Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 23
Eldhúsinnréttingin er upprunaleg. Koparljósin koma vel út við dökka viðinn. Ásdís segir stílinn á heimilinu afar fjölbreyttan. Húnsegir húsið í grunninn einkennast af stíl níundaáratugarins. „Sjálf elska ég „sixtís“ svo það er svona dálítið í bland við nýtt.“ Hjónin leggja ríka áherslu á heimilið sé kósí og hlýlegt. „Heimili á að vera heimili en ég er samt með fullkomnunar- áráttu svo ég er dálítið mikið alltaf að laga til. En það skiptir mig mjög miklu máli að hafa fallegt í kringum mig,“ út- skýrir Ásdís sem leggur jafnframt upp úr því að reyna að vinna með það sem húsið hefur upp á að bjóða áður en tekin er ákvörðun um að henda öllu út og byrja upp á nýtt. Þá sækir hún mestan innblástur í tímarit en skoðar líka heimasíðuna Pinterest oft í viku. „Svo gefur fólkið í kring- um mig mér alltaf mikið og þeirra heimili.“ Aðspurð segja hjónin borðstofuna eftirlætisrými fjöl- skyldunnar á heimilinu. „Við erum mikið matarfólk og elskum matarboð svo það er svona fullkominn staður til að njóta góðrar máltíðar með fjölskyldu eða vinum og svo er gott að færa sig yfir í setustofuna til að melta eftir mat- inn,“ svarar Ásdís. Hún segist kaupa bæði gamalt og nýtt og alls staðar. „Ég á ekki mikið af dýrum hlutum en mér finnst gaman að geta gert fallegt úr engu og eins að nýta það gamla.“ Á óskalistanum inn á heimilið er þó fallegur hæginda- stóll í stofuna efst á lista ásamt góðum og fallegum hljóm- flutningstækjum til að spila tónlist. Bera virðingu fyrir upp- runalegum stíl hússins Í fallegu húsi í Seljahverfinu í Breiðholti hafa Ásdís Gunnarsdóttir, klæðskeri og förðunarfræðingur, og Garðar Aron Guðbrandsson matreiðslumaður komið sér vel fyrir ásamt tveggja ára dóttur sinni Fjólu Röfn og labradornum Glaumi. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is ’Heimili á að vera heimili en ég er samt meðfullkomnunaráráttu svo ég er dálítið mikiðalltaf að laga til. En það skiptir mig bara mjögmiklu máli að hafa fallegt í kringum mig.“ Ásdís Gunnarsdóttir ásamt labradornum Glaumi. Myndaveggurinn kemur vel út í bjartri og hlýlegri borðstofunni. Svefnherbergi hjónanna er ein- staklega huggulegt. Morgunblaðið/Árni Sæberg 27.11. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 NATUZZI EDITIONS B940 vandaður tungusófi. Hægri eða vinstri tunga.Svart vandað leður. Stærð: 310 x 160 x 97 cm 474.995 kr. 949.990 kr. AFSLÁTTUR 50% BLACK FRIDAY EXTRA PARKER Þægilegur hægindastóll með slitsterku áklæði. Fæst grár, svartur og ljós. Stærð: 82 × 86 × 104 cm 71.994 kr. 119.990 kr. AFSLÁTTUR 40% BLACK FRIDAY EXTRA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.