Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 28
’ Bólgur hafa haft lélegt orðspor og við leitumst við að drepa þær strax niður með kælingu. En bólgur eru náttúrulegt kerfi líkamans til að græða vefi. Kæling og hiti eru á meðal algengusturáða sem fólk notar til að létta á þrá-látum sársauka en þrátt fyrir að notk- un þeirra sé algeng ríkir ákveðin óvissa um hvernig eigi að beita þessum ráðum, segir Haraldur Magnússon osteópati. Sunnudags- blað Morgunblaðsins leitaði til hans um hve- nær eigi að nota hita og hvænær að kæla. Í starfi sínu sem osteópati er Haraldur vanur að fást við margskonar stoðkerfisvandamál. Algengt hefur verið að nota kælingu þegar um bráðameiðsl er að ræða en Haraldur segir að nú sé verið að draga úr þeirri notkun. „Bólgur hafa haft lélegt orðspor og við leit- umst við að drepa þær strax niður með kæl- ingu. En bólgur eru náttúrulegt kerfi lík- amans til að græða vefi. Ef þú lemur þig í þumalinn með hamri bólgnar hann upp. Bólguferlið er þannig að það kemur aukið blóðflæði á staðinn og gegnumdreypið gegn- um æðarnar eykst til þess að hleypa hvítum blóðkornum á staðinn til að þau geti farið að græða þennan skemmda vef. Það er verið að draga mikið til baka að það eigi að kæla við bráðameiðslum,“ segir hann en kæling virkar þó verkjastillandi á þessum fyrstu mínútum. Ekki kæla í upphafi meiðsla Haraldur vísar til rannsóknar sem gerð var á nagdýrum og skoðaði marða vöðva og bata- ferli. „Þá kemur í ljós að enduruppbyggingin var alls ekki jafn góð þegar kælt var. Þetta upphaflega græðiferli var truflað. Í dag mæli ég ekki með kælingu í upphafi, sérstaklega ekki fyrir íþróttafólk því þú vilt að það grói sem best, að vefirnir verði nógu sterkir til að takast á við framtíðarálagið. Þetta er stór breyting,“ segir hann og útskýrir nánar: „Kælingin er sársaukadeyfandi og virkar vel á þann hátt en með þeim kostnaði að endur- uppbygging vefsins skerðist. Þetta sýna rann- sóknir.“ Hingað til hefur helsta ráðið við meiðslum verið HVÍL, hvíld, vafningur, ís og lyfta. „Þetta hefur verið hefðbundið ráð ef þú snýrð þig á ökkla. Þetta hefur alltaf verið sagt en það voru bara ekki neinar rannsóknir sem studdu við kælingarhlutann,“ segir Haraldur en þetta þýðir þó ekki að aldrei eigi að nota kælingu. „Það á endilega að nota kælingu. Bólga í þessum bráðameiðslum er góð fyrir líkam- ann en það er þessi króníska bólga sem allt bendir til að sé skaðleg fyrir okkur. Kæling getur vel nýst einhverjum sem er með króníska bólgu og lendir í endurteknum meiðslum,“ segir Har- aldur og leggur mikla áherslu á að það sé ekki viðeigandi að kæla fyr- ir æfingar. Aðgát í útihlaupi á veturna Kæling fyrir æfingu getur gert vöðva, sinar og liðbönd stíf sem eykur hættuna á sliti þar sem teygjanleiki þessara vefja minnkar við kælingu og þeir séu þannig ekki eins vel í stakk búnir fyrir átökin, segir hann. Þetta hefur í för með sér að fólk þurfi að gæta sín betur t.d. í úti- hlaupi á veturna, passa sig að kólna ekki nið- ur og vera rétt búið. Verkjar fólk jafnvel meira í köldu veðri? „Já, sérstaklega þegar það er lægð yfir landinu. Haustið er erfitt fyrir marga gigt- arsjúklinga. Það virðist vera að það verði þrýstingsmunur inni í liðpokanum, sem veld- ur verkjum,“ segir hann. Hitapokar henta vel fyrir krónískar vöðva- bólgur, segir Haraldur. Hitinn slakar á vöðv- um og eykur blóðflæði sem skolar út úrgangs- efnum og sér vefjunum fyrir fersku blóði. Dæmi um þetta eru herðavöðvabólg- ur, segir hann. Einnig er viðeigandi í flestum til- vikum að nota hitapoka fyrir átök en sjaldn- ast á að nota hita eftir átök þar sem oft er um bólguferli að ræða. Víxlmeðferð virkar vel Síðan er til svokölluð víxlmeðferð þar sem meðferðin er hiti og kuldi til skiptis. „Kæling dregur saman æðarnar á meðan hiti er æðaútvíkkandi. Þegar þú kælir dragast æðarnar saman og blóðflæðið minnkar og síð- an kemur hitinn og opnar. Þetta er öflug að- ferð og mikið notuð í náttúrulækningum. Hún virkar vel sérstaklega þar sem það er mikil stöðnun á blóðflæði,“ segir Haraldur en þessi aðferð er áhrifarík fyrir til dæmis slæmar vöðvaharðsperrur. „Kæling getur vel nýst einhverjum sem er með króníska bólgu og lendir í endurteknum meiðslum,“ segir Haraldur. Getty Images/iStockphoto Hvort á að kæla eða hita? Víxlmeðferð með hita og kulda til skiptis er áhrifarík við harðsperrum á meðan gott er að hita vöðvabólgur. Kælingu á hinsvegar að nota eftir æfingu. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Eftir slys til að verkjastilla eða eftir æfingar/átök sem tengjast krónískum meiðslum. Kæling notast til að verkjastilla og vinna á bólgum staðbundið, t.d. tognunum, bakverkjum og höfuðverk. Hvenær á að kæla? Leggið kælipoka á svæði. Passið að ofkæla ekki, notið jafnvel viskastykki á milli kælipoka og húðar. Aðferð Ekki lengur en 20 mínútur. Hve lengi? Notist fyrir átök sem tengjast krónískum meiðslum og við vöðvabólgu, gigt og stífleika. Hvenær á að hita? Leggið hitapoka á svæði. Varist að hafa hann of heitan. Aðferð Ekki lengur en 20 mínútur. Hve lengi? HEILSA Haft er eftir Hippókratesi að ganga sé besta lyf mannsins. Það er umað gera að hafa þetta í huga um helgina, reima á sig gönguskóna og halda af stað út í náttúruna eða nánasta umhverfi. Ganga er besta lyfið 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.11. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.