Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 39
nærri sér, og full ástæða til, gagnrýni á bækurnar, meðal annars að í þeim fyrstu birtust svæsnir kynþátta- fordómar. Hann kenndi hugsunar- leysi um, endurteiknaði því hluta sagna eins og Tinna í Ameríku og Tinna í Kongó og lagði að auki mikla rannsóknar- og heimildavinnu á sig og þá hjörð snjallra teiknara sem hann smám saman safnaði í kringum sig. Á sýningunni er til að mynda afr- ískt skurðgoð sem hann eignaðist og varð fyrirmynd þess í Skurðgoðið með skarð í eyra og nákvæmt módel eldflaugar sem hann lét setja saman, svo teiknararnir sem unnu að sagna- tvennunni Eldflaugastöðin og Í myrkum mánafjöllum teiknuðu flaugina eins. Sýningargestir geta séð birtingar- feril sagnanna, frá því að þær birtust fyrst í mun hrárri teikningum en við eigum að venjast úr bókunum, í ein- um línum í tímaritum, svarthvítar, og svo fóru samstarfsmenn Hergés að lita þær og lagfæra undir hans stjórn. Ótalmargt að sjá Á sýningunni er ótalmargt að sjá sem tengist ferli teiknarans með einum og öðrum hætti; skissur og frumteikn- ingar sem tengjast heimi Tinna og fé- laga, dæmi um aðrar teiknimynda- sögur sem Hergé kom að, sendibréf og ljósmyndir, og allrahanda auglýs- ingar og plaköt sem hann tók að sér að gera. Enda fjölhæfur teiknari með afbrigðum og verkin og myndefnið sett fram á skapandi og stórskemmti- legan hátt, í hverjum salnum á eftir öðrum. Þá er fjallað um erfiðasta tímabil ferils Hergé, þegar hann var eftir seinni heimsstyrjöldina sakaður um að hafa starfað með nasistum til að fá að halda áfram að birta sög- urnar á stríðsárunum. Hann var að lokum hreinsaður af þeim áburði. Sýningin Hergé stendur í Grand Palais til 15. janúar. Fyrstu vikurnar var uppselt á hana dag eftir dag en nú er orðið auðveldara að komast að og full ástæða til að hvetja alla aðdá- endur Tinna og sígildra ævintýra, sem leið eiga til Parísar á næstu vik- um, að líta þar inn. Það er ósvikin skemmtun. 27.11. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 amiina fagnar plötu sinni, Fan- tômas, í Mengi í kvöld, laugardag, kl. 20. Platan inniheldur tónlist sem upprunalega var samin fyrir frönsku spennumyndina Juve contre Fantômas frá árinu 1913. Rithöfundalestin verður haldin í Skaftfelli í kvöld, laugardag, kl. 20.30. Þar lesa Pétur Gunnarsson, Yrsa Sigurð- ardóttir, Auður Ava Ólafs- dóttir, Magnús Sigurðsson og Inga Mekkín Guð- mundsdóttir upp úr nýjum verkum. Rakel Pétursdóttir sýning- arstjóri leiðir gesti um sýninguna Ógnvekjandi náttúra sem nú stend- ur yfir í Safni Ásgríms Jóns- sonar, Bergstaðastræti 74, á morgun, sunnudag, kl. 14. Hryllingsmyndin The Excorcist verður sýnd á Svörtum sunnudög- um á morgun kl. 20. Myndin vann til tvennra Óskarsverðlauna 1973 og skartar leikurunum Max von Sy- dow, Ellen Burstyn og Linda Blair. Aðventuhátíð í Kópavogi fer fram í dag og á morgun kl. 13-17. Í boði er dagskrá fyrir alla fjölskyld- una í Menningarhúsunum í Kópa- vogi. Þar verður m.a. jólakorta- og, laufabrauðsgerð og tónleikar. MÆLT MEÐ Í síðasta sal sýningarinnar birtast Tinni og aðrar persónur bókanna á boga- dregnum vegg. Halda þær á borðum með allskyns kveðjum og óskum og stilla gestir sér upp með þessum eilífðarvinum og taka myndir, t.d. á jólakortin í ár. „Tinni; hann er ég,“ sagði Hergé einu sinni. Hver skapaði eiginlega hvern? Ein af teikningunum fyrir kápu tíma- ritsins Le Petit Vingtième; Tinni með vini sínum Tsjang Tjong-jen í Kína. Skissa Hergé af æsilegri atburðarás í Tinna í Tíbet sýnir vel einstaka frá- sagnargáfu listamannsins í myndum. ’ Ég hverf meira ogminna, og sjálfvilj-ugur, inn í aðalpersónurmínar og ekki síst í Tinna – sem reyndist of fullkom- inn fyrir mig, fullkomnari en ég kýs að vera. Ármúla 24 - s. 585 2800 - www.rafkaup.is Opið virka daga 9-18, laugardaga 11-16 TÍMALAUS HÖNNUN FRÁ BELID Ljós á mynd: Picasso Snjóinn burtmeð Stiga snjóblásara Askalind4,Kópavogi Sími 5641864 www.vetrarsol.is 1131 E snjóblásari 1100W rafmagnsmótor Dreifing 1–4metrar 31 cm vinnslubreidd Léttur ogmeðfærilegur Góður við þröngar aðstæður ST 4851 snjóblásari 48V Lithium-ion rafhlaða, hlaðin Dreifing 1–6metrar 51 cm vinnslubreidd Með Led ljósabúnaði Í léttari snjómokstur SnowBlizzard snjóblásari B&Smótor með rafstart, 249cc Dreifing 1–10metrar 69 cm vinnslubreidd Með ljósum og á grófum dekkjum Frábær í mikinn og erfiðan snjó

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.