir ákaflega áhugaverð innsýn í hugar- heim eins margbrotnasta og frumlegasta höf- undar 20. aldarinnar. HVAÐ LANGAR HÖFUNDANA AÐ LESA? Sindri Freysson Af væntanlegum bókum er ég spenntastur fyrir Leitin að svarta víkingnum eftir Berg- svein Birgisson. Hún var upp- haflega skrifuð á norsku og sló þar í gegn. Bergsveinn er mikið uppáhald kollega sinna. Af skáldsögum bíð ég sveittastur eftir Ör Auðar Övu. Ég var spyrill á ritþinginu um hana í fyrra og fór þá aftur í gegnum höfund- arverkið sem batnaði bara og dýpkaði fyrir vikið. Jónas Ebeneser, 49 ára hljómar mjög auðarövulega. Að heiman eftir Arngunni Árnadóttur. Það er alltaf gaman að sjá nýja höfunda stíga fram. Hef á tilfinning- unni að hér sé komin ein af þessum skáldsögum sem hver kynslóð þarf að skrifa. Allir bíða svo spenntir eftir bókinni hans Kött Grá Pé. Hann náði okkur alveg með nokkrum línum í fyrra. „Trippy shit, sjittí tripp, tæmið vasana!“ Við gerum það pottþétt fyrir „Perurnar í íbúð- inni minni“. Hallgrímur Helgason

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.