Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.11. 2016 LESBÓK Sigríður Hagalín Björnsdóttirfréttakona sýndi á sér nýjahlið á dögunum þegar hún sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu: Eyland sem er lýst svo á bókarkápu: „Hrollvekjandi ástar- og spennusaga þar sem Íslandssagan tekur óvænta stefnu.“ Framan af er og ekki annað að sjá en bókin sé ósköp hefðbundin skáld- saga um skilnað og afleiðingar hans; þau Hjalti og María slíta ástarsam- bandi sínu með tilheyrandi tilfinn- ingaflækjum og leiðindum. Eftir stormasamt matarboð skilja þau að skiptum, en áður en þau ná að vinna úr sambandsslitunum, daginn eftir að María flytur út, gerist svo stór at- burður að allt annað hverfur í skugg- ann. Sigríður segir að bókin sé sprottin úr hugmynd sem hún fékk fyrir fimmtán árum, þegar tvíturnarnir féllu í New York. „Ég bjó þá úti í Kaupmannahöfn og það breyttist svo margt við árásina og ég fór að velta fyrir mér stórum atburðum sem um- bylt geta sögunni, en vann ekkert með það frekar. Svo þegar hrunið varð á Íslandi eftir að við vorum kom- in heim þá duttu brot inn í hugmynd- ina líka þegar það rofnaði ákveðið samband við umheiminn þannig að það hefur verið að mjatlast inn í þessa sögu lengi.“ Í samtalinu við Sigríði nefni ég bókina dystópíu, sem notað er yfir sögur sem lýsa samfélagi þar sem allt er farið úr skorðum á versta veg en hún segist ekki taka alveg undir þá lýsingu, þó að vissulega sé rökkur í bókinni. „Ég vissi ekkert þegar ég lagði af stað að hún yrði svona dökk, hún tók bara svolítið af mér völdin og þróaðist í þessa átt.“ – Eins og þú nefnir þá kviknaði hugmyndin fyrir nokkrum árum og síðan hefur smám saman tínst í sarp- inn, en þó ertu að mörgu leyti að lýsa því sem er að gerast í dag. Eyland tal- ar beint inn í það sem er að gerast í Evrópu í dag, pópúlíska hægriflokka, flóttamenn og hælisleitendur og hvað það er í raun grunnt á kynþátta- hyggju í samfélaginu. „Ég lærði sagnfræði og hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á hagsögu og þessari einangrun landsins, sem var alltaf mikil í gegnum söguna. Ég hef líka alltaf haft óskaplegan áhuga á þjóðernishyggju og skrifaði talsvert um hana í sagnfræðináminu. Þetta er svo frumstæð stjórnmálapæling og dúkkar alltaf upp þegar fólk er hrætt og finnst að því vegið, brýst fram. Það er kannski langt síðan það gerðist á Íslandi, en þeir atburðir og sú þróun sem ég lýsi í bókinni er eitt- hvað sem við þekkjum frá Evrópu, á Balkanskaga til dæmis og í raun hvar sem er, að fólk virðist vera fært um ótrúlega hluti þegar að verður hrætt.“ Þó að Sigríður hafi gengið lengi með hugmyndina þá segir hún að skrifin hafi gengi hratt þegar hún byrjaði að skrifa. „Ég setti mér dead- line þegar ég settist niður og byrjaði að skrifa í janúar, gaf mér þrjá mán- uði, vann á hverjum degi. Þetta var hörku púl, en ég fékk bara þriggja mánaða launalaust leyfi þegar ég var að gera þetta og að þremur mánuðum liðnum lokaði ég skjalinu og mætti í vinnuna beint í Panama-skjölin og Wintris. Það er í raun fyndið hve margt í þessari bók er skrifað inn í hluti sem voru að gerast eftir að ég skrifaði hana.“ Sigríður segist eiga fleiri hug- myndir að skáldverkum, en er ekki að flýta sér að skrifa meira, segist ætla að sjá hvernig gengur með Eyland og hvernig henni líði. „Mér fannst svolít- ið skrýtið að vera að skipta svona um fasa. Sem fréttamaður er maður svo ofsalega bundinn staðreyndum og getur ekki leyft sér neinn skáldskap og það var svolítið átak að brjótast út úr þessum faglegu forsendum sem maður setur sjálfum sér og fara í frítt flæði. En alveg rosalega gaman. Ég ætla að sjá til, ég veit ekki einu sinni hvernig mér tekst að samræma þetta. Ég hef stundum sagt að fyrir þremur mánuðum vissi enginn að þessi bók væri til, en þannig að þetta hefur gerst afskaplega hratt og verið skemmtilegt. Útgefandi minn til- kynnti mér í gær að við værum komin með útgáfusamning bæði í Frakk- landi og Þýskalandi og það er ótrú- legt ævintýri og miklu meira en ég hafði nokkurn tímann gert mér vonir um.“ Eyland ögrum skorið Í nýrri skáldsögu Sigríðar Hagalín Björnsdóttur, Eylandi, gerist atburður sem er svo afdrifaríkur að hann setur hversdagskryt í kjánalegt samhengi og þjappar þjóðinni saman. Til að byrja með. