Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 31
líka innblástur frá allskonar fólki. Ég skoða líka mikið tískubækur sem eru með myndaþáttum frá tískublöðum í gegnum árin. Ég klæði mig líka mjög mikið bara eins og mig langar til og pæli ekkert of mikið í því hvað er í tísku hverju sinni. Ef ég fíla eitthvað sem ég sé á netinu, því ég versla rosalega mikið á netinu, eða sé í fata- búðum þá kaupi ég það og geng í því. Er svo slétt sama ef öðrum finnst ég hallærisleg eða eitthvað. Áttu þér uppáhaldstískuhús eða -hönnuð? Já, alveg fullt. Á Íslandi elska ég Aftur, REY, Hildi Yeoman, Another Creation, Myrka og Heli- copter. Svo elska ég Yeezy, Bal- main, Givenchy, Saint Laurent, Cél- ine, Hood By Air og mörg fleiri. Svo finnst mér líka Asos, Topshop og Zara oft vera með sæt föt á lágu verði. Hver hafa verið bestu kaup- in þín? Það var líklega Zandra Rhodes „vintage“ kjóll sem ég fékk á 20 dollara á eBay en hann er metinn á 2.000 doll- ara. Þessi kjóll er úr hátísku- línunni sem hún gerði í kringum 1979 og er allur handbróderaður úr silki- chiffon og er ljósbleikur og hvítur. Gjörsamlega tryllt- ur. Ég á svakalega stórt safn af „vintage“ hönn- unarsíðkjólum. Held ég sé alveg komin upp í 50 kjóla eða svo. Ætlar þú að fá þér eitt- hvað fallegt fyrir vet- urinn? Já, ég ætla að fá mér flottan frakka. Ég hef verið búsett í Los Angeles í sjö ár og hérna verður aldrei kalt þannig séð. En ég elska vetrarföt og maður er líka bara meira smart á veturna finnst mér. Ég á mikið af vetrarfötum og nota þau mikið þegar ég er að „túra“ um heiminn og fer í kalt loftslag. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Bara hvort ég fíli þau í tætlur. Ég er soldið mikið svona „impulse shopper“ og kaupi alltaf bara það sem ég fíla á því andartaki. Enda á ég alltof mikið af fötum. Er með heilt herbergi heima hjá mér sem er bara fyrir föt. En ég er mjög dugleg við að gefa föt til vinkvenna minna ef ég er ekki að nota þau. Svo er líka gott að hafa stanslaust flæði í fataskápnum til að geta bætt við fleiri fötum. Áttu einhverja dýrmæta flík sem þú tímir ekki að nota? Já, ég á nokkrar „vintage“ hátískuflíkur eftir þekkta hönnuði, sem eru mjög dýr og eru í plasti og ég nota við sérstök tækifæri. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Ég elska Cather- ine Baba sem er ástralskur stílisti og fatahönnuður sem býr í París. Svo finnst mér Nicole Richie alltaf smart og svo auðvitað Kate Moss. Hún klikkar aldrei. Zoe Kra- vitz hefur líka vakið athygli mína varðandi persónu- legan stíl. Hún er sjúk- lega einstök og smart eins og foreldrar henn- ar, Lenny Kravitz og Lisa Bonet. Hvert er þitt eftirlætis- tískutímabil og hvers vegna? Ég held mest upp á áttunda áratuginn. Elska diskótímabilið og boho- hippatískuna sem var svo mik- ið á áttunda áratugnum. Sú tíska er alltaf í samblandi við það sem er að gerast í sam- tímanum. Það verður að segj- ast að það var þá sem tónlist og tíska fóru að hafa gífur- lega mikil áhrif hvort á ann- að. Svala Björgvinsdóttir segist alltaf vera að prófa eitthvað nýtt þó hún sé nokkurnveginn búin að finna sinn stíl. Svala heldur upp á stíl Nichole Ritchie og Cat- herine Baba, sem er ástr- alskur stílisti og fatahönnuður. 6.11. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 Húrra 9.990 kr. Sólgleraugu frá Komono í Dreyfuss Latte. Netaporter.com 4.700 kr. Ég hef alltaf haldið mikið upp á hönnun Bellu Freud. Ilmkertið Je T’aime Jane er komið á jólagjafalistann. Zara 9.995 kr. Ég keypti mér þennan dásamlega prjónakjól í vikunni og hef ekki farið úr honum. Asos.co.uk 2.800 kr. Klassískir leðurhanskar. Kaupfélagið 24.995 kr. Hnéhá stígvél frá Vagabond. Í þessari viku... Sigurborg Selma sigurborg@mbl.is Mig langar helst til þess að vefja utan um mig dúnsæng þessa dagana. Ég rakst á hina full- komnu dúnúlpu í Zöru nýverið sem er síð og afar hlý og því fullkomin fyrir veturinn. Zara 24.995 kr. Æðisleg dúnúlpa frá Zöru. Geysir 11.800 kr. Fallegur klútur frá Back Söndergaard.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.