Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 16
VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.11. 2016 því að að hafa strítt starfsfólki á spítalanum með því að stöðva flæðið í slöngunum og virkja þannig viðvörunarmerki sem hann gerði líka í þetta skiptið og þá hljómaði viðvörunarhljóðið háværa loks og starfsfólk spítalans kom hon- um til bjargar. Ingi Þór man óljóst eftir atvikinu en Guðrún segir þetta hafa verið erfitt að eiga við á sínum tíma. „Þetta slapp nú betur en á horfðist, þetta var samt eitt atvikið af nokkrum til viðbótar við veikindin sem kom upp og maður þurfti að glíma við,“ rifjar hún upp. Hjartað kom fljótt 8. september mat læknateymið á Sahlgrenska sjúkrahúsinu ástand Inga Þórs þannig að hann væri tilbúin að fara í hjartaskiptaaðgerð og var í kjölfarið settur á biðlista. Bið eftir hjarta sem hentar líffæraþega getur tekið marga mánuði en í þetta skiptið var biðin aðeins viku- löng því kallið kom 15. september. Í slíkri stöðu þarf að bregðast hratt við og Ingi Þór fékk einungis nokkrar mínútur til að átta sig á því að nú væri komið að stóru stundinni. Guð- rún og Ásgeir voru stödd í Frakklandi, höfðu farið í nokkurra daga kærkomið frí sem starfs- fólk spítalans raunar hvatti þau til að fara í, þegar þeim bárust boðin um að aðgerðin væri að hefjast og fylgdust þau með henni að miklu leyti í gegnum Facetime í símanum. Aðgerðin sjálf tók 18 klukkustundir og Inga Þór var haldið sofandi í þrjá sólarhringa í kjölfarið með brjóstholið opið því nauðsynlegt er að komast að líffærunum með hraði ef eitthvað fer úrskeiðis. Þarna sáu þau Guðrún og Ásgeir nýtt hjarta slá í brjósti sonar síns sem þau segja hafa ver- ið mikla upplifun. „Mjög hjartnæm stund,“ segja þau blátt áfram. Húmorinn á sínum stað, en að öllu gríni slepptu segja þau sjónina hafa verið átakanlega og það hafi verið þungbært fyrir þá nánustu ættingja sem fylgdu þeim til Svíþjóðar að sjá hvað lagt var á Inga Þór. „Á sama tíma er maður samt agndofa af því að sjá hvað læknavísindin geta gert,“ segir Ásgeir. Ástæðuna fyrir því hversu stutt biðin eftir nýju hjarta var, segir Ásgeir að hluta til hafa verið tímasetninguna. „Í lok sumars eykst tíðni slysa þegar fólk er að koma aftur úr sum- arfríum sem eykur framboðið á líffærum sem berast sjúkrahúsum til líffæragjafar.“ Líf með lánshjarta Líffæragjöf er ekki einföld og hugsanirnar sem henni tengjast eru margar og sumar snerta þá grundvallarafstöðu sem fólk hefur til tilverunnar. Fjölskyldan segir blendnar til- finningar fylgja því að taka við hjarta úr Ingi Þór og heimilishund- urinn Jasmín. Á flugvellinum við heimkomuna eftir 177 daga sjúkrahúsvist. Guðrún Halldórsdóttir (föðursystir Inga) Halldór Vilhjálmsson (föðurafi) Gunnhildur Ásgeirsdóttir (föðuramma) Gunnar Þór Ásgeirs- son, Ragnar Þór Ásgeirsson, Ásgeir Halldórsson, Guðrún Brynjólfsdóttir og Ingi Þór Ásgeirsson. Ingi Þór ásamt Helga Einari Harðarsyni, frænda sínum, sem hefur tvívegis farið í hjarta- skiptiaðgerð. Gríðarstór örin á bringu Inga Þórs sýna vel umfang aðgerðarinnar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.