Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 45
6.11. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 Margt undarlegt á sér stað ísjónvarpi. Og sumt af þvígetur verið erfitt að búa sig undir. Eins og til dæmis að fimm ára gamall drengur syngi hástöfum og kunni hvert orð í eitís-smellinum Don’t You Want Me með tölvupopp- bandinu Human League. Og það ár- ið 2016. Þetta gerðist sumsé í breska framhaldsþættinum Bannorðinu (The A Word) sem Ríkissjónvarpið sýnir um þessar mundir á mánu- dagskvöldum. Téður drengur er for- fallinn tónlistaraðdáandi, hlustar daginn út og inn gegnum heiðblá höfuðtól, og hefur af einhverjum ástæðum sérstakar mætur á eitís- músík. Það er sama hvaða lag ber á góma, hann þekkir það, flytjandann, höfundinn og útgáfuárið. Eins og að drekka vatn. Julian Cope-smellurinn World Shut Your Mouth frá 1986 er í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Greinist með einhverfu Skýr tilvísun í því en drengurinn, Joe Hughes, er einhverfur og grein- ist strax í fyrsta þættinum. Þrátt fyrir augljósar vísbendingar hafa foreldrar hans verið í afneitun og greiningin reynist þeim því afar þungbær. Álagið hefur ennfremur áhrif á stórfjölskylduna; móðurafinn er eins og grár köttur á heimilinu og hefur allt aðra sýn á það hvernig bregðast beri við. Eins móðurbróðir Joes og eiginkona hans sem nýflutt eru í smábæinn, sem er sögusvið þáttanna, frá Lundúnum til að byggja samband sitt upp að nýju eft- ir hliðarspor spúsunnar. Það er kaldhæðni örlaganna að einn fremsti sérfræðingur þjóðarinnar á sviði einhverfu er einmitt maðurinn sem kona móðurbróðurins hélt við og ber augljóslega ennþá tilfinningar til enda þótt hún segist fyrir alla muni vilja bjarga hjónabandinu. Foreldrar Joes þrýsta á hana að leita til ástmannsins fyrrverandi, Joe til heilla, og verður hún við því að fengnu samþykki bónda síns. Í andlegri stærð sinni segir hann já en meinar auðvitað nei. Engist svo all- an daginn sem fundurinn fer fram. Ekki bætir úr skák að eiginkonan svarar ekki í símann. Ítrekað. Skaut hálfan bekkinn Á heimilinu er einnig unglings- stúlka, systir Joes litla, sem hverfur hreinlega fyrir augum foreldra sinna þegar bróðir hennar greinist með einhverfuna. Þau steinhætta að sjá hana og heyra. „Það kom óður nem- andi í skólann í dag og skaut hálfan bekkinn til bana,“ segir hún í ergelsi sínu í þeirri veiku von að ná eyrum þeirra. „Ljómandi, elskan mín,“ ljúka for- eldrarnir sundur einum munni. Í ósýnileikanum sér unglings- stúlkan sér leik á borði og hyggst færa kærasta sínum meydóminn á silfurfati. Þá er hún allt í einu trufl- uð; ekki af foreldrunum, heldur kokkálaða frændanum. Kannski eins gott enda voru farnar að renna á hana tvær grímur. „Var ég að trufla eitthvað?“ spyr frændinn sposkur. „Almáttugur, nei. Við vorum bara að læra,“ segir stúlkan rjóð í vöng- um. Sá þó ekki fyrir að andartaki síðar myndi gúmmíverja magalenda á gólfinu. Hafði í fátinu límst við bak kærastans. Óopnuð. Joe litli Hughes kann best við sig í eigin heimi. Og þar er glás af eitís-músík. BBC/Fifty Fathoms EINHVERFA Í FORGRUNNI Í BANNORÐINU Á RÚV Haltu kjafti, heimur! Á skjánum Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is SJÓNVARP Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Bene- diktsson birtist í nýju hlutverki á Stöð 2 í vikunni; sem matsveinn. Þátturinn, sem Guðmundur stýrir ásamt Evu