Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 17
6.11. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 40+ FEMARELLE REJUVENATE • Minnkar skapsveiflur • Stuðlar að reglulegum svefni • Eykur orku • Eykur teygjanleika húðar • Viðheldur eðlilegu hári Selma Björk er mjög ánægð með áhrifin af Femarelle 50+ FEMARELLE RECHARGE • Slær hratt á einkenni (hitakóf og nætursviti minnka) • Stuðlar að reglulegum svefni • Eykur orku • Eykur kynhvöt • Hefur engin áhrif á vef í brjóstum eða legi Femarelle skiptir Valgerði miklu máli 60+ FEMARELLE UNSTOPPABLE • Inniheldur kalsíum og D3-víta- mín sem eru nauðsynleg til að styrkja bein að innan • Stuðlar að heilbrigðri slímhúð legganga • Eykur liðleika • Stuðlar að reglulegum svefni • Eykur orku sem stuðlar að andlegu jafnvægi Eva Ólöf er hressari þegar hún notar Femarelle Lífið ætti ekki að taka stakkaskiptum við það að eldast - vertu með okkur Elskaðu.Lifðu.Njóttu. vörulínan manneskju sem í þessu tilfelli var manneskja á svipuðu reiki og Ingi Þór. Óhjákvæmilegt sé að hugsa um það og móta sér skoðanir. Ingi Þór segist sjálfur hafa leitt hugann að því að skrá sig sem líffæragjafa áður en hann veiktist og segist aldrei hafa haft neinar efasemdir um hvort hann myndi vilja þiggja hjarta úr ann- arri manneskju. „Mér finnst bara alveg ótrú- legt að þetta sé hægt og að það sé búið að finna leið framhjá svona veikindum,“ segir hann. Raunveruleikinn sé sá að fólk falli frá öllum stundum og sé hægt að nýta líffæri þess til að bjarga fólki í lífshættu hljóti það að teljast já- kvætt. Guðrún hefur jafnvel sterkari skoðun á málinu; „Í rauninni ætti það að vera bundið í lög að fólk væri skráð sem líffæragjafar nema það tæki annað fram, því fólk gleymir að skrá sig en það gerist varla ef það hefur sterkar skoðanir á því að vilja ekki gefa líffæri.“ Hjartað sem hélt áfram að stækka Þegar gamla hjartað var fjarlægt úr líkama Inga Þórs var hægt að rannsaka það frekar. Í ljós kom meðfæddur hjartagalli sem gerði það að verkum að hjartað hélt áfram að stækka eftir að það náði fullum þroska. Engin tenging fannst við gallann sem frændi Ásgeirs og Inga Þórs hafði verið með. Hægt var að gefa hjarta- lokurnar til manneskju sem þurfti á að halda og þau segja það hafa verið góða tilfinningu. Það var stórt skref að vera kominn með nýtt hjarta sem sló vel og eðlilega en Ingi Þór var enn mjög orkulítill og veikburða. Fólk jafnar sig yfirleitt hratt eftir aðgerð og engin höfnun á hjartanu var sýnileg en þrátt fyrir það brást líkami Inga Þórs ekki rétt við. Kristján hjarta- læknir ákvað því að hreinsa öll mótefni úr blóðinu og setja ný í staðinn. Eftir það tók Ingi Þór vel við sér og braggaðist hratt. Þetta var fimm daga ferli sem hjálpaði mikið og 28. októ- ber kom Ingi Þór aftur heim til Íslands, 177 dögum eftir að hafa fyrst farið á heilsugæsluna í Kópavogi með föður sínum. Reynsla á borð við þessa bætir mörgum árum við þroska ungs manns eins og Inga Þórs og hann segist sjá eitt og annað í öðru ljósi enda var þetta mikill prófsteinn á persónuleg tengsl og vinskap. „Maður sér hvern maður getur litið á og sagt: þetta er einhver sem mér þykir vænt um,“ segir Ingi Þór og foreldrar hans taka undir þau orð. Guðrún segir þau enn vera að jafna sig á álaginu og streitunni sem fylgdi veikind- unum. „Við sáum líka hverjir voru vinir í raun og hverjir ekki, merkilegast þykir manni hvernig sumt fólk hefur tilhneigingu til að draga sig í hlé frá þeim sem veikjast og jafnvel aðstandendum þeirra,“ segir Ásgeir. „Þetta er í einhverjum tilfellum gert vegna tillitssemi og jafnvel ótta en mér finnst þetta óheppilegt, því ég hef séð í gegnum tíðina að þetta eykur á vanda þeirra sem eiga um sárt að binda því af- leiðingarnar eru að fólk einangrast og vanlíðan þess eykst.“ Loksins er þó hægt að horfa fram á veginn en Ingi Þór stefnir á að hefja nám í bifvéla- virkjun á nýju ári. Stóri lærdómurinn sem þau draga af reynslunni er mikilvægi þess að taka mark á eigin sannfæringu og að fylgja hjart- anu. Morgunblaðið/Golli ’Reynsla á borð við þessabætir mörgum árum viðþroska ungs manns eins ogInga Þórs og hann segist sjá eitt og annað í öðru ljósi enda var þetta mikill prófsteinn á persónuleg tengsl og vinskap. „Maður sér hvern maður get- ur litið á og sagt: þetta er ein- hver sem mér þykir vænt um.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.