Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 48
SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2016 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | Hægt að fá í mismunandi stærðum og viðartegundum. Viður/Corian Toppur GM 7700 Hnota 220x92 stækkun 1 x 100 cm. Plank GM3200 Gegnheil eik L270 D100 H74 stækkanlegt um 2x50cm Hægt að fá í fleiri stærðum og viðartegundum. Hægt að fá í mismunandi stærðum og viðartegundum. Glæsileg borðstof uborð frá naver collection í Danmörku Þar sem hefðir og h andverk fara saman Oval GM 9900 L200 D100 H74 Stækkanlegt, hver stækkun 50cm Það er eitthvað innilega fallegt við langþráðan sigur; hvort sem það er í íþróttum eða á öðrum sviðum lífsins. Jafnvel fólk sem skilur ekki hafnabolta eða hafði jafnvel aldrei heyrt á íþróttina minnst gat ekki annað en glaðst með leikmönnum og stuðnings- mönnum bandaríska liðsins Chicago Cubs þegar 108 ára bið þess eftir meistaratign lauk loksins á hádramatískan hátt í framlengingu gegn Cleveland Indians í vikunni. Liðið hefur mátt þola endlaust háð gegnum tíðina, í kvikmyndum og víðar, og margir trúðu því að það yrði aldrei aftir meistari í bandarísku hafnaboltadeildinni enda hefði kráareigandi nokkur lagt bölvun á liðið þegar honum var synjað um inngöngu með geitina sína árið 1945. Sú síðarnefnda mun hafa lyktað heldur illa. Þeirri bölvun hefur nú verið aflétt. AFP Sprikluðu af gleði AFP 108 ára bið hafnaboltaliðsins Chicago Cubs eftir meistaratitli lauk í vikunni Sú var tíðin að dagblöð á Íslandi tókust hressilega á, ef því var að skipta, enda litu þau þjóðmálin sjaldnast sömu augum. Í nóvemberbyrjun 1946 sendi Morgunblaðið Tímanum eftir- farandi skeyti í forystugrein: „Tíminn hefir verið óvenju úrillur síðan fjárlagaumræð- urnar fóru fram á Alþingi. Er nú daglega eytt mestu af rúmi blaðsins til þess að reyna að sannfæra lesendur um, að Pjetur Magnússon fjármálaráðherra sje hinn mesti óráðsíumaður, ábyrgðarlaus eyðsluseggur og eiginlega sje hann aðeins vilja- laust verkfæri í höndum ill- menna og óþokka! Vafalaust eru skiftar skoðanir manna á hæfni hinna ýmsu stjórnmálaleiðtoga. En ef leitað yrði til þjóðarinnar og hún spurð hverjir þeir væru, sem hún bæri mest traust til, myndi Pjetur Magnússon áreiðanlega verða þar ofarlega á blaði. Því að sann- leikurinn er sá, að Pjetur Magn- ússon er meðal þeirra fáu stjórn- málamanna vorra, sem allir bera traust til, sakir óvenjulegra hæfileika og mannkosta. Það er vonlaust verk fyrir Tímann að ætla með rógburði og óhróðri að hnekkja þessu almenna áliti.“ Pjetur Magnússon fæddist á Gilsbakka í Hvítársíðu 1888 og lést árið 1948. Hann var þing- maður Sjálfstæðisflokksins frá 1930 til 1948 og fjármálaráð- herra frá 1944 til 1947. GAMLA FRÉTTIN Vonlaust verk fyrir Tímann að hnekkja almennu áliti á Pjetri Pjetur Magnússon fjármálaráðherra. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Woody Harrelson kvikmyndaleikari Herbert Guðmundsson tónlistarmaður Sir Elton John tónlistarmaður

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.