Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 43
6.11. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 fólk og samband þeirra. Er það rétt til getið? „Ég hef áhuga á samfélaginu og eins og kem- ur fram í bæði Gildrunni og Netinu þá hef ég sérstakan áhuga á spillingu og valdbeitingu valdamikilla aðila, til dæmis stórfyrirtækja og það þarf ekki að leita langt til að rekast á efni- við. Í okkar nýfrjálsu nýlendu, Íslandi, erum við að mörgu leyti á svipuðum stað með mörg mál og Afríku- og Suður-Ameríkuþjóðir, t.d. varðandi auðlindir og nýtingu þeirra og vantar trúlega einhverja áratugi eða árhundruð til að ná samfélagsþroska hinna Norðurlandaþjóð- anna. Þetta er áhugavert og endalaus efniviður fyr- ir rithöfunda þegar samsæriskenningar blómstra og einstaklingar verða valdamiklir sökum smæðar samfélagsins.“ Illskan afleiðing, ekki frumhvöt Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú fjallar um skuggahliðar mannlífsins; get ég sagt sambland glansmyndar og glæps? „Sögupersónurnar mínar eru þátttakendur hvor í sínum hulduheiminum, önnur í dóp- smygli og hin í fjármálamisferli. Og hinar per- sónur bókarinnar tengjast þeim. Sagan í grunninn snýst um það hvernig gott fólk getur leiðst út að gera ljóta hluti, til að bjarga sér eða sínum eða af því einfaldlega að það telur að það sé að gera það sem það þarf að gera. Ég hef ekki mikla trú á illskunni sem ein- hverskonar frumhvöt. Ég held að illska sé frek- ar afleiðing. Afleiðing af afskiptaleysi eða eig- ingirni eða græðgi. Kannski er það út af þessari nálgun minni á persónurnar sem fólk hefur sagt mér að það hafi komið sjálfu sér á óvart með því að vera farið að ,,halda með“ banka- krimma og kókaínsmyglara! En þannig vil ég hafa það. Ég er ánægð ef ég næ að skapa per- sónur sem fólki þykir vænt um.“ Hefurðu fengist lengi við skriftir? „Mér finnst gaman að skrifa. Ég hef skrifað nytjatexta í mörg ár og geri enn, til dæmis handbækur og vefsíðutexta og fleira tengt upp- eldismálum, sem er mitt aðalstarf. Öll skrif eru þjálfun, bæði verður maður liðugri í meðferð tungumálsins, er fljótari að koma hugsunum sínum í orð og svo er hið einfalda atriði að vera snögg að pikka! Svo að bæði störfin mín þjálfa mig, hvort fyrir annað.“Morgunblaðið/Árni Sæberg Lukka og hugmyndavélin er skáldsaga fyr-ir börn, eftir Evu Rún Þorgeirsdóttur.Áður hefur hún sent frá sér jógabók fyr- ir börn, árið 2011. „Bókin um Lukku er sem sagt ekki frumraun en hún er fyrsta skáldsagan mín. Ég hef fengist við skriftir af og til, í lausa- blaðamennsku, en þegar ég er ekki að skrifa barnabækur kenni ég jóga, mest börnum, og þess vegna varð fyrri bókin til,“ segir Eva Rún í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Aðalpersónan, Lukka, er á ferðalagi með bróður sínum og foreldrum; hjónakornin eru fornleifafræðingar og sinna starfi sínu í smábæ á Íslandi, en börnin snúa sér að öðru á meðan. Lukka hefur yndi af uppfinningum og er einmitt með í farteskinu hugmyndavél sem á eftir að koma að góðum notum … Krakkarnir flækjast óvænt í spennandi fram- vindu sakamáls, þar sem íslenskt sauðfé hefur horfið sporlaust í stórum stíl. Hugmyndin að bókinni kviknaði fyrir meira en áratug þegar Eva nam verkefnastjórnun í Danmörku. „Við fjölluðum mikið um hug- myndavinnu og ég fór að velta fyrir mér þessum fallegu íslenskum orðum, ímyndunarafli og hug- arflugi. Hvað myndi til dæmis gerast ef ímynd- unarafl væri alvöruafl! Án þess að segja of mik- ið þá var þetta kveikjan að sögunni. Þetta er spennusaga með slettu af ævintýri.“ Eva Rún segir það hafa verið mjög skemmti- legt ferli að vinna bókina. „Ég vann með frá- bæru fólki, til dæmis Loga Jes Kristjánssyni sem teiknaði myndir sem ég er mjög ánægð með og gæða bókina lífi. Þar sem bókin er hugs- uð fyrir krakka sem eru tiltölulega nýfarnir að lesa bækur með töluverðum texta langaði okkur að hafa mikið af myndum til að hjálpa þeim; stökkið frá því að lesa myndabækur ætlaðar yngstu börnunum og í að lesa skáldsögur getur verið stórt og þess vegna vildum við hafa dálít- inn myndasögubrag á teikningunum. Textinn má ekki vera yfirþyrmandi fyrir börnin og framvindan er líka mjög hröð í sögunni; kannski má segja að hún sé myndasöguleg. Ég vona að söguþráðurinn nái að halda athyglinni hjá ung- um lesendum.