Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 25
vín. „Og ég er með vín sem ég kom með í inn- rituðum farangri til Íslands sem ég ætla að leyfa þeim að smakka hér í kvöld,“ segir hann. Allt skráð í fundargerðarbókina Hvað taliði um í þessum karlaklúbbi? „Nú ertu komin á hálan ís,“ segir einn úr hópnum og þeir skellihlæja. „Þetta er leyni- félag. Við förum ekki að uppljóstra neinu!“ segir Páll. „Nei, nei, við erum kannski ekki með nein stórkostleg leyndarmál en við ræð- um ýmis mál.“ Þeir útskýra að klúbburinn fari eftir lögum og reglum og hafi einkunnarorð. „Einkunnarorð klúbbsins eru samvinna, ein- ing og vinátta, og það höfum við haft að leið- arljósi. Við eigum til okkar eigin reglur og lög, höldum aðalfund, og skrifum alltaf í fund- argerðarbókina það sem kemur fram á fund- inum, “ segja þeir félagar. „Þetta er fundur númer 306!“ ’Þetta er leynifélag. Við förumekki að uppljóstra neinu! Nei,nei, við erum kannski ekki meðnein stórkostleg leyndarmál en við ræðum ýmis mál. Björn Ingi Knútsson, Sigurður Garðarsson, Örn Stefán Jónsson, Páll Hilmar Ketilsson, Valur Ketilsson, Karl Jónsson, Guðmundur Már Kristinsson, Ólafur Gunnarsson, Guðlaugur Helgi Guðlaugsson og Gylfi Kristinsson eru tíu af þeim fimmtán sem hafa hist reglulega í þrjátíu ár. Það var glatt á hjalla við matarborðið og bauð Björn Ingi upp á vín sem hann kom sjálfur með frá Ástralíu. 6.11. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Fyrir 4-6 1 kg hreindýrahakk 1 pk Tuc-kex með beikonbragði 1 ½ smátt saxaður rauðlaukur 10 stk. einiber, mulin 1 msk. smátt saxað ferskt rósmarín 2 tsk. mulinn svartur pipar 1 tsk. salt 2 stk. egg SÓSA ½ l mjólk 1 peli rjómi 1½ villisveppaostur 1 pakki kastaníusveppir smá smjör til steikingar 1 grænmetisteningur pipar Myljið kexið og blandið saman öllum hráefnunum. Hnoðið hakkið vel saman og mótið í bollur. Steikið á pönnu upp úr smjöri. Setjið bollurnar í eldfast mót og í ofn í ca 15 mín. á 180 gráður. Búið til sósuna á meðan. Setjið mjólk og rjóma út á sömu pönnu og bollurnar voru steiktar á. Rífið einn og hálfan vill- isveppaost og hrærið vel saman við. Á sér pönnu, steikið í smjöri einn pakka nið- ursneidda kastaníusveppi. Bætið svepp- unum út í sósuna. Myljið út í einn græn- metistening og örlítið af svörtum pipar. Þegar bollurnar hafa verið í ofni í 15 mínútur á að setja sósuna yfir og aftur inn í ofn í aðrar 15-20 mín. á 180 gráðum. Hreindýrabollur með sveppasósu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.