Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 15
6.11. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Það var mikill léttir að losna við utanáliggj- andi hjartavélina sem var hávær og þung. 22. júní, þegar Ingi Þór snýr aftur á hjartadeild Sahlgrenska sjúkrahússins eftir að hafa verið tengdur við Berlin He- art-vélina, mætir þangað ungur maður að nafni Markus sem er kynntur fyrir fjöl- skyldunni sem læknanemi og hún spurð hvort hann megi fylgjast með ferlinu hjá Inga Þór. Manninn segja þau hafa verið skemmtilegan og hafa borið með sér létt- leika og lífsgleði inn á sjúkrastofuna, svo það var auðsótt að leyfa honum að fylgj- ast með. Ágætis vinátta myndaðist á milli Markusar og Inga Þórs og eyddu þeir ófáum stundum við leik í X-box tölvu sem bróðir Inga Þórs hafði fært honum á spít- alann. Eftir að hafa umgengist fjölskylduna og Inga Þór um skeið óskaði læknaneminn eftir leyfi fyrir því að fylgjast sérstaklega með hjartaskiptum Inga Þórs og fjalla um þau á ráðstefnu síðar á árinu. Það myndi krefjast þess að hann fengi að mynda og fá aðgang að öllum upplýsingum sem tengdust framvindunni í meðhöndlun Inga Þórs, það þótti sjálfsagt þar sem öll fjöl- skyldan var hæstánægð með nærveru Markusar. Fylgdi Inga Þór fyrstu skrefin í ferlinu Þegar kallið kom um að hjarta sem hent- aði Inga Þór hefði borist sjúkrahúsinu, bar það brátt að og þau Ásgeir og Guðrún voru stödd í Frakklandi í stuttri vinnu- tengdri ferð. Það var því Markus sem fylgdi Inga Þór inn í ferlið og undirbún- inginn fyrir aðgerðina ásamt móðurömmu Inga Þórs og Gunnari bróður hans. Skömmu eftir aðgerðina stóru fór einn hjúkrunarfræðingurinn að veita því athygli að Markus bað alltaf um að fá að sjá sjúkramöppu Inga Þórs þar sem allar upp- lýsingar um hann voru skráðar handvirkt jafnóðum og þær voru mældar og hann gaf henni þær skýringar að honum þætti það betra. Þetta þótti hjúkrunarfræð- ingnum grunsamlegt þar sem upplýsing- arnar eru líka skráðar í tölvukerfið þar sem mun betra er að lesa úr þeim. Við frekari könnun hennar kom í ljós að læknaneminn Markus átti í raun ekkert erindi inn á spítalann og var hvergi skráð- ur í læknanám. Plataði færustu hjartaskurð- lækna heims upp úr skónum „Hann hafði náð að svindla sér þarna inn og var með skilríki, hann var með pappíra, bréf og vitneskju. Hann var nógu klár til að plata nokkra af bestu hjartaskurðlækn- um í heimi til að fá að vera viðstaddur 18 klukkustunda hjartaskiptiaðgerð,“ segir Guðrún forviða og bætir við að þrátt fyrir vinalega framkomu Markusar og að hon- um og Inga Þór hafi orðið vel til vina hefði hún viljað sleppa við þessa furðu- legu atburðarás sem hefur haft talsverðar afleiðingar. „Sjúkrahúsið kærði sjálft sig til lögreglu því sænskar reglur gera ráð fyrir því. Upp úr því hófst lögreglurann- sókn og síðan er búið að breyta öryggis- reglum á sjúkrahúsum í allri Skandinavíu vegna þessa. Út af okkar manni!“ segir Ásgeir í tón sem gefur til kynna vantrú á því hvernig hlutirnir æxluðust. Sérstaklega hafi þetta verið óþægilegt fyrstu dagana eftir aðgerðina þar sem þau vissu ekki hvað Markusi hefði gengið til og hvernig hann ætlaði sér að nýta upp- lýsingarnar sem hann hafði sankað að sér. Líffærastuldur er áhættuþáttur sem er tekinn mjög alvarlega á slíkum stofnunum og gerir það enn ótrúlegra að hægt hafi verið að komast framhjá öllum örygg- isráðstöfunum og inn í aðgerð af þessari stærðargráðu. Ásgeir stóð því því vörð um son sinn í nokkra daga eftir aðgerðina stóru. Ingi Þór segist þó hafa átt í litlum erf- iðleikum með að fyrirgefa Markusi sem er búinn að skila öllum gögnum og ljós- myndum sem hann tók af ferlinu og biðja fjölskylduna afsökunar. Þegar málið var rannsakað kom í ljós að hann hafði átt móður sem starfaði á spítalanum en var í veikindaleyfi og hann hafði upphaflega komist inn á spítalann með aðgangskorti hennar. LÆKNANEMI VILLTI Á SÉR HEIMILDIR Boðflenna á sjúkrahúsinu Á göngum Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. Boðflennan Markus sést fyrir miðri mynd. Vel er fylgst með bata Inga Þórs og þarf hann að mæta reglulega á sjúkra- h́úsið til rannsókna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.