Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 16
Aðeins að leggja parket. Þ að er stundum hringt á bjöllu hjá fjölskyldunni í Hafnarfirði og spurt eft- ir Íþróttaálfinum; hvort hann megi koma út að leika. Þar býr hann nefnilega, Dýri Kristjánsson, sem leikið hefur Íþróttaálfinn í heilan áratug. Reynd- ar segist hann vera Íþróttaálfurinn því hann finnur sig vel í hlutverkinu. Hann fær útrás fyrir fimleikaþörfina en um leið hjálpar hann og skemmtir börnum sem er hans hjartans mál. Dýri segist standa á höndum næstum jafn mikið og á fótunum. Það er orðið að fjölskyldusporti og stunda þau það saman, að standa á höndum víðs vegar um húsið í ýms- um aðstæðum. Með útsýni yfir Heið- mörkina fáum við okkur kaffi og ræðum þetta handstandandi líf. Stundum kallaður Animal Maðurinn með óvenjulega nafnið sit- ur við tölvu alla daga. En hann á sér annað líf og fjörugra. Hann hefur komið fram sem Íþróttaálfurinn í kringum þúsund sinnum. Spurður út í nafnið segir Dýri það vera úr Dýrafirði, og bar afi hans nafnið. „Það eru sjö á landinu sem heita Dýri, það er ekki algengt nafn,“ segir hann og segist ekki hafa orðið fyrir aðkasti vegna nafnsins. „Það var auðvitað alveg gert grín að þessu en ekkert meira en öðrum var strítt. Ég hef stundum reynt að gera grín að nafninu á undan öðrum,“ segir hann en í Bandaríkjunum var hann stundum kallaður Animal. Hagfræðinám og fimleikar Dýri segist vera mikill Bandaríkja- maður enda fæddur þar í landi í Conneticut-ríki árið 1980 en þar var faðir hans við nám í læknisfræði á ní- unda áratugnum. Hann er í miðið af fimm systkinum og segir alltaf hafa verið mikið fjör á heimilinu. Þegar heim var komið árið 1985 flutti fjölskyldan í Breiðholtið þar sem Dýri sleit barnsskónum en eftir grunnskóla fór hann í Mennta- skólann í Reykjavík. Þaðan lá leiðin aftur til fyrirheitna landsins en Dýri er með tvöfalt ríkisfang. Hann stundaði þar hagfræðinám við Há- skólann í Minnesota í Minneapolis. „Það var tvennt sem dró mig þang- að. Ég vildi halda áfram í fimleikum, en ég hafði alltaf verið í fimleikum og ég vildi halda áfram að æfa og keppa. Það hefði verið heldur erfitt hér. Svo vildi ég alltaf fara aftur til Bandaríkjanna þannig að í stúdents- gjöf fékk ég frá foreldrum mínum ferð til að heimsækja fjóra háskóla og á endanum valdi að fara til Min- neapolis. Þar keppti ég fyrir háskól- ann sem var frábær lífsreynsla. Bæði lærði ég mikið í skólanum en umfram allt lærði ég mikið í lífinu, að sjá um mig sjálfur. Þarna þurfti maður að standa á eigin fótum,“ seg- ir hann og útskýrir að á þeim tíma hafi ekki verið jafn auðvelt að hafa samband heim og núna. Dýri naut sín vel í Bandaríkjunum við nám og fimleikaiðkun en hann var í fim- leikaliði skólans og keppti víða. Störfin alveg gjörólík Eftir tæp fimm ár þar ytra flutti Dýri heim með hagfræðigráðuna í farteskinu og reynslunni ríkari. Hann fékk strax vinnu í bankageir- anum. „Alla mína vinnutíð hef ég starfað hjá Arion banka og forverum hans,“ segir Dýri sem er nú sjóðs- stjóri hjá Stefni, dótturfyrirtæki Ar- ion banka þar sem hann stýrir skuldabréfasjóðum. „Hljómar gjör- samlega á hinum endanum við hitt starfið mitt!,“ segir hann og hlær. „Það myndast ákveðið jafnvægi, án þess að vera of dramatískur þá held ég að ég myndi brjálast ef ég væri bara við tölvuna endalaust. Og eins frábært og Íþróttaálfsstarfið er þá tekur það virkilega á. Líkamlega og líka andlega. Það geta verið erfiðar skemmtanir. Mér finnst mjög gam- an að heimsækja barnaspítalann, krakka sem minna mega sín og það er alls ekki auðvelt.