“ Eva segir að þau Logi ætli að vinna meira saman. „Við sinnum mjög ólíkum störfum, ég kenni jóga og Logi er lögreglumaður, en við deilum áhuga á því að búa til sögur. Við verðum með ritsmiðju fyrir níu til tólf ára krakka í Borgarbókasafninu síðar í nóvember; þá langar okkur til dæmis til að leika okkur að þessum fal- legu orðum sem ég nefndi áðan, hugarflugi og ímyndunarafli. Ég aðstoða krakkana við að búa til sögu og Logi hjálpar til við að teikna myndir. Svo verður án efa framhald á sögunum af Lukku, segir Eva Rún. Ímyndunarafl sem alvöruafl Eva Rún Þorgeirsdóttir og Logi Jes Kristjánsson, sem teiknar myndir í bókina um Lukku. Eva Rún Þorgeirsdóttir hefur það sem aðalstarf að kenna jóga. Skrifaði jógabók handa börnum fyrir nokkrum árum en ryðst nú fram á ritvöllinn á nýjan leik, með spennusögu. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Íslenskur sjávarútvegur í alþjóðlegu samhengi Eftir Ágúst Einarsson. Útg. Háskólinn á Bif- röst og Háskólinn á Akureyri. 376 bls. innb. [...] Ágúst Einarsson hef- ur samið fróðlega og skemmtilega bók, með al- fræðilegu ívafi, um þessa undirstöðu íslensks atvinnu- lífs. Strax og bókinni er flett blasir við yfirburðaþekking Ágústs á viðfangsefninu [...] Að hætti hagfræðinnar fjallar Ágúst fyrst og fremst um áhrif af ólíku skipulagi á hagkvæmni í sjávarútvegi og grein- ing hans er í senn fagleg og í samræmi við meginstrauma í fræðunum. Umfjöllunin er stálheiðarleg og sanngjörn. Það er til fyr- irmyndar að Ágúst hleypir sínum sjón- armiðum ekki að fyrr en í lok bókarinnar í stuttum undirkafla sem nefnist „tillögur til umbóta“. Hann hefur áhyggjur af því að óviss- an sem fylgir látlausum deilum um stjórnun fiskveiða kunni að skaða þjóðarbúskapinn og mælir með skynsamlegri málamiðlun [...] Bók Ágústs er afrek. Hann stígur fram á ritvöllinn herklæddur að fornum sið en jafnframt bros- mildur, vitur, sanngjarn og afskaplega fróður um viðfangsefnið. Og bókin er skemmtileg. Þráinn Eggertsson Smásögur heimsins – Norður- Ameríka bbbbb Smásögur eftir ýmsa bandaríska höfunda. Rúnar Helgi Vignisson, Kristín Guðrún Jónsdóttir og Jón Karl Helgason önnuðust útgáfuna. Bjartur, 2016. Kilja, 264 bls. Þetta er fyrsta verk í ritröð sem mun eiga að verða fimm bindi með úrvali smásagna frá öllum heimshornum. Leggja á áherslu á að kynna „fjölbreyttar raddir, jafnt sögur eftir þekkta smásagna- höfunda tuttugustu aldar sem minna þekkta. „Hafi sög- urnar komið út á íslensku áður eru þær þýddar aftur eða þýðingarnar endurskoðaðar,“ segir í inngangi. [Þ]ýðendur eru undantekningarlaust trúir frumútgáfunum en færa þær á hag- anlegan og lipurlegan hátt á íslensku. Þá er á undan hverri sögu stuttur inngangur þar sem þýðandinn gerir grein fyrir höfundinum og verkum hans á upplýsandi hátt; þessi lesandi pirraði sig þó á skammstöfunum í þeim texta, finnst að skammstafanir eigi ekki heima ná- lægt fagurfræðilegum texta, ekki þarf lengur að spara orðin eins og þegar ritað var á bókfell. Þetta fyrsta bindi Smásagna heimins sýnir að þær eiga svo sannarlega erindi á íslensku. Þetta er feiknagott og vandað safn sem allir unnendur góðra bókmennta eiga að kynna sér. Einar Falur Ingólfsson Villibráð bbbbm Eftir Lee Child. Jón St. Kristjánsson þýddi. Kilja. 399 bls. JPV útgáfa 2016. Lee Child er með bestu spennusagnahöfundum heims. Jack Reacher ber höf- uð og herðar yfir persónur í slíkum bókum. Í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Villi- bráð er lostæti, hvernig sem á hana er litið [...] Villibráð er listilega vel skrifuð. Netið er stórt en hringurinn þrengist stöðugt og spenn- an heldur lesandanum við efnið. Inni á milli er slegið á létta strengi, en hvort sem alvarlegir hlutir eða léttúð ráða ferð á allt sinn stað og tíma samkvæmt fyrirframákveðinni dagskrá. Uppbyggingin er enda einn af helstu kostum höfundar [...] Glæpasagan Villibráð er ein af þessum spennusögum sem hefur allt. Þýðingin er góð, þótt sá sem hér hamrar á lyklaborðið hafi vanist því að talað sé um ríki í Bandaríkj- unum og fylki í Kanada. Það breytir ekki því að enn einu sinni fer Lee Child á kostum og Villibráð er gómsætasti rétturinn á veisluborð- inu um þessar mundir. Steinþór Guðbjartsson Úr umsögnum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.