Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 24
MATUR Lárpera á það til að vera óþroskuð og hörð og erfitt að bíða eftir aðhún verði tilbúin. Til að flýta fyrir, setjið lárperuna í álpappír og inn í ofn í a.m.k. 10 mín. á 95°C. Látið svo kólna í ísskáp. Mjúk og klár! Lárpera klár á 10 mínútum 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.11. 2016 B jörn Ingi Knútsson hrærir fag- mannlega í sósunni og húsið ilmar af hreindýrabollum sem malla í ofninum. Gestirnir eru á leiðinni og allt að verða klárt fyrir fund númer 306 hjá vinaklúbbnum Storminum. Hittast tíu sinnum á ári Þeir eru fimmtán talsins æskufélagar úr Keflavík sem hafa hist reglulega, nánast mán- aðarlega, í þrjátíu ár. Karlarnir í klúbbnum eru fæddir á bilinu 1957 til 1966 en flestir eru árgerð 1961 eða 1962. „Við hittumst alltaf fyrsta miðvikudag í mánuði nema í júlí og ágúst en þá er frí. Svo förum við alltaf saman til útlanda á fimm ára fresti. Í ár fórum við í ellefu daga siglingu um Karíbahafið og Suður- Ameríku, með mökum,“ segir Björn Ingi. „Við ákváðum að tryggja vinaböndin með þessum klúbbi og það er alveg magnað að við höfum náð að hittast einu sinni í mánuði í þrjátíu ár.“ Hreindýr sonarins komið í bollur Á fundunum er alltaf borinn fram kvöldverður en auðvitað eru þeir misgóðir kokkar að sögn Björns Inga. „Við erum nokkrir í hópnum sem höfum mikinn áhuga á mat og erum ansi lið- tækir í eldhúsinu.“ Í matinn hjá Birni Inga er hreindýr sem sonur hans skaut í fyrra. „Þetta eru hrein- dýrabollur og ég blanda þær ekki með öðru kjöti. Ég set í hakkið egg, rauðlauk, einiber og rósmarín og síðan Tuc-kex,“ segir Björn og út- skýrir að hann helli svo sósunni yfir bollurnar. Björn Ingi er „gourmet“-kall Það verður strax kátt á hjalla þegar vinirnir birtast einn af öðrum inn úr myrkrinu og inn í notalegu stofuna. Búið er að kveikja upp í arn- inum og á Björn Ingi gengur um og kveikir á kertum. Páll Ketilsson fréttamaður talar fal- lega um vin sinn. „Hann hefur alltaf verið mik- ill „gourmet“-kall, bæði í mat og víni. Það er mjög gaman að borða hjá honum. Ég er með þrjátíu ára reynslu í því,“ segir hann og brosir. Kom með vín frá Ástralíu Líflegar umræður ríkja í stofunni. Þeir félagar fara strax að rifja upp gamla daga, enda af nógu af taka. Flett er í fundargerðarbókinni og sagðar sögur. Björn Ingi segist hafa lært heilmikið í eldamennsku þegar hann var messagutti fyrir mörgum áratugum. Hann er einnig mikill vínáhugamaður og fer gjarnan í ferðir til að kynna sér vín. „Ég ætla í kvöld að segja þeim frá ferðinni sem ég fór í til Ástralíu og Nýja-Sjálands,“ segir Björn Ingi en þangað fór hann til að kynna sér þarlend Í gegnum súrt og sætt í þrjátíu ár Gamlir vinir úr Kefla- vík hittast alltaf fyrsta miðvikudag í mánuði, borða saman og leysa lífsins gátur. Það er klúbburinn Stormur sem fagnar nú þrjátíu ára afmæli á árinu. Björn Ingi Knútsson, einn af matgæðingum klúbbsins, bauð til veglegrar veislu og var hvergi sparað Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Karl, Sigurður, Guðmundur og Páll rýna í fundargerðarbókina góðu en í hana hafa þeir samvisku- samlega skráð alla fundina 306. Stundum lesa þeir saman gamlar færslur og rifja upp góðar stundir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.