Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.11. 2016 til að senda Inga Þór út, eitthvað sem Ásgeir vissi að er síður en svo sjálfsagt eftir reynslu frænda síns að dæma og segði heilmikið til um hversu alvarlega sá læknir teldi stöðuna vera. Heilsu Inga Þórs hélt áfram að hraka hratt og Guðrún lýsir ástandinu þannig að hún hafi átt erfitt með að fara heim á kvöldin frá spít- alanum. „Á hverjum degi var mikill munur á því hvernig hann var frá því daginn áður og sem betur fer hafði ég vit á því að taka myndir af honum og öllu ferlinu.“ Læknirinn sem hafði tekið við umsjón meðferðarinnar sagðist þó sjá jákvæð teikn í þeim gildum sem mæld- ust í blóðinu og gæfi það góða von. „Mér var bara alveg sama um það,“ segir Guðrún. „Ég horfði bara á húðina verða gráa, augun verða líflaus. Ég horfði á hann smátt og smátt fjara út þó að einhver blóðgildi væru að skána.“ Móðursjúka mamman Á nokkrum dögum hafði heilsu Inga Þórs hrakað mikið og ekki var enn búið að finna al- mennilega sjúkdómsgreiningu. Þegar Guðrún ítrekaði þessar áhyggjur sínar við lækninn fékk hún svör sem sitja enn greypt í huga hennar. „Hann sagði við mig að hann hefði ekki tíma fyrir móðursjúka mömmu í drama- kasti.“ Þessi kuldalegu skilaboð gerðu Guð- rúnu enn ákveðnari í að fylgja sannfæringu sinni og ef Ingi Þór myndi ekki lifa af myndi hún krefjast þess að vinnubrögðin yrðu rann- sökuð. Aðspurð hvort til greina hafi komið að leggja fram kvörtun vegna þessa segir hún að á þessum tímapunkti hafi einfaldlega ekkert annað komist að en heilsufar sonarins og því hafi hún ekki séð ástæðu til að eyða dýrmætri orku í slíkt ferli sem alls væri óvíst um að myndi leiða til neins. Blóðþrýstingur Inga Þórs átti það til að hrapa, því þurfti hann meðhöndlun á fleiri deildum spítalans og tveir læknar sem höfðu hann í sinni umsjá á gjörgæsludeild Landspít- alans hvöttu hjónin mjög eindregið til að þrýsta á að fá Inga Þór sendan til Gautaborg- ar. „Þessi drengur er mun veikari en þið hald- ið,“ sagði kona við þau sem starfar sem læknir á gjörgæslunni. Guðrún og Ásgeir eru henni afar þakklát því hvatningin efldi þau til dáða í að fá drenginn sendan til Gautaborgar þar sem sérhæfing í meðferð hjartakvilla er með því besta sem þekkist. Á hjartadeildinni reyndist erfitt að fá skýr svör um hvenær það gæti orð- ið en eftir að kallaður var saman fjölskyldu- fundur þar sem nokkrir læknar á deildinni voru ásamt Guðrúnu og Ásgeiri, þar sem ýmis sjónarmið um stöðuna voru viðruð, fékkst loks sú niðurstaða að Ingi Þór færi í rannsóknir til Gautaborgar 6. júní þó að einhver hefði ekki séð ástæðu til að hann færi fyrr en í júlí að sögn Guðrúnar. Hjónin taka þó fram að flest starfsfólk spítalans og deildarinnar hafi reynst þeim einstaklega vel á mjög erfiðum tímum. Á síðustu stundu Hjúkrunarfræðingur fylgdi þeim Guðrúnu og Inga Þór í flugið sem Guðrún segir að hafi ver- ið mikla þolraun. „Hann var við dauðans dyr. Hann gat ekki borðað eða drukkið og við ýtt- um honum áfram í hjólastól því hann megnaði ekki að ýta sér sjálfur. Ég efaðist alvarlega um að hann myndi lifa flugið af,“ rifjar hún upp. Eftir fyrstu skoðun á Sahlgrenska háskóla- sjúkrahúsinu var Ingi Þór svo lagður inn á hágæsludeild spítalans. Hinn 10. júní fór hann í hjartaþræðingu hjá Kristjáni Kárasyni hjartalækni sem starfar þar ytra og hann til- kynnti þeim að Ingi Þór gæti ekki farið heim nema með nýtt hjarta. Ástæða meinsins var enn sem komið var ókunn en