Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 17
Bing Bang dans á hálftíma
Latabæjarævintýrið hans Dýra hófst
árið 2006. „Það eru alveg tíu ár síðan!
Það vildi þannig til að það var verið
að taka upp þættina og í þáttunum
þarf Íþróttaálfurinn að fara á milli
staða og er oftast í einhverjum helj-
arstökkum og flikkflökkum. Það
hefði verið heldur mikil áhætta að
láta Magga Scheving gera þetta allt.
Enda er hann sá sem bjó til Latabæ
og er hugmyndasmiðurinn, aðalleik-
ari og leikstjóri. Þá var farið í það að
finna mann sem hentaði og væri svip-
aður í vexti og hann,“ útskýrir Dýri
og var hann þá valinn í starfið.
Upphaflega var Dýri að stökkva
fyrir myndavélina og voru stökkin
klippt inn í þættina. „Þegar Maggi
sleit upphandleggsvöðva átti hann að
vera að skemmta í London. Þá var ég
reyndar í Grikklandi en ég fékk sím-
tal um hvort ég vildi stökkva inn fyrir
hann. Þannig að ég kom heim og
Selma Björns kenndi mér Bing Bang
dansinn á hálftíma,“ segir Dýri sem
hélt svo af stað til London. „Það
heppnaðist bara vel og þá byrjaði ég
að fá einstaka skemmtanir erlendis
og boltinn byrjaði að rúlla hægt og
rólega. Svo árið 2010 kom upp sú
hugmynd að skemmta á leikskólum
landsins, að fá Íþróttaálfinn í heim-
sókn og það heppnaðist mjög vel. Ég
er auðvitað hagfræðingur þannig að
ég er með excel-skjal yfir þetta allt!
Ég er kominn vel yfir eitt þúsund
skemmtanir á þessum tíu árum. Það
voru vel yfir 120 skemmtanir á ári
síðastliðin ár. Það er þriðji hver dag-
ur, nánast,“ segir Dýri en aðalvinna
Íþróttaálfs er um helgar. Lana Björk,
stjúpdóttir Dýra, kemur oft fram
með Dýra sem Solla stirða og Ingi-
björg hefur oft séð um tónlistina í
skemmtunum, þannig að Dýri nær að
samtvinna fjölskyldulífið við vinnuna.
Síðasta skipti sem Magnús
skemmti var árið 2010 og síðan þá
hefur Dýri alfarið tekið við hlutverk-
inu. „Hann hefur alveg farið í búning-
inn af og til en árið 2014 sagði hann
þetta alveg gott.“
Verð alltaf Íþróttaálfurinn
Dýri segir starfið mjög gefandi. „Mér
finnst þetta gaman og mér finnst
þetta mikilvægt. Vinnuveitendur hafa
sýnt þessu mikinn skilning. Mér
finnst frábært að geta haft jákvæð
áhrif á börn án þess að segja þeim
hvað þau eigi að gera.“
Dýri segist ekki þurfa að setja sig í
sérstakar stellingar þegar hann
klæðist búningnum. „Ég upplifi mig
þannig að ég sé hann, þegar ég er að
skemmta þá er ég ekkert að fara í
karakter. Ég er bara Íþróttaálfurinn.
Þetta passar mjög vel við mig og mér
finnst það skipta máli,“ segir hann og
á nóg eftir. „Á einhvern hátt held ég
að ég verði alltaf Íþróttaálfurinn.
Maggi verður það líka. Það er bara
þannig.“
Jarðarför lítils íþróttaálfs
Dýri fer gjarnan að skemmta á
Barnaspítala Hringsins og gefur það
ekki einungis börnunum mikið, held-
ur honum líka. „Ég hitti einu sinni
strák sem var búinn að vera rúm-
liggjandi í viku og hafði ekki haft
orku til að fara fram úr. En þegar
Íþróttaálfurinn kom í heimsókn til
hans þá vildi hann fara fram úr rúm-
inu og gefa honum epli. Ég sá að
þetta var stórt. Þennan strák hitti ég
svo reglulega næstu tvö ár. Í síðasta
skiptið í jarðarför hans en hann lést
þegar hann var sex ára. Við Maggi
fórum í jarðarförina hans en hann var
jarðaður í íþróttaálfsbúning og það
var íþróttaálfsdúkka ofan á kistunni.
Þegar það er búið að vera mikið að
gera eða erfið skemmtun þá nægir að
hugsa um þetta. Þá er auðvelt að end-
urstilla sig og sjá af hverju maður er
að þessu,“ segir Dýri.
„Þannig getur starfið verið erfitt
líkamlega en líka andlega. Ég get al-
veg verið í þessu viðtali og reynt að
vera voðalegt karlmenni og sterkur
en ég man að þegar ég hitti þennan
strák fyrst var ég hágrenjandi þegar
ég keyrði heim.“
Metingur milli íþróttaálfa
Dýri segir að hann hafi lært mikið af
starfinu á þessum áratug og fengið að
ferðast víða um heim. Það er ekkert
lát á eftirspurninni eftir hinum liðuga
og spræka Íþróttaálfi. „Þegar fyrir-
tækið var selt til Turner fyrir 4-5 ár-
um síðan þá bjóst ég við að það myndi
eitthvað róast. En núna 2016 er 30%
meira að gera en 2015,“ segir hag-
fræðingurinn sem einnig er titlaður
Íþróttaálfur í símaskránni. „Það eru
svo mörg börn í heiminum og erfitt
að hitta þau öll. Og til þess að hitta
sem flest þarf ég að vera mikið í bún-
ingnum.“
Síminn hringir hjá Dýra. „Magnús
Scheving,“ segir hann. „Við förum
alltaf í tennis í hádeginu á miðviku-
dögum.“ Hann svarar. „Blessaður!“
Þeir ræða stuttlega um hittinginn.
„Já, en geturðu eitthvað hreyft þig,
ertu ekki orðinn gamall bara?“ spyr
hann. „Við getum eiginlega ekki talað
saman án þess að metast,“ segir hann
og hlær.
Morgunblaðið/Ásdís
Aðeins að skíða. Aðeins að fara að eignast barn.
Aðeins að standa á höndum með
óléttu konunni.
27.11. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
Dýri og Ingibjörg eiga Elísabetu Leu saman en fyrir átti Ingibjörg Lönu Björk og
Birki Thor sem eru hæstánægð að eiga Íþróttaálfinn fyrir stjúpföður.
Íþróttaálfarnir tveir eru miklir mátar
og spila tennis í hverri viku.