Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 33
6.11. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 „Rússland er afar mikilvægt í málefnum norðurslóða, ekki síst þegar kemur að sam- göngum í lofti, á láði og legi,“ segir Egill. Þetta var í fyrsta skipti sem hann sótti Rúss- land heim, en fyrir hafði hann þó siglt meðfram Rússlandi um Norðausturleiðina svo- kölluðu, um Norður-Íshafið frá Kína til Íslands, með ís- brjótnum Snædrekanum árið 2012. „Hugmyndin með ferðinni var að fá betri tilfinningu fyrir samgöngumátum á milli Austur-Asíu og Norður- Evrópu, um rússneskt yf- irráðasvæði, sem á einvörð- ungu eftir að aukast í tíðni og umfangi næstu árin. Ekki síst fyrir tilstilli „Belt and Road“ fjárfestingaráætlunar Kín- verja, sem gerir ráð fyrir tí- falt hærri upphæð til al- þjóðlegra innviðafjárfestinga en Marshalláætlunin á sínum tíma, til að styrkja viðskipti og samskipti Kína við um- heiminn með tilheyrandi áhrifum á efnahagsþróun á norðurslóðum. Það getur því reynst farsælt veganesti að hafa góðan skilning á menn- ingu, efnahagsmálum og stjórnmálum þessara tveggja stórvelda, og auknu tvíhliða samstarfi þeirra, þegar mál- efni norðurslóða eru krufin.“ Rússland mikilvægt dýpsta stöðuvatn í heimi og stærsta ferskvatnsbólið. „Mér gafst ekki tími til að fara að vatninu en í stað þess skoðaði ég borgina sem er að mörgu leyti með evrópskari brag en hinnar tvær þrátt fyrir að vera land- fræðilega lengst í austri. Ferðalagið frá Novosibirsk til Irkutsk tók 36 klukkustundir og sturtuferðin í Irkutsk stuttu eftir komuna á hótelið var því sérstaklega kærkomin!“ Egill var alla leiðina í svefnvagni, enda stysta ferð á milli staða um sól- arhringur. „Ég var alltaf í fjögurra manna klefa ásamt heimamönnum innan Rússlands en var í tveggja manna klefa á fyrsta farrými frá Irkutsk til Beijing í gegnum Mongólíu. Var að vísu bara einn því enginn mætti í efri kojuna!“ segir Egill. Um borð í Mongólíulestinni voru fyrst og fremst tveir hópar, annars vegar pör eða einstaklingar á aldr- inum 30-40 ára frá Vesturlöndum en búsettir í Asíu, sumir með börn, ólíkt rússnesku fjölskyldunum og farand- vinnufólkinu sem höfðu verið klefa- félagar Egils Þórs í Síberíuhraðlest- inni. Þetta fólk virtist einfaldlega í ævintýraleit. Hins vegar var um borð fólk um það bil á eftirlaunaaldri sem hafði átt þann draum lengi að fara með lestinni. „Það voru stutt stopp á þeirri leið bæði í Mongólíu og Kína en eini staðurinn þar sem ég fór út fyrir lestarpallinn var Úlan Bator, höf- uðborg Mongólíu, þar sem við stoppuðum þó einungis í tæpa klukkustund klukkan sex að morgni.“ Í lestinni yfir Síberíu hafði Egill undantekningarlaust verið sá eini sem ekki talaði rússnesku, en hon- um var þó ávallt vel tekið, segir hann, „og það sem stendur einna helst upp úr er einmitt vingjarnlegt viðmót heimamanna sem var ríkjandi í þessari 10.000 kílómetra ferð,“ segir Egill Þór Níelsson.Frá ónefndri borg í Síberíu. Þar notast lögreglan við jeppa af gerðinni Lada. Vistvænna prentumhverfi og hagkvæmni í rekstri Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri og fyrsta flokks þjónusta. Prent+ er þjónusta fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja hagræða í rekstri prentumhverfis. Við aðstoðum þig við val á hagkvæmasta prentbúnaði í samræmi við kröfur. www.kjaran.is | sími 510 5520 ’Lengsti hluti ferð-arinnar, frá Irktusktil Beijing, tók 51klukkustund með fáeinum stoppum Egill gluggar í eina þeirra sjö bóka sem hann las á leiðinni. VINNUR AÐ BÓK

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.