hjartavöðvinn hafði stækkað margfalt sem hafði margvísleg áhrif. Við tæki bið á sjúkrahúsinu til að búa hann undir aðgerð. Ljóst var að ekki hefði mátt bíða mikið lengur með að senda Inga Þór til Gauta- borgar því að hjartað gaf sig endanlega 16. júní og Ingi Þór dó í raun um stund. Nauðsyn- legt var að bregðast hratt við og hann fór í 10 klukkustunda aðgerð þar sem fjórar stórar slöngur voru þræddar í gegnum brjóstið á honum og dældu blóði í gegnum hjartað á hon- um eins og það væri að slá. „Þegar við komum var honum enn haldið sofandi en bringan var ennþá opin svo hægt væri að fylgjast með blæðingum.“ Gert hafði verið ráð fyrir því að Inga Þór yrði haldið sofandi í nokkra daga en batinn var svo góður að ákveðið var að flýta fyrir því að hann yrði tengdur við Berlin Heart sem er lítil færanleg hjartavél. Sjálfur man Ingi Þór lítið eftir þessum tíma þar sem honum var haldið sofandi dögum sam- an og þegar hann vakti var hann á sterkum verkjalyfjum sem slæfðu hugann. Hann hélt þó í húmorinn því það fyrsta sem hann sagði þegar hann sá slöngurnar fjórar leiða inn í brjóstkassann var: „Ég er kolkrabbi.“ Þau Guðrún og Ásgeir segja það hafa verið mik- ilvægt enda hafi þau gert sitt besta til að halda í gleði og jákvæðni í samskiptum við Inga Þór í gegnum ferlið. „Maður kannski fór fram á gang og sparkaði í veggi en kom svo aftur inn á stofu og brosti sínu breiðasta fyrir hann,“ segir Guðrún. Ekki var hægt að setja Inga Þór strax á lista fyrir líffæraþega þar sem líkaminn þarf að vera búinn að jafna sig betur áður en hægt er að græða nýtt hjarta í hann, því tók við krefj- andi tímabil þar sem Ingi Þór þurfti að taka á öllu sem hann átti til að hreyfa sig þar sem hann var með fjórar digrar slöngur sem leiddu í gegnum bringuna og vélina í eftirdragi. Hreyfingin var þó nauðsynleg til að styrkja líkamann eftir sjúkraleguna. Óvænt lífshætta Mikill fjöldi fólks hefur í gegnum tíðina tengst við Berlin Heart-vélarnar sem hafa reynst mjög vel en Ingi Þór er hinsvegar einn þriggja sjúklinga sem lent hafa í bilun vélanna. Það gerðist um miðja nótt 18. júlí á sjúkrahúsinu þar sem skjót viðbrögð Inga Þórs urðu honum til lífs. Á vélunum eru fjölmargir skynjarar sem gefa frá sér hávær viðvörunarhljóð skynji vélin að eitthvað sé að fara úrskeiðis og hafði það gerst stöku sinnum. Í þetta skiptið kom upp bilun án þess að nokkur viðvörun heyrðist. Ingi Þór var vakandi og var að horfa á sjón- varpið þegar vélin byrjaði að dæla blóði í ranga átt með þeim afleiðingum að lungun á honum tóku að fyllast af blóði. Hann var við það að kafna og gat ekki komið upp hljóði. Neyðarrofin var of langt frá til að hann næði að teygja sig í hann enda í algerri andnauð. Á þessu krítíska augnabliki mundi hann eftir Slöngurnar sem tengdu Inga Þór við Berlin Heart vélina voru fjórar talsins og svipaðar garðslöngum að þykkt. Fjölskylda Inga Þórs fylgdi honum til Gautaborgar. Ragnar Þór Ásgeirsson, Guðrún Brynjólfsdóttir og Ragnheiður Jóns- dóttir (móðuramma Inga). Hægra megin: Ás- geir Halldórsson og Gunnar Þór Ásgeirsson. ’„Hann sagði við mig að hann hefði ekki tíma fyrir móðursjúkamömmu í dramakasti.“ Þessi kuldalegu skilaboð gerðu Guðrúnuenn ákveðnari í að fylgja sannfæringu sinni og ef Ingi Þór myndi ekkilifa af myndi hún krefjast þess að vinnubrögðin yrðu rannsökuð. Foreldrar Inga Þórs eru enn að vinna úr streitu og álagi sem fylgdi veikindum Inga Þórs . 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.