“ Gömul risaeðla hjá Gerplu Dýri byrjaði tíu ára að æfa fimleika hjá Gerplu og er ekki hættur enn. „Ég lít ekki á það þannig að ég sé hættur þótt ég æfi ekki nóg til að keppa. En ég fer enn í Gerplu, er orðin gömul risaeðla þar. Er með góðfúslegt leyfi til að mæta þegar mér hentar,“ segir Dýri og brosir. Hann er alltaf tilbúinn með tösku í bílnum til að skreppa á æfingu eftir vinnu og finnst það alltaf jafn gaman. „Síðastliðin ár hefur það breyst þar sem ég er kominn með fimm manna fjölskyldu sem samanstendur af Ingi- björgu [Sveinsdóttur] kærustu minni, Lönu Björk 13 ára fimleikastúlku, Birki Thor 10 ára fótbolta- og hand- boltastrák og Elísabetu Leu sem er 2 ára. Minn æfingasalur er núna hér á gólfinu,“ segir hann og bendir á stofugólfið. Dýri segist gjarnan gera armbeygjur og heljarstökk með allri fjölskyldunni. Handleggsbrot í fótbolta Dýri segist hafa þolað vel álagið og slapp blessunarlega við meiðsl fyrir utan eitt skipti að hann handleggs- braut sig. „En það var í fótbolta, ég var í marki og varði,“ segir hann og brosir. Alla tíð keppti Dýri mikið heima og erlendis. „Frá því að ég var fjórtán ára keppti ég svona tvisvar á ári, á Norðurlandamótum og Evrópu- mótum. Ég fór tvisvar á heimsmeist- aramót, einu sinni í Kína og einu sinni í Los Angeles,“ segir hann. „Ég man þegar ég fór á fyrsta Norðurlanda- mótið mitt, um fjórtán, fimmtán ára. Þá ætluðum við að sigra heiminn. En svo sáum við hina strákana. Og við vorum alls ekkert frambærilegir mið- að við þá. Við vorum nánast aðhláturs- efni, ég trúi ekki að ég sé að segja þetta um sjálfan mig, þeir voru svo miklu betri. En þá komum við til baka ákveðnir í að bæta okkur. Og nokkr- um árum síðar vorum við farnir að lenda á verðlaunapalli af og til,“ segir Dýri. „Við náðum þeim að vissu marki, en þegar komið var í Evrópu- mót og heimsmeistaramót var erfitt fyrir okkur að bera okkur saman við rússenska og kínverska stráka sem æfðu í fimleikaskólum frá unga aldri. En við náðum góðum árangri og ég komst að í háskóla í fimleikum, og var fyrsti íslenski strákurinn til að gera það. Og var fyrirliði liðsins síðasta ár- ið,“ segir hann. Aðeins að keyra, Er Íþrótta- álfurinn heima? Dýri Kristjánsson stendur oft meira á höndum en fótum. Á daginn er hann skuldabréfastjóri en síðastliðinn áratug hefur hann starfað við það í hjá- verkum að vera Íþróttaálfurinn. Fyrir honum er þessi blanda af störfum fullkomin og í símaskránni ber hann tvo titla: hagfræðingur og íþróttaálfur. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Minn æfingasalur er núna hér á gólfinu, segir hannog bendir á stofugólfið en Dýri segist gjarnan geraarmbeygjur og heljarstökk með allri fjölskyldunni. VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11. 2016 „Það var tímabil sem ég lét taka myndir af mér standandi á annarri hendi undir yfirskrift- inni: Aðeins að ..., til dæmis að- eins að mála, aðeins að keyra, (tek það fram að bíllinn var ekki í gangi), aðeins að vaska upp. Það sem gerðist í kjölfarið var að ég fór að fá áskoranir frá vin- um um að gera fleiri „aðeins að“ myndir. Sem ég gerði þá. Þegar Inga var að fara að eiga þurfti ég að taka mynd fyrir ut- an fæðingardeildina undir yf- irskriftinni: aðeins að eignast barn. Það var kannski ekki akk- úrat það sem hún vildi gera þarna,“ segir Dýri og brosir. Á HÖNDUM VIÐ ÖLL TILEFNI „Aðeins að.......“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.