Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 35
eins og sýndist. Hvað í ósköpunum gæti haggað hinni glæstu mynd, spyr hinn. „Óvæntir atburðir, lambið mitt, óvæntir atburðir.“ (Events, my dear boy, events.) Ekki leið á löngu þar til kvennamál varnar- málaráðherra, sem ófust inn á skrifstofu hermálafull- trúa sovéska sendiráðsins, og síðan óvænt veikindi forsætisráðherrans áttu þátt í að velta honum úr sessi. Eins og fyrr sagði tilkynnti Comey, forstjóri FBI, á blaðamannafundinum að rannsóknum á máli Clin- ton væri lokið. Blaðamenn sögðu þá að þótt Hillary væri ekki gallalaus frambjóðandi og með óþægilega pinkla í farteski sínu væri hún óneitanlega mjög heppinn frambjóðandi. Heppin með forstjóra í FBI og ekki síður heppin með mótframbjóðanda. Þetta tvennt virtist hafa blúndulagt braut hennar til sig- urs. Tveggja metra maður kveður sér aftur hljóðs En þá urðu atburðir sem komu litlu drengjunum í opna skjöldu. Og stóri strákurinn (Comey er tveir metrar og þrír sentímetrar á hæð) lét til sín taka á ný. Hann sendi bréf í þingið til að láta þá þar vita af því að FBI hefði opnað glæparannsókn á Hillary Clinton á ný. Forsetaframbjóðandinn var á ný kom- inn með stöðu sakbornings. Bréfið var aðeins þrjár málsgreinar. Þurrt og óljóst eins og embættismönnum þykir fínast. En við- brögðin urðu hvorki þurr né óljós. Sprengjugnýr. Í bréfinu sagði þó ekkert um það hvaða upplýs- ingar hefðu borist forstjóra FBI frá skrifstofu hans í New York, þar sem mál meints barnaníðings, Weiner, eiginmanns Huma Abedin, voru til rann- sóknar. En Huma Abedin er nánasti aðstoðarmaður Hillary Clinton, bæði í ráðuneytinu og eftir að fram- boð til forseta hófst. Það var meira að segja sagt í bréfinu að Comey gæti ekkert fullyrt á þessu stigi um umfang né hugsanlega þýðingu upplýsinganna! Fáeinum dögum áður en þetta bréf var sent á milli húsa í Washington birtist skoðanakönnun, gerð fyrir Sjónvarpsstöðina ABC og dagblaðið Washington Post, um fylgi forsetaframbjóðenda á landsvísu. Hillary Clinton hefði nú 12% meira fylgi en Donald Trump. Aldrei áður í þessari lotu hafði munurinn verið svo afgerandi og nú hálfum mánuði fyrir kosn- ingar. Næsta könnun, eftir bréf Comey, sýndi að Trump væri með 1% fleiri atkvæði en keppinaut- urinn. Nú, fjórum dögum fyrir kosningar, kom þriðja könnun sömu aðila og er Hillary aftur komin með 3% meirihluta. Þetta eru ótrúlegar sveiflur í fylgi á ör- skömmum tíma. Aðrar kannanir sýna enn minni mun. Spennan eykst Kannanir um fylgi á landsvísu segja ekki alla sögu. Til dæmis má nefna að Hillary Clinton hefur yfir- burðafylgi í stórríkjum eins og Kaliforníu og New York. Það skiptir öllu að fá fleiri atkvæði en and- stæðingurinn. Dugi 48% atkvæðanna til sigurs er lít- ið upp úr því að fá 65%. Sá frambjóðandi sem mest fylgi fær í ríki fær alla kjörmenn þess og þeir kjósa forsetann. Þess vegna horfa menn nú mest til þeirra ríkja þar sem mjótt er á munum. Einnig þar hafði Hillary Clinton góða stöðu fyrir 2-3 vikum. En það hefur breyst. Kannanir benda til að Trump hafi unnið á síðustu daga. Það gerir mat á könnunum erfiðara að stór hluti kjósenda hefur þeg- ar kosið utan kjörstaða eða með póstkosningum. Hafi staða Hillary verið sterkari þegar kosið var, sem er líklegra, mun það halda þótt andrúmsloftið sé að breytast núna. Sennilega er óhætt að segja að fyrirvarinn sem sleginn var í Reykjavíkurbréfi hafi vaknað til lífs. Það er ekki lengur útséð um það að Hillary Clinton vinni kosningarnar. Þó má enn full- yrða að hún sé líklegri til þess, en það er ekki úti- lokað að Trump merji sigur. Í augnablikinu er byrinn með honum. Hún hefur tapað fylgi síðustu daga. Spurningin er þessi: Hefur tapið náð botni eða er áfram hreyfing í sömu átt? Sé hið síðara raunin aukast líkurnar á sigri Trump. Á Íslandi var Sjálfstæðisflokkurinn með rétt rúm- lega 20% í marktækum könnunum rúmlega viku fyr- ir kosningar og jafnvel nær þeim. En þá ákvað Birgitta kapteinn að hefja stjórnar- myndunarviðræður. Vinstri græn, Samfylking og Björt framtíð (sem þá var ekki gengin í Viðreisn) ákváðu að mæta. Það var einbeittur vilji þeirra að sýna ekki minna dómgreindarleysi en Birgitta. Og úrslitin gjörbreyttust. „Eitthvað óvænt, lambið mitt, eitthvað óvænt.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg 6.11. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.