Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.11. 2016
I
ngi Þór og foreldrar hans Guðrún Brynj-
ólfsdóttir og Ásgeir Halldórsson taka
vel á móti mér á fallegu heimili sínu í
Njarðvík. Ingi Þór sem er hávaxinn og
stórgerður frá náttúrunnar hendi lítur
ekki út fyrir að hafa gengið í gegnum erfið
veikindi. „Þú lítur nú bara nokkuð hraustlega
út,“ segi ég án mikillar ígrundunar. „Ja, þú
hefðir þá kannski átt að sjá hann áður en veik-
indin byrjuðu,“ svarar Guðrún brosandi. „Þá
var ég um 110 kíló, nú er ég um 75,“ bætir Ingi
Þór við og ég sé að ég þarf að gefa spurning-
unum meiri umhugsun. Þegar fjölskyldan
byrjar að segja mér sögu sína verður strax
ljóst að lífreynslan hefur haft sterk mótandi
áhrif á þau. Öll hafa greinilega þurft að fara í
gegnum sársaukafull hugsanaferli og sýn
þeirra á atburðina er afar slípuð fyrir vikið.
Mæðin var viðvörun
Fyrstu merkin um veikindi Inga Þórs voru
þau að hann mæddist við að fara upp stigann á
heimili fjölskyldunnar sem þá var í Seljahverfi.
Ásgeir starfaði á árum áður sem slökkviliðs-
og sjúkraflutningamaður á Keflavíkurflugvelli
og eftir að Ingi Þór hafði kvartað yfir erf-
iðleikum við að ganga upp stigann í annað sinn
ákvað Ásgeir að mæla í honum blóðþrýsting-
inn. „Hvíldarpúlsinn var í það skiptið í kring-
um 109 slög á mínútu sem er rosalega mikið,“
segir Ásgeir og mælingin kveikti á viðvör-
unarbjöllum hjá honum enda væri eðlilegt að
hvíldarpúls væri í kringum 60-70 slög. Ingi Þór
segir að þarna hafi allt sem hann gerði verið
mikil áreynsla, bara að standa upp úr stól hafi
tekið verulega á. „Maður varð móður við að
gera hvað sem var,“ útskýrir hann. Þetta var í
lok vikunnar og því beið læknisskoðun fram
yfir helgi. Samt sem áður segjast þau Ásgeir
og Guðrún hafa átt von á því að eðlilegar skýr-
ingar væri að finna á ástandinu. „Við bjugg-
umst við að fá að heyra að þetta væri eitthvað
sem væri týpískt fyrir unglinga, þeir væru oft
þreyttir og væru að taka út þroska og þar fram
eftir götunum,“ segir Guðrún.
Á mánudeginum fór Ásgeir með Inga Þór á
heilsugæsluna. „Þá sé ég að læknirinn verður
strax skrýtinn á svipinn þegar hann byrjar að
hlusta á hjartsláttinn, hann heyrði eitthvað
óeðlilegt og sagði okkur að fara beint niður á
Landspítala,“ segir Ásgeir. Ingi Þór var ekki
orðinn 18 ára og því fóru þau með hann á
Barnaspítalann þar sem hann fór í ómskoðun
hjá hjartalækni. Þetta var fjórða maí og það
sem átti einungis að vera skutl á heilsugæsl-
una var upphafið að rúmlega hálfs árs sjúkra-
húsvist. Ingi Þór var lagður inn á hjartadeild
Landspítalans en þrátt fyrir miklar rann-
sóknir reyndist erfitt að finna nákvæmar skýr-
ingar á ástandinu. Hann var á þessum tíma-
punkti um 110 kíló, þyngd sem kom í ljós síðar
að var að m.a. tilkomin vegna bjúgmyndunar í
kjölfar vaxandi hjartabilunar. „Hann var lagð-
ur inn á fullorðinsdeildina eins og við kölluðum
hana, læknirinn sem tók á móti okkur mat það
líka greinilega þannig að hann myndi verða á
spítala framyfir 18 ára afmælisdaginn,“ segir
Guðrún.
Nei, það eru ekki
orkudrykkir eða sterar!
Eftir innlögnina hrakaði Inga Þór hratt en
Guðrún var afar ósátt við þær vangaveltur og
mögulegu útskýringar sem gefnar voru um
ástand sonar síns. „Hann [læknirinn] sagði að
þetta væri hjartabilun af óþekktri ástæðu.
Meira væri ekki vitað en að sennilega væri
ástandið tilkomið vegna neyslu orkudrykkja
eða mögulega steranotkunar. Af því að hann
er unglingur á þessum aldri er gert ráð fyrir
að það geti verið hluti útskýringarinnar.“ Þau
Ásgeir og Guðrún mótmæltu enda fullviss um
að það væri ekki orsökin og hún segir að þarna
hafi þau fundið fyrir því að ekki væri tekið
mark á þeim sem foreldrum. „Við þurftum að
berjast fyrir því að vera heyrð,“ segir hún al-
varleg í bragði og gagnrýnir að slík svör séu of
mikið notuð og fyrir vikið sé fólk of gjarnt að
fallast á þau.
Þrátt fyrir að ekki væri komin fullnægjandi
sjúkdómsgreining var farið yfir nokkra mögu-
leika í stöðunni og að í versta falli þyrfti Ingi
Þór að fara til Gautaborgar í hjartaskiptaað-
gerð. „Manni náttúrlega dauðbrá við að heyra
það. Hjartaskipti, erum við komin þangað?“
segir Ásgeir sem þekkti aðeins til slíkra að-
gerða þar sem náfrændi hans Helgi Einar
Harðarson hefur tvívegis farið í hjartaskipti.
Eftir á að hyggja segir hann þó gott að þessi
möguleiki hafi verið nefndur snemma í ferlinu
því mögulega hefði orðið erfiðara að heyra það
á seinni stigum.
Misvísandi skilaboð
Um miðjan maí kom annar hjartalæknir úr
fríi, sá var hærra settur, með meiri starfs-
reynslu og tók við umsjón á meðhöndlun Inga
Þórs og í kjölfarið kvað við nýjan tón í með-
höndluninni og samskiptum við foreldrana. Sá
taldi að öllum líkindum hægt að meðhöndla
drenginn með lyfjagjöf og að þetta væri eitt-
hvað sem hann hefði séð áður, hefði mikla
reynslu af og dró þar með úr því að það myndi
koma til þess að senda Inga Þór til Svíþjóðar.
Hjónin vissu þó að annar læknir hefði verið
búinn að sækja um leyfi frá Siglinganefnd
Morgunblaðið/Golli
Mikilvægast
að fylgja hjartanu
Líf Inga Þórs Ásgeirssonar tók kollsteypu í fyrravor þegar hjartatruflanir gerðu vart við sig hjá honum og urðu
til þess að grætt var í hann nýtt hjarta í september í fyrra eftir erfitt ferli, skömmu fyrir 18 ára afmælisdag hans.
Hallur Már Hallsson hallurmar@mbl.is