Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 30
Hvað heillar þig við tísku?Það sem heillar mig viðtísku er hvað hún fer mikið í hring eftir hring. Það kemur alltaf allt aftur í tísku meira eða minna. Nema kannski Crocs-skór, eða ég vona það þeir komi ALDREI aftur í tísku því þeir eru klárlega frá helvíti. En smelluíþróttabuxur áttunda ára- tugarins eru komnar aftur í tísku, Veiiii! Mér finnst það dásamlegt og bara þrælskemmtilegt. Mér finnst líka að tíska eigi að vera með smá húmor og maður á ekki taka hana of alvarlega. Föt eru bara föt og maður klæðist þeim til að vera ekki allsber og kalt. En tíska er eitthvað sem á að gera mann glaðan og maður getur líka notað tísku til að tjá sig. Hefur stíllinn þinn þróast mikið með árunum; ef svo er, að hvaða leyti? Já, mjög mikið. Ég er alltaf að breytast og þróast í mínum stíl. Ég klæddi mig eins og Cyndi Lauper og Madonna þegar ég var í 11 ára bekk og verslaði bara í Spúútnik og Fríðu frænku, sem var antíkbúð, og þar hófst þráhyggja mín fyr- ir „vintage“ fötum. Svo þegar ég fór í gagn- fræðaskóla þá var reif- tíska áttunda áratug- arins alls staðar og ég datt algerlega inn í hana og var með geisladiska og kassettur utan um háls- inn á mér sem hálsmen og bakpoka fullan af spreybrúsum til að spreyja á veggi bæj- arins. Svo í menntó datt ég inn í rapp- tískuna og hélt ég væri meðlimur í hljómsveitinni TLC og fékk mér svona síðar gervi- hipphoppfléttur í allt hárið á mér, þær reyndar duttu úr mér alls staðar í kringum Kvennaskólann því þær voru svo illa settar í hárið mér, haha. Í kringum árið 2000 varð ég síðan mega pæja og var mikið í magabol- um, með lokk í naflanum og stundaði ljósabekki til að vera brún. Í kringum árið 2002 þá byrjaði ég að safna aftur vintage fötum og fór að klæða mig eins og ég klæði mig í dag meira og minna. Ætli það hafi ekki verið vegna þess að þegar maður eldist þá veit maður aðeins meira hver maður er og hvað maður fílar 100% í tískunni. En ég er samt ennþá alltaf að prófa eitthvað nýtt og þegar ég hannaði fatalínuna mína, KALI, fyrir nokkr- um árum þá fékk ég tækifæri til að hanna allskonar svöl föt sem mig langaði að ganga í sjálf en átti ekki inni í mínum eigin fataskáp. Ég gerði fjórar línur fyrir KALI og í hverri línu hannaði ég eitt- hvað sem var ekki alveg týpískt fyrir mig að gera, bara til að þróast sem fatahönnuður og „keep it interesting“. Hvaðan sækir þú innblástur? Ég sæki mjög mikinn inn- blástur úr gömlum sci- fi-bíómyndum, fantasíumyndum og tryllum frá níunda áratugnum. Svo elska ég „street- style“ blogg á net- inu því ég sæki Svala Björgvinsdóttir fer sínar eigin leiðir í fatastíl og er ávallt glæsileg til fara. Ljósmyndir/Einar Egilsson Tíska á að hafa húmor Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er með ein- stakan og eftirtektarverðan stíl. Svala segir stílinn sinn hafa þróast mikið með árunum og hún sækir m.a. innblástur úr gömlum sci-fi-bíómyndum og kvikmyndatryllum frá níunda áratugnum. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Cindy Lauper var í eftir- læti á uppvaxtarárunum. Svala segir kjól frá fatahönnuðinum Zandra Rhodes bestu kaupin. Hönnun Hildar Yeoman er í uppá- haldi hjá Svölu. Svala segir smellu- buxurnar kærkomna viðbót í tískuflóruna. TÍSKA 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.11. 2016 Á laugardaginn opna netverslanir með barnavörur markað í Laugardalshöll. Til sölu verða fjölbreyttar barnavörur og barnaföt frá fjölda netverslana. Markaðurinn verður opinn laugardaginn 5. nóvember, frá klukkan 12 til 18. Barnavörumarkaður í Laugardalshöll

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.