Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 18
I nga Sæland er á kaffispjalli við félaga sína í kosningamiðstöð Flokks fólksins í Faxafeni þegar mig ber að garði. „Já, það er Morgunblaðsmaðurinn,“ segir hún og virðir mig rannsakandi fyrir sér. „Við skulum koma inn á skrifstofu.“ „Þú verður að vera góður við hana,“ kalla félagarnir kersknislega á eftir okkur. Þeir vita sem er að ekki þarf að hafa sérstaka aðgát í nærveru formannsins enda liggur fyrir að Inga hefur munninn fyrir neðan nefið. Talið berst strax að nýafstaðinni kosninga- baráttu og tilvist Flokks fólksins yfir höfuð. „Þetta hefur verið eitt stórt ævintýr; ég bjóst aldrei við því að þessi bolti yrði svona stór,“ segir Inga. „Markmiðið var að fara af stað af hugsjón til að útrýma fátækt og spill- ingu og vinna fyrir fólkið í þessu landi, ekki síst börnin okkar.“ – Hvernig byrjaði þetta? „Ég er bara gömul amma í laganámi, sem ég sagði mig frá í bili til að sinna þessari bar- áttu. Ég byrjaði á því að búa til síðu á netinu og kallaði hana Flokk fólksins; fannst það eiga við okkur. Það komu tuttugu manns á stofn- fundinn á Salatbarnum og ég fann strax að það var mikill hugur í fólki. Það kom mér svo sem ekki á óvart, fólk er búið að fá nóg. Þetta vatt hratt upp á sig. Einn daginn mis- bauð mér málflutningur manns á Útvarpi Sögu, hann talaði með svo ósmekklegum hætti niður til fólks, þannig að ég hringdi þangað og æsti mig. Eftir það hringdi séra Halldór Gunnarsson í mig, honum hugnaðist greini- lega málflutningur minn og vildi leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Síðan hefur hann verið traustur bakhjarl. Það kom sér vel enda hefur ekkert okkar í Flokki fólksins verið í pólitík áður, nema Magnús Þór Hafsteinsson.“ Lögblind frá frumbernsku – Flokkur fólksins hefur skorið upp herör gegn hinu hefðbundna flokkakerfi. Er það ekki rétt skilið? „Jú, það er enginn annar flokkur í þessu beinlínis til þess að rétta hlut þeirra sem verst kjörin hafa. Hvorki stórir flokkar né smáir. Kannski vegna þess að enginn þeirra hefur lögblindan formann nema Flokkur fólksins,“ segir Inga en hún hefur aðeins 10% sjón. Hún missti sjónina nokkurra mánaða gömul í kjöl- far hlaupabólu og heilahimnubólgu. „Ég þekki ekki annað. Ég hefði ekki viljað missa sjónina seinna á lífsleiðinni. Það hefði orðið mun erf- iðara.“ Þess utan gerir hún lítinn sem engan grein- armun á litum; sér aðeins dökkt og ljóst. „Ég get mér þess til að þú sért í svörtum leð- urjakka. Það er einfaldlega líklegra en að hann sé rauður.“ Hún skellir upp úr. Var það ekki bara James heitinn Dean sem púllaði þann lit? „Ég hef þurft að hafa fyrir lífinu,“ heldur hún áfram að svara spurningunni. „Hvernig geta milljónamæringar, fæddir með silf- urskeið í munninum, skilið hvernig það er að skrimta hér á lágmarkslaunum? Hvernig geta menn sem baka fínar marsípankökur sett sig í spor þeirra sem ekki geta bakað neina köku?“ Stórkostlegur árangur – Ertu ánægð með fylgi ykkar í kosning- unum? „Með tilliti til þess að við erum ekki hefð- bundinn flokkur með kjördæmastjórn, mið- stjórn og hvað þetta allt heitir, ekki ennþá, þá get ég ekki annað en verið hæstánægð. Við höfðum sama og ekkert fjármagn á bak við okkur í þessari kosningabaráttu en samt greiddi á sjöunda þúsund manns okkur sín dýrmætu atkvæði. Það er stórkostlegur ár- angur. Ég er svolítið hugsi yfir 5% þröskuld- inum. Væri hann ekki til staðar væri Flokkur fólksins núna með fjóra menn á þingi; tvo kjördæmakjörna og tvo uppbótarþingmenn. Þetta kerfi er greinilega smíðað utan um stóru flokkana og fróðlegt væri að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort þetta stenst lög. Þessi regla er alla vega ekki lýðræðisleg.