Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 41
6.11. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–14, sunnud. lokað Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Við leitum að listaverkum erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Ég hef verið að lesa tvær bækur sem bókaútgáfan Benedikt var að gefa út. Annars vegar er það prósa- safn eftir Friðgeir Einarsson, sem heitir Takk fyrir að láta mig vita, og er ótrúlega skemmtilegt. Ég er mikill aðdáandi Frið- geirs í gegnum leikhóp- inn Kriðpleir, en þetta er fyrsta bókin hans, mjög fyndið samsafn af stuttum smásögum. Svo er ég að lesa Eyland eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, sem er líka fyrsta bók, en Benedikt gef- ur hana út líka. Ég er hálfnuð með hana og hún lofar mjög góðu, skemmtilegt konsept. Það kemur ekki á óvart að Sigríð- ur sé að skrifa góða bók, en fyrir fyrstu bók kemur á óvart hvað stíllinn er flott- ur og konseptið fínt. Svo ætla ég líka að lesa Óvissustig, bókina hennar Þórdísar Gísladóttur; þetta hljómar kannski eins og ég sé á prósentu hjá þessu bókaforlagi. Mig langar líka til að lesa Ör Auðar Övu sem Benedikt gefur reyndar líka út. Já, og svo er bókin hennar Arn- gunnar Árnadóttur, Að heiman, líka á náttborðinu hjá mér. Elísabet Indra Ragnarsdóttir Elísabet Indra Ragnarsdóttir er verk- efnisstjóri í Mengi. Sigríður Hagalín Björnsdóttir, frétta- kona og rithöfundur. Morgunblaðið/Eggert BÓKSALA 26.-01. NOV. Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 PetsamoArnaldur Indriðason 2 TvísagaÁsdís Halla Bragadóttir 3 Nóttin sem öllu breytti Sóley Eiríksdóttir/Helga Guðrún Johnson 4 Þín eigin hrollvekjaÆvar Þór Benediktsson 5 Elsku Drauma mínVigdís Grímsdóttir 6 AvocadoHildur Rut Ingimarsdóttir 7 Hjónin við hliðinaShari Lapena 8 ÓminniSverrir Berg 9 SvartalognKristín Marja Baldursdóttir 10 Harry Potter og bölvun barnsins Lára Garðarsdóttir 1 Hjónin við hliðinaShari Lapena 2 Þeir sem fara og þeir sem fara hvergi Elena Ferrante 3 Sykurpúðar í morgunverðDorothy Koomson 4 Bókin um Baltimore fjölskylduna Joël Dicker 5 AfturganganJo Nesbø 6 Dalalíf III Tæpar leiðirGuðrún frá Lundi 7 Saga af nýju ættarnafniElena Ferrante 8 Framúrskarandi vinkonaElena Ferrante 9 Sjöunda barniðErikValeur 10 Eða deyja ellaLee Child Allar bækur Íslenskar kiljur ÉG ER AÐ LESA er staurblönk, en heltekin af starfi sínu og þegar hún er að miðla fyrir lögregluna gerist eitthvað, hún lend- ir í kröppum dansi sem er upphafið að stóru máli sem tengist mikilli kynngi og drunga við víghóla og að- alpersónurnar fara því á flakk um landið. Sagan hefst í Kópavogi og Mos- fellssveit en færist svo út á land, og verður hálfgerð vegasaga á köflum. Persónurnar fara meðal annars í Kjarrárdal í Borgarfirði, Hörgárdal, þar sem eru tveir hólar, Hnefilsdal fyrir austan og í Selvog fyrir sunn- an. Á öllum stöðum eru Víghólar.“ – Þú hefur áður sótt hugmyndir í íslenskan eða norrænan arf. Furðusagan er stór og fjöl- breyttur heimur „Furðusagan er svo stór og fjöl- breyttur heimur og oft þegar fólk er að tala um fantasíur þá dettur því kannski helst í hug Tolkien og aðrar háfantasíur sem eru afleiður af Tol- kien, en ég hef mikinn áhuga á því sem kallast borgarfantasíur og ný- furða og þar sem meira er verið að fjalla um tilvistarlega hluti, fjallað um samfélagið og furðan, fantasían, er notuð sem leið til að drífa frásögn- ina og ná að endurspegla veru- leikann á anna hátt en gert er í raun- sæjum sögum. Ég er að vona að ég sé að gera eitthvað á þá leið núna og þó að fantasían verði meiri eftir því sem svaðilförin verður lengri þá tog- ar raunveruleikinn alltaf í þær mægður Bergrúnu og Brá, tvítuga dóttur hennar. Takmarkið er að leyfa raunsæinu að vera ráðandi líka til móts við fant- asíuna til að búa til jafnvægi sem gerir söguna vonandi trúverðuga, til þess að lögmál sagnaheimsins í bók- inni séu trúverðug.“ Ég notaði norræna goðafræði og goðsögur heimsins í þríleiknum Sögu eftirlifenda, en núna er ég al- farið á heimaslóðum, nota þjóð- sagnaarfinn en leita í myrkari hliðar hans, dulspeki og galdrastafi, en það koma áhrif að utan, til að mynda er í bókinni hælisleitandi frá Íran, miðill, sem fer huldu höfði í Hulduheimi samsíða Íslandi og í gegnum hann blandast íslömsk alkemía við ís- lenska galdrahefð og þegar Bergrún er að lýsa því sem hún sér þegar hún miðlar vísar hún stundum til og ber saman við yfirnáttúru í öðrum lönd- um. Þetta er hliðstætt Íslandi en les- andinn finnur fyrir því að þessir heimar sem eru huldir eru alls stað- ar og jafnmismunandi og löndin í mannheimum eru mörg.“ – Bókinni lýkur þannig að auðvelt væri að taka þráðinn upp aftur; er þetta byrjun á bókaröð? „Ég er byrjaður á næstu bók, en þessi bók er ein saga, það er hægt að lesa hana frá upphafi til enda og það er ekkert eftir óleyst.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.