Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11. 2016 LESBÓK FRJÓSEMI Málmheimum bættist góður liðsauki síðast- liðinn mánudag þegar eiginkona Kikos Loureiro, gít- arleikara þrassbandsins Megadeth, ól tvíbura. Komu þeir í heiminn í Finnlandi en þaðan er frúin. „Dýrmætur dagur,“ tísti faðirinn stoltur. Það var fleira sem Lou- reiro gat glaðst yfir í vikunni en Dave Mustaine, eigandi Megadeth, vísaði þrálátum orðrómi þess efnis að gít- arleikaranum hefði verið sagt upp störfum á bug. „Ég er ekki búinn að reka Kiko. Ég elska kauða. Hann er núna í Finnlandi með eiginkonu sinni að eiga tvíbura,“ tísti Mustaine og bætti við að Loureiro væri besti gít- aristi sem hann hefði unnið með. Og vænsti drengur. „Mér líður eins og ég hafi þekkt Kiko allt mitt líf,“ segir hann en Loureiro gekk til liðs við bandið í fyrra. Loureiro með tvíbura Kiko Loureiro með tvíburana. Twitter ÓLÍKINDI Ef einhver núlifandi Bandaríkja- maður er meira ólíkindatól en nýkjörinn for- seti, Donald Trump, er það líklega W. Axl Rose, söngspíra málmbandsins goðsögu- kennda Guns N’ Roses. Nú eru þeir félagar komnir í hár saman en Rose snupraði Trump í vikunni eftir að hann krafðist þess að leik- endur í söngleiknum Hamilton bæðu Mike Pence, verðandi varaforseta, afsökunar á því að hafa „áreitt“ hann á sýningu fyrir skemmstu. „Hættirðu aldrei að væla?“ tísti Rose. „Afsökunarbeiðni? Ertu að grínast?! Þú vannst og svona er starfið. Láttu þig hafa það eða hunskastu út úr eldhúsinu.“ W. Axl Rose snuprar Donald Trump W. Axl Rose á tónleikum með Guns N’ Roses. AFP Fences, leikrit Augusts Wilson,sló rækilega í gegn þegar þaðvar frumsýnt fyrir 33 árum og hlaut bæði Tony- og Pulitzer- verðlaunin fjórum árum síðar. Eftir það ætlaði Norman Jewison að gera kvikmynd eftir leikritinu og fá Eddie Murphy, sem þá var sjóðheit- ur, til að leika aðalhlutverkið, Troy, fyrrverandi hafnaboltahetju sem dregur fram lífið sem sorptæknir í Pittsburgh á sjötta áratugnum. Þau áform runnu hins vegar út í sandinn þegar Wilson stappaði niður fæti; kvikmynd eftir verkinu yrði ekki gerð nema þeldökkur leikstjóri væri við stjórnvölinn. „Hvítir telja sig hafa forræði yfir reynslu okkar,“ sagði hann árið 1990. Wilson sat við sinn keip uns hann kvaddi þennan heim árið 2005, sextugur að aldri. Frumsýnd á jóladag Það er loksins nú, ellefu árum síðar, að draumurinn er að verða að veru- leika; kvikmyndin Fences verður frumsýnd í Bandaríkjunum á jóla- dag. Og skilmálum höfundarins hef- ur verið mætt; leikstjórinn er þel- dökkur, enginn annar en Denzel Washington. Hans þriðja mynd sem leikstjóri á eftir Antwone Fisher (2002) og The Great Debaters (2007). Auk þess að leikstýra mun Washington fara með aðalhlutverk í myndinni ásamt Violu Davis. Wash- ington er góðum áratug eldri en kar- akterinn í verkinu og þá kemur sér vel að vera alltaf jafn unglegur. Gjörþekkir verkið Washington gjörþekkir verkið, lék Troy á sviði í uppfærslu frá 2010 og þar fór Viola Davis með hlutverk eiginkonu hans, Rose. Tveir aðrir leikarar úr sömu uppfærslu verða einnig í myndinni, Mykelti William- son og Russell Hornsby. Bæði Washington og Davis hlutu Tony- verðlaunin fyrir frammistöðu sína í sýningunni en hlutverk Troys og Rose þykja afar bitastæð. Sjálfsvorkunn Troys ríður ekki við einteyming og litar allt líf fjöl- skyldunnar og hann er svo sann- arlega ekki allur þar sem hann er séður. Undir niðri hjá eig- inkonu hans krauma þær syst- ur, sorgin og reiðin. Hjá uppgjöri verður ekki komist. Denzel Washington og Viola Davis í hlut- verkum sínum í kvik- myndinni Fences. Paramount Pictures Sem frægt er hefur enginn þeldökkur leikari verið til- nefndur til Óskarsverðlauna tvö undanfarin ár. Talið er að það muni breytast nú enda