Laufeyju Hermannsdóttur á miðvikudögum, nefnist Ísskápastríð og í hverjum þætti fá Eva og Guðmundur til sín keppendur sem þau skipta með sér í lið. Keppnin gengur svo út á það að í byrjun fá þau að velja einn ís- skáp af nokkrum mögulegum og í hverjum ísskáp er hráefni fyrir forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Keppendur og liðsstjórar þurfa svo að vinna innan ákveðins tíma- ramma til að töfra fram þrjá girnilega rétti. Að lokum fellur það í hlut dómaranna að velja sigurvegara kvölds- ins. Dómarar eru áhugafólki um mat að góðu kunnir, Siggi Hall og Hrefna Sætran. Röðin er tíu þættir. Gummi Ben í eldhúsinu Gumma Ben er greinilega margt til lista lagt. Morgunblaðið/Eva Björk MÁLMUR Bandaríska málmbandið Avenged Sevenfold sendi á dögunum frá sér sína sjö- undu hljóðversskífu og ber hún nafnið The Stage. Um er að ræða konseptplötu sem hverfist um gervigreind og sjálfstortímingu samfélagsins. Hvorki meira né minna. Ellefu lög eru á plötunni, þar á meðal lengsta lag sveitarinnar frá upphafi, Exist, upp á tæpar sextán mínútur. Nýr trymbill þreytir frum- raun sína á plötunni, Brooks Wackerman, en hann er sá þriðji sem starfar með Avenged Sevenfold frá því upphaflegi trymbillinn, Jimmy „The Rev“ Sullivan, sálaðist langt fyr- ir aldur fram árið 2009. Ný breiðskífa frá Avenged Sevenfold M. Shadows, söngvari Avenged Sevenfold. Hún var svo vinsæl á níunda áratugnum að ekki kom annað til greina en að hún træði upp fyrst kvenna í tónlistarsjónvarpinu MTV. Hver man ekki eftir smellum eins og Hit Me with Your Best Shot, Love Is a Battlefield, We Belong og Invincible? Já, þú átt kollgátuna, lesandi góður! Við erum að tala um Pat Benatar og enga aðra. Úr því við erum að nudda okkur utan í eitís-músíkina hér á síðunni blasir við að dusta rykið af henni. Hvað varð eiginlega um Pat Benatar? Patricia Mae Andrzejewski fæddist í New York á því herrans ári 1953 og verður því 64 ára í janúar næstkomandi. Faðir hennar var af pólskum ættum en móðirin með þýskt, enskt og írskt blóð í æð- um. Athyglisverð blanda. Nafnið Benatar fékk hún hjá æskuástinni sinni, Dennis Be- natar, sem hún giftist nítján ára gömul. Þau skildu sjö ár- um síðar. Benatar sagði upp starfi sínu sem gjaldkeri í banka átján ára að aldri og sneri sér alfarið að söngnum eftir að hafa séð Lizu Minelli á tón- leikum. Það tók hana þó átta ár að koma fyrstu breiðskíf- unni í umferð, In the Heat of the Night, 1979. Ári síðar kom hún lagi í fyrsta skipti inn á topp 10 í Bandaríkjunum, fyrrnefndu Hit Me With Your Best Shot. Eftir það var leiðin greið og níundi áratugurinn samfelld sig- urganga. Benatar hægði á sér eft- ir það og síðasta breiðskífan, Go, kom út 2003. Hún er þó enn að túra og nærist á gömlu smell- unum. Benatar hefur alla tíð látið réttindabaráttu kvenna sig varða. Hún hefur verið gift eiginmanni númer tvö í meira en þrjátíu ár, gítarleikaranum Neil Giraldo, og á með honum tvær dætur. Nýleg mynd af Pat Benatar. Hún kemur enn fram. HVAÐ VARÐ UM PAT BENATAR? Fyrsta konan á MTV Pat Benatar á hátindi frægðar sinnar. NORSKIR BRJÓSTDROPAR RÓAR HÓSTA, DREGUR ÚR SÁRSAUKA Í HÁLSI OG LOSAR UM Í ENNIS- OG KINNHOLUM. DANSKIR BRJÓSTDROPAR MÝKIR HÁLSINN OG STILLIR ÞRÁLÁTAN HÓSTA. FÁST Í NÆSTA APÓTEKI AUÐUNN JÓNSSON KRAFTLYFTINGAMAÐUR DANSKIR FYRIR STERKA. NORSKIR FYRIR STERKARI!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.