Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 38
LESBÓK Söngsveitin Fílharmónía syngur í Háteigskirkju á morgun, sunnudag,kl. 17. Flutt verða kórverk eftir m.a. Trond Kverno og William Byrd, sem kórinn mun flytja í kórakeppni í Póllandi næsta sumar. Fílharmónían í Háteigskirkju 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.11. 2016 H ér í húsinu er góður andi og gott að skapa, enda bjó þjóðskáld Dana hérna um tíma,“ segir Hrafnkell Birgisson vöruhönn- uður þegar hann tekur á móti blaða- manni á vinnustofu sinni skammt frá Konunglega leikhúsinu í hjarta Kaupmannahafnar. Á framhlið húss- ins við hliðina á lógói stúdíósins BerliNORD, sem Hrafnkell á og rekur, er skjöldur með nafni H.C. Andersen sem bjó í húsinu að Tordenskjoldsgade seint á nítjándu öld. Þegar blaðamann ber að garði eru aðeins nokkrir dagar í opnun sýningar í menningarhúsinu á Norð- urbryggju þar sem Hrafnkell frum- sýnir í Danmörku nýja lampalínu frá BerliNORD sem nefnist Tools You Light sem hann hannaði í samvinnu við Sebastian Summa og Pop Corn Design. Spurður hvers vegna hönnun hafi orðið fyrir valinu á sínum tíma segir Hrafnkell að listrænt nám hafi kitlað hann frá unga aldri. „Samt munaði sáralitlu að ég hefði orðið veður- fræðingur, því ég var búinn að skrá mig í jarðeðlisfræði við Háskóla Ís- lands, enda hafði ég alltaf haft mik- inn áhuga á veðurfræði,“ segir Hrafnkell sem daðraði einnig við drauminn um að verða leikari eða flugumferðarstjóri. „Móðir mín var myndmenntakennari minn þegar ég var barn og það blundaði í mér list- ræn hneigð sem varð öðru yfirsterk- ari,“ segir Hrafnkell sem fór í teikni- tíma eftir menntaskóla og dreif sig að lokum í fornám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands áður en leiðin lá til Þýskalands í fimm ára nám við Listaháskólann í Saarbrücken. „Ég sótti um í fjórum þýskum skólum og komst alls staðar inn, en það gerði útslagið um val mitt að Form, virt- asta hönnunarblaðið í Þýskalandi, gerði úttekt á hönnunarnáminu í landinu og fjallaði lofsamlega um skólann í Saarbrücken. Ég valdi hann líka vegna þess hversu mikil nálægð var þar milli myndlistar og hönnunar.“ Kennslan veitir innblástur Samhliða störfum sínum sem vöru- hönnuður á Íslandi, í Danmörku og Þýskalandi sl. 15 ár hefur Hrafnkell sinnt kennslu við Listaháskóla Íslands, Danmarks Designskole, Myndlistaskólann í Reykjavík, Bau- haus Universität í Weimar, Kunst- hochschule Kassel og CCA í San Francisco. „Ég hef alltaf sótt í að kenna vegna þess að ég fæ svo mikið út úr því að vinna með fólki sem drif- ið er áfram af áhuga og er enn að mótast,“ segir Hrafnkell og bætir við að yngra fólk hafi oft opinn huga sem sé gefandi. „Það veitir mér mikinn innblástur að vinna með yngra fólki,“ segir Hrafnkell og rifjar upp að þegar hann 2004 setti af stað verkefnið Vík Prjónsdóttur hafi hann valið saman hönnuði sem hann hafði að hluta til kynnst í kennslu, en í hópnum voru Brynhildur Pálsdóttir, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, Þuríður Rós Sigurþórsdóttir og Egill Kalevi Karlsson. „Fyrir þremur árum stýrði ég stóru verkefni við Danmarks Designskole í samvinnu við þýska postulínsframleiðandann Rosenthal þar sem nokkrar hugmyndir nem- enda fóru í framleiðslu hjá fyrirtæk- inu, sem er mjög óvanalegt – en er í raun staðfesting á því hversu vel verkefnið heppnaðist og hversu góð- ur skólinn hér er,“ segir Hrafnkell en bætir