Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.11. 2016 Hluthafar bæði í Tesla og SolarCity þurfa að samþykkja samein- ingu fyrirtækjanna tveggja svo af verði. Gengið verður til atkvæða um sameininguna þann 17.nóvember næstkomandi en það gerir stöðuna æði flókna að Elon Musk og nokkrir aðrir eiga hluti í báðum fyrirtækjum. Samkomulag hefur því náðst um að þeir nýti ekki atkvæði sín fyrir hönd Tesla, heldur aðeins SolarCity atkvæðin. Kynning Musk á nýju sólarþökunum er talin vera hluti af ráðagerð hans um að telja hluthafa á að greiða atkvæði með samruna fyrirtækjanna. Sjálfur á hann18,4% hlut í Tesla og 21,9% í SolarCity og hefur sagt að hann vilji vinna að því að af samein- ingu fyrirtækjanna verði. Talið er nær öruggt að meirihluti hluthafa í Sol- arCity greiði atkvæði með samruna við Tesla, en meiri vafi ríkir um atkvæðin Tesla megin. Elon Musk hefur lag á því aðvekja athygli á þeim verk-efnum sem hann tekur sér fyrir hendur. Enda eru þau sjaldn- ast smá eða lítilfjörleg. Musk hefur staðið fyrir nýjum greiðsluaðferðum á netinu með PayPal, komið eldflaug upp í geim og aftur til baka með SpaceX, hann hefur náð að gera raf- bíla að lúxusvöru með Tesla- rafbílafyrirtæki sínu og nú ætlar hann að beisla sólarorkuna á nýjan hátt – með sólarsellum sem ekki sjást. Allt frá því að Elon Musk varð stærsti hluthafinn í sólarorkufyrir- tækinu SolarCity í ágúst síðast- liðnum hafa verið uppi vangaveltur um það hvað Musk ætli sér með sólarorkuna. Nú er ljóst að hann vill sameina Tesla Motors og SolarCity en eftir er að greiða atkvæði um samrunann. Í vikunni hélt hann stór- an blaðamannafund í kvikmyndaveri Universal þar sem búið var að þekja fjögur af húsunum úr Desperate Housewives, þar sem hinar mjög svo aðþrengdu eiginkonur bjuggu, með nýjum sólarknúnum þakskífum. Sólarþök eru það sem koma skal, segir Elon Musk. Hans hugmynd er að hús framtíðarinnar verði að ein- hverju leyti sjálfbær um orkufram- leiðslu. Sólarorkan sé beisluð með þartilgerðum þakskífum og orkunni svo safnað í sérstakar risarafhlöður sem veiti rafmagn þegar myrkur er. Í bílskúrnum verði svo vitanlega raf- bíll sem er hlaðinn með rafmagninu sem framleitt er fyrir tilstilli sólar- orkunnar af þakinu. Kostnaður óljós en fegurðin lykilatriði Enn er nokkuð á reiki hversu mikið þessi þök munu kosta en það sem að- greinir þau frá öðrum er að sólar- sellurnar eru hluti af sjálfum þak- skífunum. Þakið allt verður því ein stór sólarsella, í stað þess að leggja þurfi þakskífur og bæta svo klunna- legri sólarsellu ofan á það til að nýta orku sólarinnar. Musk og félagar hjá SolarCity gera sér miklar vonir um að þökin komist í almenna notkun innan fárra ára en kostnaðurinn við sólarþökin er þó enn nokkuð á reiki. Musk hef- ur þó sagt að hann vilji að sólarþökin verði ódýrari og endingarbetri en venjuleg þök. Á blaðamannafundinum sagði Elon Musk í kynningu sinni að hann teldi lykilinn að velgengni í þessum bransa vera að láta sólarsellurnar líta vel út. Þær megi ekki vera ljótur aukahlutur utan á húsum heldur verði að vera aðlaðandi og fallegar. Það var ansi klókt að halda fund- inn á setti Desperate Housewives, enda þekkir stór hluti fólks húsin vel af skjánum. Búið var að setja ný þök á fjögur húsanna á settinu til að sýna hversu vel þau falla að dæmigerðri bandarískri húsagerð. Þeir sem eru eldri en tvævetur í því að selja hugmyndina um að safna sólarorku á húsþökum segja hug- mynd Musk vel útfærða en ekki nýja. Þakskífur sem hægt sé að nota til að safna sólarorku séu þegar í sölu. Fjölmiðlaviðburður Musk, Tesla og SolarCity hafi verið vel út- færð kynning sem miði að því að auka jákvæðni fjárfesta í garð sam- einingar fyrirtækjanna. Fimm milljón þök á ári Musk er ekki í vafa um að húseig- endur í Bandaríkjunum kunni að meta það að geta nýtt sólarorku án þess að það komi niður á út- liti hússins. Fyrirtækið hefur hug á að koma þessum nýju sólarþakskífum á markað næsta sumar. Eftir miklu er að slægjast í þessum bransa, en tölur sýna að þök eru endurnýjuð á um fimm milljónum heimila í Bandaríkj- unum árlega. Sólarþök framtíðar á Wisteria Lane Sólarsellur sem líta út eins og venjulegar þakskíf- ur voru settar á þök húsa á hinni frægu sjónvarps- götu Wisteria Lane, tökustað Aðþrengdra eigin- kvenna, í vikunni. Eigi að koma sólarorku í almenna notkun þurfa sólarsellur að vera til prýði en ekki ljótir aukahlutir, segir Elon Musk. Elon Musk Vill telja hluthafa á að samþykkja samruna Ljósmynd/skjáskot af Youtube Ef einhver kann að laða að stóran hóp fjölmiðlafólks er það athafna- og uppfinningamaðurinn Elon Musk. Búið var að skipta um þök á fjórum húsum við Wisteria Lane. Tesla-rafbílum var að sjálfsögðu lagt í heimkeyrslunum. ’ Lykillinn er að gera sólarsellur á þakið eftirsókn- arverðar. Við viljum að sólarþakið líti betur út, endist lengur og kosti minna en venjulegt þak. Elon Musk ERLENT EYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is RÚSSLAND MOSKVA Leikarinn Steven Seagal hefur fengið rússneskan ríkisborgararétt, en þeimVladimír Pútín er vel til vina. Seagal mun hafa sótt það fast að fá ríkisborgararéttinn enda beri hann hlýjar ngar til Rússa og Rtilfinni ússlands. Óttast er að 239 hafi farist þegar tveir bátar með flóttafólki sukku skammt frá strönd Líbíu á fimmtudag. Tveir flóttamenn sem lifðu af greindu frá þessu en þeim skolaði á land á ítölsku eyjunni Lampedusa. BRETLAND LONDON Ríkisstjórn Bretlands mun áfrýja niðurstöðu bresks dómstóls um að það sé í höndum þingsins, ekki ríkisstjórnarinnar, að ákveða að hefja útgönguferli ríkisins úr Evrópusam- bandinu. Niðurstaða dómsins sem féll í vikunni er að þjóðaratkvæðagreiðslan, þar sem 51,9% vildu útgöngu, dugi ekki heldur þurfi samþykki breska þingsins. BANDARÍKIN Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu næstkomandi þriðjudag og kjósa sér nýjan forseta. Hillary Clinton hefur mælst ofar en Donald Trump í flestum skoðanakönnunum og er talin sigurstranglegri en þó hafa stjórnmálaskýrendur vestra bent á að alls ekki sé útilokað að Trump hafi sigur. Clinton skyldi ekki fagna alveg strax.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.