Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 32
Afturgöngur í sumar sem leið á Álftafjarðarheiði á Vestfjarðakjálkanum.
Ljósmynd/Guy Conan Stewart
Þrjár konur í Reykjavík stofn-uðu fyrir hálfum öðrum ára-tug hópinn Afturgöngur, fé-
lagsskap um gönguferðir vítt og
breitt um landið. Margir hafa verið
með frá upphafi, aðrir horfið á braut
en nýir komið í staðinn, og fjöldi
ferða er að baki.
„Við höfðum gengið Laugaveginn
saman, fyrir hálfgerða tilviljun,
fannst það bráðskemmtilegt og
ákváðum að við vildum ná okkur í
ferðafélaga,“ segir Anna Kristín Sig-
urðardóttir, dósent í menntunar-
fræðum við Háskóla Íslands, um
upphafið, en hún stofnaði Aftur-
göngur ásamt Ingunni Gísladóttur
og Hildi Hafstað.
„Í upphafi var fólkið með okkur að
megninu til skólastjórar grunnskóla
í Reykjavík og starfsfólk á Fræðslu-
skrifstofu Reykjavíkur eins og hún
hét þá,“ segir Anna Kristín, sem þá
starfaði á nefndri skrifstofu.
Framan af gekk hópurinn mjög
oft saman á kvöldin og um helgar en
síðustu ár hefur áhersla verið lögð á
eina nokkurra daga ferð hvert sum-
ar og þá haldið eitthvert út um land.
„Við skiptumst á að skipuleggja
ferðirnar; höfum í gegnum tíðina
meðal annars heimsótt heimaslóðir
hvers annars og þá skipuleggur hver
og einn göngu um sínar slóðir og sér
um leiðsögn. Það hefur verið ótrú-
lega skemmtilegt.“
Í ferðunum eru oftast 15-20
manns, sem Anna Kristín segir að sé
þægilegur fjöldi upp á að fá gistingu
og aðra aðstöðu.
Í hópnum er fólk ættað víða af
landinu og hafa ferðir verið fjöl-
breyttar. Eitt árið var farið um Mýr-
arnar, annað árið út á Fellsströnd
þar sem gist var í tjöldum allan tím-
ann, gengið hefur verið um Horn-
strandir og Lónsöræfi, svo dæmi séu
tekin. „Við höfum verið bæði á há-
lendi og láglendi. Ferðirnar fara dá-
lítið eftir því hver skipuleggur, bæði
hve hratt er farið og hve hátt! Sumir
í hópnum eru miklir garpar, aðrir í
meðallagi en við reynum að samein-
ast um að hafa ferðirnar fyrir alla.“
Anna Kristín segir margt eftir-
minnilegt en í huga hennar standi þó
ein ferð upp úr. „Þá förum við um
Tröllaskaga, í Víðidal og víðar og
Ögmundur heitinn Helgason var
leiðsögumaður okkar. Hann hafði
rannsakað fornar byggðir í Víðidal,
þekkti hverja einustu þúfu, allar
gamlar rústir og vissi hver hafði búið
hvar. Þekkti söguna, jarðfræðina,
mannlífið og örnefnin. Við gengum
um í þrjá daga, Ögmundur byrjaði
að tala þegar fórum út úr bílnum og
stoppaði ekki fyrr en við komum
þangað aftur! Við erum nefnilega
ekki bara í þessu fyrir hreyfinguna
heldur ekki síður til að fræðast um
staðhætti og söguna. Eftir öll þessi
ár er félagsskapurinn líka orðinn
mjög dýrmætur.“
Spurð um hið skemmtilega nafn á
hópnum segir Anna Kristín: „Nafnið
varð til þegar við ákváðum að ganga
aftur eftir fyrstu ferðina; að fara
aðra ferð, og nú verða þeir fullgildir
meðlimir í Afturgöngum þegar þeir
koma með okkur í annað sinn. Okkur
finnst nafnið líka gott vegna þess að
þá þarf fólk ekki að hætta þótt það
kveðji þessa jarðvist!“ segir Anna
Kristín. „Við höfum misst góða fé-
laga og þeir hafa að minnsta kosti
verið í huga okkur í ferðunum. Við
höfum gengið ákveðnar leiðir þeim
til heiðurs.“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Anna Kristín Sigurðardóttir og Steingrímur Jónsson í Jökulsárgljúfrum. Stein-
grímur var fararstjóri í þetta skipti og bar af því tilefni þar til gerða derhúfu.
Ljósmynd/Þorvarður Kári Ólafsson
Afturgöngur vaða yfir Dalá í Heinabergsdal, á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu.
Ljósmynd/Þorvarður Kári Ólafsson
Fróðleiksfúsir
afturgöngugarpar
Félagsskapurinn Afturgöngur var stofnaður árið 2000. Gengið hefur verið víða,
ekki bara hreyfingarinnar vegna heldur ekki síður til að kynnast sögu landsins.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Afturgöngur lentu í mjög leiðinlegu veðri á Hornströndum sumarið 2002.
Myndin er frá Hornvík, þar sem gist var í tjöldum og lítið farið út í heilan dag.
Ljósmynd/Þorvarður Kári Ólafsson
Þorvarður Kári Ólafssson mundar myndavélina á leið upp á Kaldbak, milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, í sumar sem
leið. Myndin er tekin til norðurs í átt til Dýrafjarðar. Dalurinn á hægri hönd heitir Meðaldalur, Haukadalur til vinstri.
Hópurinn á miðnæturgöngu á Látrabjargi sumarið 2010. Anna Kristín segir
það hafa verið dásamlega upplifun að ganga um svæðið að næturlagi.
Ljósmynd/Þorvarður Kári Ólafsson
FERÐALÖG Íbúar Feneyja vöktu nýverið athygli á því hve margir neyðasttil að flytja út fyrir borgina. Verð á húsnæði hefur hækkaðmjög, m.a. vegna fjölda ferðamanna. Bless Feneyjar, stendur
á skilti mannsins á myndinni.
Mótmæla fjöldanum
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11. 2016