“ – Eftir þetta góða gengi haldið þið vænt- anlega ótrauð áfram. „Þú getur rétt ímyndað þér! Við erum gjör- samlega einhuga. Baráttan fyrir næstu al- þingiskosningar er þegar hafin og það er óvíst að við þurfum að bíða í þrjú og hálft ár eftir þeim kosningum. Þar sem við vorum yfir 2,5% fylgi erum við komin á fjárlög sem kemur að sjálfsögðu til með að hjálpa okkur. Fyrsta mál á dagskrá verður að gera upp við þá sem hafa lánað okkur peninga til þessa og það eru ekki lánastofnanir heldur venjulegt fólk út af spari- reikningum sínum. Annað mál á dagskrá verð- ur að leita að tólf til fimmtán fermetrum undir skrifstofu; við skilum þessari kosningaskrif- stofu af okkur um mánaðamótin. Yfirbygg- ingin í þessum flokki er og verður engin.“ Vanmetum ekki nýliða – Þannig að stefnan er sett á þingsæti í næstu kosningum? „Það er ekki nokkur spurning! Og við mun- um veita stjórnvöldum, hver sem þau verða, aðhald á þessu kjörtímabili. Fyrsta verkið var að boða til mótmælafundar á Austurvelli á laugardaginn [í dag] klukkan 14 og við mun- um halda áfram að mótmæla eins lengi og þess er þörf. Um næstu helgi er meiningin að kynna framtíðarsýn okkar, þar sem heilbrigð- ismálin verða fyrirferðarmikil. Við viljum ná í fólkið okkar og virkja það með okkur.“ – Stefnirðu á ráðherrastól? „Svo langt er ég ekki farin að hugsa. En ég er í pólitík til að hafa áhrif og sé enga ástæðu til að vanmeta nýliða. Það er ekki nóg að vera með mikla þingreynslu ef menn geta ekki unnið að þjóðarhag.“ – Nú er meira en segja það að stofna stjórn- málaflokk og bjóða sig fram til þings. Tóku al- mannatenglar þig í gegn fyrir slaginn? „Ekki aldeilis,“ segir Inga og skellihlær. „Ég fór ekki á eitt einasta námskeið til að læra að koma fram og brosa. Það hefur alltaf gefist mér best að vera ég sjálf og ætli ég fari nokkuð að breyta því úr þessu. Ég naga meira að segja ennþá neglurnar.“ Hún brosir. – Kom eitthvað þér á óvart í kosningabar- áttunni? „Já, margt. Til dæmis hvað það er erfitt að komast að í fjölmiðlum, sér í lagi sjónvarpi. Ríkissjónvarpið gaf okkur tækifæri til að kynna okkar stefnu en við fengum ekki að vera með á Stöð 2 nema í einhverju sprelli hjá Loga að kvöldi kjördags. Öðrum nýjum flokki, Viðreisn, var hins vegar kippt strax inn og var alla kosningabaráttuna jafnsettur flokkunum sem áttu menn á þingi. Hvaða réttlæti er fólg- ið í því? Það skiptir verulegu máli að komast að í umræðunni, sérstaklega þegar flokkar eiga ekki peninga til að auglýsa sig. Sjálfstæð- isflokkurinn auglýsti grimmt í fjölmiðlum á lokaspretti kosningabaráttunnar og það skil- aði sér. Annars gekk þessi kosningabarátta svo hratt fyrir sig að við erum eiginlega bara ringluð og með svima. Búin að baka mörg þús- und vöfflur.“ Hún hlær. Talar íslensku – Hvað sem aðgengi að sjónvarpi líður þá tók fólk eftir þér og málflutningi þínum í þessari kosningabaráttu. Þú gerir þér grein fyrir því? „Já, það geri ég. Ætli fólki finnist ég ekki hafa talað íslensku! Ég kem alltaf til dyranna eins og ég er klædd og myndi aldrei ljúga að þjóðinni.“ – Geturðu lofað því, hér og nú, að ljúga aldr- ei að íslensku þjóðinni? „Já, það get ég gert. Ég myndi aldrei ljúga „Við munum veita stjórnvöldum, hver sem þau verða, aðhald á þessu kjörtímabili,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Morgunblaðið/RAX Myndi bara ljúga mér til lífs Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, vakti athygli fyrir aðsópsmikla framkomu í nýafstaðinni kosningabaráttu og náði eyrum fólks, hvort sem það var sammála henni eður ei. Hún segist rétt að byrja í stjórnmálum og setur stefnuna á þing í næstu kosningum enda sé ærið verk að vinna og gömlu flokkarnir hafi enga burði til að útrýma fátækt og spillingu í landinu. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Mynd: Ragnar Axelsson rax@mbl.is ’Annars gekk þessi kosninga-barátta svo hratt fyrir sig aðvið erum eiginlega bara ringluðog með svima. Búin að baka mörg þúsund vöfflur. VIÐTAL 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.11. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.