Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 35
það sem þeir fyrir aðeins fáeinum dögum kölluðu „al- gjörar úrslitakröfur“. Flokkar eru ófúsir til að slaka út „algjörum úr- slitakröfum“ hvað þá tveimur, eins og Píratar voru plataðir til að gera, fyrr en öruggt er talið að það muni leiða til stjórnarmyndunar. Ekki er vitað til að VG hafi, undir eigin verkstjórn, slakað á nokkrum sköpuðum hlut, né nokkur annar flokkur sem tók þátt í leikritinu. Ekki Viðreisn af sinni hálfu né af hálfu Proppé tvíbura. Og Samfylkingin (grátlegt nafn yfir þrjá þing- menn) hefur ekkert að bjóða. „ESB er allt sem ég hef, hvort ég vaki eða sef,“ sönglar hún. Fyrirburi Stundum var því haldið fram að einn af okkar ágæt- ustu forsetum hefði fyrstur beitt „rakarastofuaðferð- inni“ við stjórnarmyndun: Næsti, gjörðu svo vel, þeg- ar hann veitti hverjum formanninum af öðrum umboð til að reyna. Guðni Jóhannesson tilkynnti að nú í næsta framhaldi hefði enginn og allir stjórnarmynd- unarumboð. Það kom dálítið á óvart að sjá núverandi forseta henda stjórnarmyndunarumboðinu svo fljótt út með baðvatninu. Ekkert fordæmi er fyrir slíku. Einasta skýringin á því er sú, að forseti taldi sig næst neyðast til að veita Pírötum umboðið, veitti hann það einhverjum einum flokki. Forseti getur ekki veitt þremur einstaklingum stjórnarmyndunarumboð. Enginn einn forystumaður Pírata hefur umboð til að taka við umboðinu. Þrír einstaklingar fara með um- boðið. Standandi frammi fyrir þessum vanda virtist forsetinn ekki sjá annan kost en þann að kasta um- boðinu svo óvenjulega fljótt út í Kolaportið. Þegar slíkt var síðast gert hafði allt verið reynt og þá var raunveruleg stjórnarkreppa uppi. Örvænting hafði gripið um sig. Önnur góð skýring á þessu skrítna skrefi en hin óljósa uppbygging Pírata er ekki nærtæk. Frumkvæðisrétturinn og skyldan eru því nú um sinn ekki lengur í höndum forsetans. Stjórnmálaleið- togar munu því reyna að nálgast og tilkynna forseta það, telji einhver þeirra sig hafa nægan stuðning til að stefna á borðsendann og aðrir muni vitna um það. Það er svo sem alls ekki útilokað að þetta gæti tekist. En það er ekki vegna aðferðarinnar. En forsetinn hafði fleiri kosti en að veita Pírötum umboðið, sem hann augljóslega treysti sér ekki til eins og í pottinn er búið. Eins og landið liggur nú hefði verið eðlilegast að forseti fæli Bjarna Benediktssyni umboðið á ný. Aðstæður hafa gjörbreyst síðan Bjarni, forystu- maður langstærsta þingflokksins, hafði það síðast. Stjórnarmyndunarumboð er meira en sýnist Forseti gat þess við blaðamenn þegar hann tilkynnti að umboðið yrði á næstunni út um allt, að sá gjörn- ingur að veita stjórnarmyndunarumboð væri ekki einu sinni formbundinn. Þetta er rétt, en breytir ekki öllu. Raunar litlu. Umboðsveitingin er fjarri því að vera óljós gervigerningur. Hún gefur handhafa um- boðsins einstæða stöðu. Henni fylgir til að mynda mjög rík óskráð hefð, sem byggt hefur verið á. Hand- hafi umboðs til að mynda stjórn getur þannig með vísan til þess leitað hvers konar aðstoðar og upplýs- inga frá ráðuneytum og stofnunum um stöðu mála og þeim er skylt að bregðast skjótt við. Handhafi um- boðsins getur einnig eftir atvikum og í samráði við ráðuneyti leitað útreikninga og greinargerða fagaðila utan stjórnsýslunnar, sem forsætisráðuneytið sæi um að kosta, innan allra eðlilegra marka. Embættismenn ráðuneyta og stofnana eru í þessu tilviki undanþegnir því að láta yfirmenn sína í starf- andi ríkisstjórn vita eftir hverju handhafi stjórnar- myndunarumboðs er að slægjast. Nyti forystumaður, sem reyndi stjórnarmyndun, ekki slíkrar þjónustu, hefði hann mun lakari stöðu en aðrir. Stofnanir á borð við Seðlabanka, Hagstofu og fleiri stofnanir gefa handhafa stjórnarmyndunarumboðs upplýsingar, óski hann eftir þeim, og hugsanlega án slíkrar beiðni, sem geta gagnast honum í viðræðum og hann fer auð- vitað vel með. Þetta fyrirkomulag hefur iðulega haft verulega þýðingu. Þegar enginn hefur umboðið, en allir mega reyna, má augljóst vera að ráðherrar ríkisstjórnar- innar eru í mun sterkari stöðu en allir aðrir. Þess vegna er þessi „opnapottsaðferð“ ekki notuð fyrr en fokið er í flest skjól. Þegar formaður Samfylkingar sagði aðspurður í sjónvarpi að þetta „væri sniðugt“ byggist það á skilj- anlegu reynsluleysi. Hvað sem stjórnarkreppu líður er mikilvægt að menn taki sér þann tíma sem þarf til að ganga frá stjórn sem situr út kjörtímabilið. En það er jafnþýðingarmikið að taka sér ekki meiri tíma en þarf. Vorið 1987 tóku menn sér eina þrjá mánuði til að mynda stjórn og stjórnarsáttmálinn var upp á marga tugi blaðsíðna. Stjórnin sprakk eftir rúmt ár. Vorið 1991 dugðu fjórir dagar til að koma með splunkunýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmálinn varð aðeins tvær síður. Sá sem myndaði hana og fór svona sparlega með pappír sat svo í forsætisráðuneytinu töluvert á fjórtánda ár. Því eins og Napóleon hefði getað sagt við Jóhann risa: Þetta fer ekki allt eftir lengdinni. Napóleon endaði á St. Helenu, en Jóhann Svarf- dælingur á Dalvík. Að því leyti til hafði lengdin vinninginn. Morgunblaðið/RAX 27.11. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.