Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 32
FERÐALÖG Pestana-keðjan opnaði nýlega tvö hótel, kennd viðfótboltastjörnuna Cristiano Ronaldo, á Madeira og íLissabon. Hvarvetna er eitthvað sem minnir á hetjuna og án efa prýðilegt fyrir aðdáendur hans að gista þar. Viltu gista hjá Ronaldo? 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.11. 2016 Marga dreymir um að farameð Síberíuhraðlestinnifrá Moskvu alla leið aust- ur að Vladivostok við Japanshaf. Eg- ill Þór Níelsson tók sér far með þess- ari goðsagnakenndu lest á dögunum, fór reyndar ekki alla leið til nefndrar borgar heldur skipti um fararskjóta í Irkutsk og fór þaðan með Mongólíu- hraðlestinni suður til höfuðbogar Kína, Beijing, og þaðan – með lest, að sjálfsögðu – áfram heim til Sjanghæ. Ferðin var hluti af rannsóknar- vinnu vegna bókar um efnahags- þróun á norðurslóðum sem Egill vinnur að ásamt Heiðari Guðjónssyni hagfræðingi. Hafði praktískt gildi „Ég heyrði fyrst af Síberíuhraðlest- inni í landafræðitíma í grunnskóla og þótti forvitnilegt að þetta væri lengsta lestarferð í heimi, en hafði þó ekki neinar sérstakar hugmyndir um að ég færi einhvern daginn með lest- inni þvert yfir Evrasíu. Hugmyndin kom upp þar sem ég starfa við Heim- skautastofnun Kína í Sjanghæ og ferðin hafði því praktísk gildi í að komast frá stað a til b eftir þátttöku á Hringborði norðurslóða, árvissri ráðstefnu í Hörpu um málefni norð- urslóða sem er sú stærsta sinnar teg- undar á heimsvísu, og lagningu horn- steins að byggingu kínversk-íslensku norðurljósarannsóknastöðvarinnar í Þingeyjarsveit,“ segir Egill við Sunnudagsblað Morgunblaðsins um ástæðu lestarferðarinnar. Vert er að geta þess að þótt enn sé oftast talað um Síberíuhraðlestina, að minnsta kosti á Íslandi, fer lestin ekki mjög hratt yfir á nútíma mæli- kvarða. Á ensku nefnist hún Trans- Siberian train og því líklega réttara að tala einfaldlega um Síberíulestina. En hvað sem því líður er ferðin áhugaverð. Eftir að hafa tryggt sér vegabréfs- áritanir til Rússlands, Mongólíu og Kína hófst ferðalagið á Keflavíkur- flugvelli 13. október en lauk í Sjanghæ að kvöldlagi 25. október. Eftir um sólahringsferðalag frá Keflavík var Moskva fyrsti áfanga- staðurinn. „Moskva er afar tilkomu- mikil borg sem vert er að sækja heim,“ segir Egill. Eftir tveggja sólahringa dvöl í höf- uðborginni tók við fyrsti ferðalegg- urinn með Síberíuhraðlestinni; 27 klukkustunda ferðalag til Yekater- inburg. „Hún er fjórða stærsta borg Rússlands og heitir í höfuðið á eigin- konu Péturs mikla. Þó að viðveran í Yekaterinburg hafi einungis verið 14 klukkustundir var kærkomið að komast í heitt rennandi vatn og fjöl- breyttara fæði,“ segir Egill en þar í borg gisti hann á hóteli í fyrsta skipti af þremur meðan á þessu langa ferðalagi stóð. Afar kærkomin sturta! „Næsta lestarferð tók tæpan sólar- hring, til Novosibirsk, sem er þriðja stærsta borg Rússlands og stundum kölluð höfuðborg Síberíu. Líkt og víða í Rússlandi eru þar veigamiklir minnisvarðar um leiðtoga Sovétríkj- anna, svo sem í formi stórrar styttu af Lenín í miðborginni, og sovéskur byggingarstíll var í forgrunni á leið- inni þó að einstaka nútímaleg hótel og verslunarkeðjur slæðist með.“ Egill dvaldi eina nótt á hóteli í Novosibirsk og síðasta næturdvölin var í Irkutsk sem er um 70 km frá hinu sögufræga Baikalvatni, sem er Á brautarpallinum í Moskvu, rétt fyrir brottför með Síberíuhraðlestinni. Vingjarnlegt viðmót í Síberíuhraðlestinni Egill Þór Níelsson starfar við Heimskautastofnun Kína í Sjanghæ. Eftir ráðstefnuna Arctic Circle í Reykjavík tók hann Síberíuhraðlestina frá Moskvu til Irkutsk og þaðan Mongólíulestina til Beijing með viðkomu í Úlan Bator, höfuðborg Mongólíu. Frá Beijing tók Egill enn eina lestina á leiðarenda. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Egill Níelsson fyrir utan óperuhúsið í borginni Novosibirsk í Síberíu. Lestarstöðin í Novosibirsk, sem er þriðja stærsta borg Rússlands og stundum nefnd höfuðborg Síberíu. Sólin gengur til viðar í Síberíu á meðan lestin brunar áfram austur á bóginn. Frá Irkutsk. Listaverk í Rússlandi endurspegla gjarnan bræðralag, segir Egill. Fólk viðrar sig í stuttu stoppi á 27 klukkutíma leið frá Moskvu til Yekaterinburg. MONGÓLÍA SÍBERÍARÚSSLAND KÍNA KASAKSTAN Leið Síberíuhraðlestarinnar Úlan bator Beijing Sjanghæ Moskva Yekaterinburg Novosibirsk Irkutsk Moskva » Yekaterinburg 2026 (km 27 klukkutíma ferð), stoppaði 14 klst í Yekaterinburg og gisti þar á hóteli. Alls um 10.300 km Það er örlítið lengra en bein loftleið frá Reykjavík til syðsta hluta Brasilíu, eða tæpir átta hringir kringum Ísland á þjóðvegi 1. Yekaterinburg » osibirskNov 1525 m (tæpur sólar-k hringur á ferð í lestinni), gisti eina nótt í Novosibirsk. Irkutsk » Beijing 2469 km (51 klst) með stuttu stoppi í Úlan bator, höfuð- borg Mongólíu. Novosibirsk » Irkutsk 3325 km (36 klst), gisti eina nótt í Irkutsk. janghæS 1000 klst) » Úlan bator 1113 km batorÚlan ijingBe 1356

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.