eru umsagnir um Fences, sem þegar eru farnar að birtast, mjög lofsamlegar, bæði í garð myndarinnar og aðalleik- aranna tveggja. Þykja bæði Washington og Davis líkleg til að hljóta tilnefningu á næsta ári og sú síðarnefnda raunar mjög sigurstrangleg í sínum flokki. Fleiri myndir með svörtum að- alleikurum eru nefndar í þessu sam- bandi, svo sem Moon- light og Hid- den Figures. August Wilson Verður Tony að Óskari? Loks fannst leikstjóri með réttan hörundslit Ellefu árum eftir að höfundurinn féll frá er loksins að koma út kvikmynd byggð á verðlaunaleikritinu Fences. Málið tafðist úr hömlu því August Wil- son vildi bara þeldökkan leikstjóra og fékk hann loks; Denzel Washington. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Á fyrstu táningsárum mínumsofnaði ég stundum út fráNæturvakt Rásar 2. Ungir menn léku þá á als oddi milli þess sem þeir léku tónlist fyrir ungt fólk. Síðan hvarf Næturvaktin út úr lífi mínu í meira en aldarfjórðung. Það var svo fyrir fáeinum árum að ég byrjaði aftur að kveikja endrum og sinnum á þættinum, sem lifir enn góðu lífi á rásinni. Það eina sem hef- ur breyst er að nú leikur eldri maður á als oddi milli þess sem hann leikur tónlist fyrir eldra fólk. Og Guðni Már Henningsson gerir þetta listavel. Mætir til leiks með skemmtilega ófyrirsjáanlega blöndu af tónlist sem hann leikur milli þess sem hann opnar fyrir símann og ræðir við hlustendur um alla heima og geima. Það þarf náðargáfu til að rúlla með jafn skemmtilegum og yf- irveguðum hætti með innhringj- endum sem eru eðli málsins sam- kvæmt af öllum stærðum og gerðum. Mesta níðingsverk íslenskrar útvarpssögu Það var raunar ekki Guðni Már sem dró mig aftur að Næturvaktinni, heldur maður að nafni Ingi Þór Ingi- bergsson, sem stjórnaði þættinum á móti honum um nokkurt skeið. Hann hafði einstaklega góða nærveru og þessa sömu náðargáfu til að spjalla við hlustendur. Þá lá tónlist- arsmekkur Inga Þórs fáránlega ná- lægt mínum eigin smekk. Hann hik- aði aldrei við að blasta böndum á borð við Slayer eða Sepultura. Síðan kreppti að og Ingi Þór var látinn taka pokann sinn í Efstaleitinu. Var það mesta níðingsverk íslenskrar út- varpssögu. Eins óskiljanlegt og sú staðreynd að hann hafi ekki verið ráðinn aftur. En allt um það. Guðni stendur vaktina af stakri prýði og heldur alltaf kúlinu – alveg sama á hverju gengur. Um síðustu helgi hringdi til dæmis kona til að ræða um sápu. Þegar hún var búin að láta móðan mása í drykklanga stund um hvað mætti og hvað ekki þegar kæmi að sápuþvotti fékk ég nóg og skipti yfir á aðra rás. Hlýddi þar á tvö eða þrjú létt lög af hljóm- plötum. Skipti loks aftur yfir á Næt- urvaktina og hvað haldið þið? Jú, konan var enn að. Nema hvað hún var núna byrjuð að tala um sjampó. Hvað mætti og hvað ekki í þeim efn- um. Aumingja Guðni kom ekki upp nokkru bofsi; mögulega hefur hann bara verið farinn fram í kaffi með Ævari Erni Jósepssyni næturfrétta- manni. Alveg hættur að hlusta Loksins linnti sápukonan látum og tónlistin komst aftur að. Man ekki hvaða lag en giska á að það hafi ann- aðhvort verið með Rúnari Þór eða Deep Purple. Þessir listamenn koma við sögu í hverjum einasta þætti og er það vel. Síðar um kvöldið (nóttina) hringdi bóndi nokkur – sú stétt hefur mikið dálæti á Guðna – og kveinkaði sér undan sápulestrinum. „Ég var alveg hættur að hlusta á konuna,“ sagði bóndi og sló sér á lær svo það heyrð- ist gegnum símann. Þá kom púkinn upp í Guðna sem svaraði: „Ég líka!“ Guðni Már Henningsson er frábær útvarpsmaður sem lætur fátt koma sér úr jafnvægi. Hann hefur staðið Næturvaktina á Rás 2 um langt árabil. Morgunblaðið/Árni Sæberg NÆTURVAKTIN SÉR UM SÍNA Löðrandi í sápu Í loftinu Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.