Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 3
„Við Íslendingar stöndum framarlega í baráttunni gegn krabbameini. Nú gefst okkur tækifæri til að leggja lið mikilvægum rannsóknummeð því að taka þátt í þjóðarátaki gegnmergæxlum. Árangur þessarar umfangsmiklu rannsóknar er undir því kominn að þátttaka verði almenn svo unnt verði að byggja á henni til framtíðar. Sem verndari þessa átaks höfða ég til landsmanna allra að ganga til liðs við færustu vísindamenn okkar, sem vinna að þessu verkefni í þágu okkar allra.“ VERNDARI VERKEFNISINS Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands 1980–1996 ÞJÓÐARÁTAK GEGN MERGÆXLUM Á næstu dögum fer í hönd ein umfangsmesta blóðskimunar- rannsókn sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Öllum einstaklingum eldri en 40 ára (fæddum 1975 eða fyrr) búsettum á Íslandi, verður boðin þátttaka. Tilgangur rannsóknarinnar er aðmetamögulegan ávinning af því að skima fyrir forstigi mergæxlis. Metið verður hvort skimunin sé hagkvæm, hvaða áhrif vitneskja um forstig krabbameina hefur á lífsgæði einstaklinga og hvort unnt sé að læknamergæxli með því aðmeðhöndla það fyrr en nú er gert um allan heim. Talið er að 4% fólks yfir fertugu sémeð forstigið og að árlega þrói 1% þeirra með sér mergæxli. ÞAÐ ER EINFALT AÐ TAKA ÞÁTT Til að taka þátt þarftu einungis að veita samþykki. Næst þegar þú ferð í blóðprufu af einhverjum ástæðummunum við fá hluta af blóðsýninu til að skima fyrir forstigimergæxlis.Þú þarft ekki að fara í sérstaka blóðprufu vegna rannsóknarinnar. Á www.blodskimun.is finnur þú allar frekari upplýsingar um rannsóknina, auk þess sem hún er vandlega útskýrð í bæklingi sem fylgir þátttökubeiðninni. Ein viðamesta vísindarannsókn Íslandssögunnar LEGGÐU OKKUR LIÐ Blóðskimun til bjargar Þjóðarátak gegn mergæxlum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.