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Blómið, saga um glæp heitir ný skáldsaga Sölva Björns Sigurðssonar. Sagan hefst þegar Benedikt Valkoff vaknar í rúmi sínu við skjálfta sem aðrir virðast ekki hafa orðið varir við. Hann á afmæli þennan dag, en á afmæl- isdegi hans fyrir þrjátíu og þremur árum hvarf litla systir hans meðan foreldrar þeirra voru að heiman. Hvarfið er óupplýst og enginn virð- ist vita hvað varð um hana, en það er komið að uppgjöri. Í skáldsögunni Sonnettan eftir Sigurjón Magn- ússon segir frá því er Tómas hrekst úr kennslu við framhaldsskóla í kjölfar heitra umræðna um það hvort sonnetta Snorra Hjartarsonar, Land þjóð og tunga, sé andstæð fjölmenningu. Sum- arið eftir heldur hann til Spánar, öðrum þræði til að reyna að bjarga hjónabandi sínu, en deil- urnar um sonnettuna ná langt út fyrir landstein- ana. Ugla gefur bókina út, sem er áttunda skáldsaga Sigurjóns. Land þjóð og tunga Í kjölfar hrunsins settist Sverrir Berg Stein- arsson við skriftir og sendi frá sér spennusöguna Drekann. Nú kemur frá honum önnur slík saga, Óminni, og gerist við Seyðisfjörð. Þangað stefnir Brynjar með dóttur sinni á leið í frí á bernsku- slóðum, en fríið fer fyrir lítið þegar hann er ráð- inn til að grennslast fyrir um hver sé á bak við skemmdarverk vegna umdeilds gagnavers í firð- inum. Almenna bókafélagið gefur bókina út. Viðsjár við Seyðisfjörð Fimmta heftið af Skagfirskum skemmtisögum er komið út og ber undirtitilinn Endalaust fjör! Skagfirðingurinn og blaðamaðurinn Björn Jó- hann Björnsson tekur sögurnar saman í bókina líkt og fyrri bindi ritraðarinnar. Í bókinni eru um 200 sögur héðan og þaðan úr Skagafirði, allt frá Fljótum í norðri til Akrahrepps í suðri. Króksarar koma við sögu, Hofsósingar og nær- sveitamenn. Bókaútgáfan Hólar gefur út. Endalaust fjör í Skagafirði á landinu. Margt bendir til að þarna séu að verki aðilar úr öðrum heimi. Lögreglan fær Bergrúnu Búadóttur huldumiðil til að aðstoða við rann- sókn málsins. Fljótlega kemur í ljós að myrk og máttug öfl seilast til auk- inna valda bæði í Mannheimi og Hulduheimi. Fjórtán Víghólar Emil segist hafa fengið þá hug- mynd fyrir nokkrum árum að skrifa bók um miðil og búa þá til ramm- íslenska furðusögu sem, væri þá bland af fantasíu, norrænni glæpa- sögu og íslenskum veruleika. Hvað víghólinn varðar segist hann hafa al- ist upp í Kópavogi og þar sem leið Emil Hjörvar Petersen er einnaf frumherjum íslenskrarfurðusagnahefðar, en hann skrifaði til að mynda þríleikinn Sögu eftirlifenda sem kom út fyrir nokkr- um árum og hefur að geyma bæk- urnar Höður og Baldur, Heljarþröm og Níðhöggur, en í bókunum segir frá ásunum sem lifðu af Ragnarök, baráttu þeirra í heimi sem þeir misstu tökin á, og þróun þess heims sem er fullur af furðum. Fjórða skáldsaga Emils, Víghólar, kom svo út á dögunum á vegum Ver- aldar, en eins og segir á bókarkápu: Vinnuvélar verktakafyrirtækis eru stórskemmdar í skjóli nætur. Illa út- leikin lík finnast á nokkrum stöðum hans lá í Menntaskólann í Kópavogi gekk hann daglega framhjá þeim Víghól sem þar er að finna á Digra- neshálsi. „Þetta er því staður sem ég fer oft á og ég hugsaði með mér af hverju ekki að nýta álagblett eða álfabyggð sem stendur mér næst, því þó ég trú sjálfur ekki á yfirnátt- úruna er ég heillaður af henni og vil nýta hana og þjóðsagnarfinn.“ „Ég fór að rannsaka sagnir um Víghól og komst að því á héraðs- skjalasafninu i Kópavogi að það eru til fjórtán Víghólar á landinu, að minnsta kosti einn í hverjum lands- hluta, og þá kviknaði hugmyndin að þetta yfirnáttúrlega morðmál sem birtist í sögunni myndi tengjast þeim víghólum. Sagan hefst í Kópavogi þar sem vinnuvélar hafa verið skemmdar vegna framkvæmda nálægt Víghóli og Bergrún Búadóttir huldumiðill er fengin á svæðið til að rannsaka. Hún Emil Hörvar Petersen er einn af frumherjum íslenskrar furðusagnahefðar og sendir nú frá sér bók sem byggir á íslenskum þjóðsagnaarfi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Yfirnáttúrlegt morðmál Í Víghólum, nýrri skáldsögu Emils Hjörvars Petersen, sem byggist á íslenskum þjóðsagnaarfi, renna raunveruleikinn og hið yfirnáttúrlega saman í eitt. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Saga um glæp

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.