við að því miður eigi skólinn mikið undir högg að sækja. „Það er sorglegt að horfa upp á það sem er hér í gangi. Stjórnendur skólans hafa verið skikkaðir til að taka inn 30% færri nemendur og voru að segja upp 40 starfsmönnum í vik- unni. Þá á að leggja niður brautir og áfanga á meistarastigi sem nýbúið er að þróa. Þetta er mjög mikið áhyggjuefni,“ segir Hrafnkell og bendir á að margir Íslendingar hafi sótt sér menntun við skólann. Hönnunarnám berskjaldað Þar sem Hrafnkell hefur búið og starfað í þremur löndum liggur beint við að spyrja hvort hann skynji mik- inn mun á stöðu hönnunar milli landa. „Já, það er heilmikill munur. Í Þýskalandi hefur hönnunarnám ver- ið sjálfstæðara, en samtímis í nánum tengslum við myndlist og arkitektúr. Hér í Danmörku sprettur hönnun nær eingöngu úr handverkinu og kannski sökum þessa er hönnunar- námið berskjaldaðra fyrir niður- skurði en aðrar listgreinar. Á sama tíma eru Danir gríðarlega stoltir af hönnun sinni, en það nær e.t.v. fyrst og fremst til þekktu nafnanna eins og Arne Jacobsen, Poul Henningsen og Kay Bojesen. Sumir sjá ekki mikilvægi þess að nýsköpun í hönn- un fái að eiga sér stað á eigin for- sendum eins og í myndlistinni. Hér virðist í dag of lítil viðurkenning á því að hönnunarmenntun skili sér óbeint til samfélagsins. Það er of mikið horft beint á hagrænu mæli- stikurnar, sem er áhyggjuefni því ég hélt að hönnunarnámið væri betur varið í ljósi menningararfleifð- arinnar.“ Vinnur með söguna Spurður nánar um lampalínuna Tools You Light segir Hrafnkell lampana, sem framleiddir eru úr kopar, messing og áli, upphaflega hafa verið hannaða fyrir um áratug sem bökunarform úr áli undir heit- inu Tools You Bake. Formin voru og eru framleidd á litlu málmverkstæði í Berlín sem nefnist Hugo Bräuer Metallwaren. „Ég hef í hönnun minni alltaf haft áhuga á samfélags- legri ábyrgð, þ.e. hvar og hvernig varan er framleidd. Það gerir mig að einhverju leyti að hugsjónamanni,“ segir Hrafnkell og bendir á að með samstarfinu við Hugo Bräuer Metallwaren, líkt og með samstarf- inu við Víkurprjón á sínum tíma, hafi hann viljað nýta eitthvað sem væri til. „Það hefur verið leiðarstef í minni hönnun að vinna með söguna og að nýta það sem er til, hvort sem það hafa verið bollar eða verkstæði með ákveðna tæknimöguleika og verkfæri,“ segir Hrafnkell og bendir á að verkstæðið í Berlín hafi áður framleitt m.a. mótorhlífar og hljól- koppa. „Bökunarformin spruttu upp úr löngun til að nýta rykfallin verkfæri uppi í hillu og svo verða lamparnir til úr rykföllnum bökunarformum,“ segir Hrafnkell kíminn og segir ekk- ert launungarmál að auðveldara sé að markaðssetja lampa en bökunar- form. „Þegar við Sebastian hönn- uðum bökunarformin vorum við ekk- ert að spá í það hvort þau væru söluvænleg, við vorum meira að horfa á listræna gildið og skilaboðin sem myndu mögulega felast í hlutn- um. Þannig urðu þessi form til. Við höfum ákveðinn einfaldleika að leið- „Ég hef í hönnun minni alltaf haft áhuga á samfélagslegri ábyrgð, þ.e. hvar og hvernig varan er framleidd. Það gerir mig að einhverju leyti að hugsjónamanni.“ Morgunblaðið/Einar Falur „Spennandi tímar framundan“ Hrafnkell Birgisson vöruhönnuður hefur í hönnun sinni alltaf haft áhuga á samfélagslegri ábyrgð. Ljós í ýmsum formum eiga hug hans allan um þessar mundir, en lampalínan Tools You Light er nú til sýnis á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.