Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 8
Í PRÓFÍL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.11. 2016
FRÁSÖGN Það vakti hrylling þegar ISIS-liðar héldu
þúsundum Jasídakvenna í kynlífsþrælkun árið 2014.
Eftir að þær sluppu úr haldi fylgdi íranski stríðs-
ljósmyndarinn, Alfred Yaghobzadeh, hluta kvennanna
eftir og birti í kjölfarið umfangsmikla myndafrásögn í
franska blaðinu Paris Match sem hann kallaði: Jasída-
konur: Líkami þeirra sem vígvöllur. Hér sýnir hann
Fleur Pellerin, menningarmálaráðherra Frakklands,
þessar myndir sínar á árlegri ljósmyndasýningu í Per-
pignan í Suðvestur-Frakklandi haustið 2015.
AFPLíkaminn sem vígvöllur
BARÁTTUKONUR Tvær Jasídakonur frá Írak hljóta í ár hin virtu mann-
réttindaverðlaun Evrópuþingsins sem kennd eru við sovéska kjarneðlisfræð-
inginn, aðgerðasinnann og mannréttindafrömuðinn Andrej Sakarov. Lamia
Haji Bashar og Nadia Murad voru á meðal þúsunda Jasídakvenna sem tekn-
ar voru til fanga í Írak árið 2014 og haldið sem kynlífsþrælum mánuðum sam-
an. Síðan þeim tókst að strjúka hafa bæði Murad og Bashar unnið sleitulaust
að því að vekja athygli á ástandinu heima fyrir og hvetja yfirvöld hvarvetna
til að leggja hönd á plóg til að stöðva megi hryllinginn en fjölmargar Jasída-
konur eru enn sagðar í haldi hjá vígamönnum Ríkis íslams, ISIS.
Konurnar eru báðar frá Kocho, litlu þorpi við Sinjar-fjall í norðurhluta
Íraks, nálægt landamærunum að Sýrlandi, en ISIS náði stóru svæði á sitt
vald árið 2014, þar á meðal nefndu þorpi, og hneppti í kjölfarið þúsundir
kvenna í kynlífsþrælkun. Hafa þær Murad og Bashar lýst hryllilegri meðferð
sem konurnar urðu að þola, bæði kynferðislegri misnotkun og ýmiskonar
harðræði öðru, andlegu sem líkamlegu.
Nurad, sem er 23 ára, hefur sagt frá því þegar hún reyndi að
flýja en náðist á flóttanum og var eftir það nauðgað af nokkrum
hermönnum ISIS. Mun það hefðbundin refsing fyrir flóttatilraun.
Meðal þess sem Murad hefur vakið athygli á síðan hún slapp er
hvernig vígahópar líta á konur sem skiptimynt í viðskiptum; nokk-
urs konar stríðsgóss. Sjálf kveðst hún hafa gengið kaupum og söl-
um nokkrum sinnum.
Murad tókst að laumast á brott síðla árs 2015, eftir að hermaður
yfirgaf húsnæðið en gleymdi að læsa. Nágrannar skutu yfir hana
skjólshúsi og náðu að smygla Murad út af yfirráðsvæði Ríkis ísl-
ams. Eftir að henni tókst að komast í flóttamannabúðir í norðurhluta lands-
ins komst Murad til Þýskalands, þar sem hún hefur sótt um dvalarleyfi.
Auk Sakharov-verðlaunanna, sem konurnar munu veita viðtöku við hátíð-
lega athöfn í Strasborg í næsta mánuði, hlaut Murad í október mannréttinda-
verðlaun Evrópuráðsins, kennd við Vaclav Havel, baráttumann fyrir mann-
réttindum og fyrrverandi forseta Tékklands.
Lamia Haji Bashar, sem er aðeins 19 ára að aldri, tókst að flýja í apríl á
þessu ári eftir að fjölskylda hennar greiddi smyglurum fyrir. Á flóttanum
slasaðist Bashar þegar jarðsprengja sprakk, brenndist mjög illa í andliti en
hlaut læknismeðferð í Þýskalandi þar sem hún er nú búsett. skapti@mbl.is
Varpa ljósi á
hryllinginn
Lamia Haji Bashar sem
ásamt Nadia Murad hlaut
Sakharov-verðlaunin.
AFP
’Litið er á konur semskiptimynt í við-skiptum; nokkurs konarstríðsgóss. Murad gekk
kaupum og sölum nokkr-
um sinnum.
Nadia Murad ræðir við forseta Grikklands, Prokopis Pavlopoulos, á fundi í Aþenu í desem-
ber á síðasta ári. Hún ferðast víða til að vekja athygli á ástandinu heima fyrir.
AFP
TRÚARHÓPUR Jasídar eiga sér
langa sögu. Ekki er nákvæmlega
vitað hve margir þeirra búa í Írak
en giskað hefur verið á hálfa millj-
ón, flestir í afskepptum þorpum.
Ekki er hægt að ganga í söfn-
uðinn og honum tilheyra því ein-
ungis þeir sem fæðast innan vé-
banda hans. Margt í siðum Jasída
hefur orðið til að einangra hópinn
frá öðrum, en trú þeirra samein-
ast ýmislegt úr kristni og íslam.
Í trú Jasída er t.d. hvorki til
himnaríki né helvíti og þeir trúa á
endurholdgun. Yfirgefi einhver
söfnuðinn eða giftist út fyrir hann
er viðkomandi ekki fyrirgefið.
Hverjir eru
Jasídar?
Nadia Murad, önnur þeirra tveggja sem hlutu Sakharov-verðlaunan nýverið.
AFP
SÖGUR Nadia Murad, sem til-
nefnd var til friðarverðlauna Nób-
els í ár og var gerð að góðgerð-
arsendiherra Sameinuðu þjóðanna
í málefnum fórnarlamba mansals,
prýddi forsíðu tímaritsins Time í
apríl síðastliðnum. Valdi blaðið
hana við það tækifæri í 100 manna
hóp áhrifamesta fólks heims.
Hvatti Time til þess að heims-
byggðin hlustaði ekki einungis á
sögu Murad heldur gerði allt sem
mögulegt væri til að binda enda á
þjóðarmorð á jasídum.
Eftir að Murad slapp frá víga-
mönnum ISIS hefur hún ferðast
vítt og breitt um heiminn til að
segja sögu sína og vekja þannig at-
hygli á ótrúlegum grimmd-
arverkum sem þúsundir jasída-
kvenna urðu að þola.
Einn af 100
áhrifamestu