Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11. 2016 I nn á kaffihúsið kemur kona sem gustar af; hún arkar inn með sitt síða ljósa hár og vatnsblá augu, rýkur á blaðamann og kyssir í bak og fyrir. Furðulegt nokk virðist það eðlilegt þótt það sé ekki venja að fá koss frá bláókunnugum viðmæl- anda. En hún er heldur ekkert venjuleg, hún Björg Þórhallsdóttir, íslensk valkyrja sem hef- ur búið nánast alla ævi í Noregi. Kannski er nafnið hennar táknrænt því vissulega bjargar hún fólki á ýmsan hátt. Eftir langt og innilegt spjall er blaðamaður sannfærður um að heimurinn þurfi á fleiri Björgum að halda. Listakona á faraldsfæti Björg býr á lítilli eyju rétt fyrir utan Ósló með einkasyninum og augasteininum Tolla, sem heitir Þórhallur í höfuðið á afa sínum. Hann er þrettán ára og fylgir móður sinni víða um heim því Björg er alltaf á faraldsfæti. Næsti við- komustaður er Úganda í janúar, þar sem hún hyggst hjálpa bágstöddum konum. En spólum aðeins til baka. Björg er fædd á Ísafirði árið 1974 og flutti með foreldrum sínum til Noregs á unga aldri. Hún er ein þriggja systra og er faðir hennar, Þórhallur Guðmundsson, verkfræðingur og móðir hennar, Herdís Pálsdóttir, er þerapisti. Systir hennar, Dóra Þórhallsdóttir, er þekktur uppistandari í Noregi. Sjálf er Björg lands- þekkt í Noregi, bæði fyrir listaverk sín, bækur og sorgarhreyfingu sem hún hefur hrint af stað. Björg lærði myndlist á Spáni, Frakklandi og í Noregi og dvaldi hér á landi í eitt ár og lagði stund á myndlist þegar hún var um tvítugt. Eftir það hélt hún af stað út í heim, nánar til- tekið til Suður-Evrópu, þar sem hún ferðaðist um ásamt vinkonu, en þær unnu fyrir sér með því að búa til glerlist fyrir kirkjur. Lífið var ljúft og skemmtilegt. Grét yfir földum listaverkum Eftir nokkur ævintýraleg ár tók lífið óvænta stefnu. „Ég var að búa til glerglugga fyrir kirkjur úti um alla Evrópu. Svo var ég að búa til glerglugga fyrir rosalega ríkan mann sem bjó í Suður-Frakklandi. Við áttum að búa til þrjá glugga og það tók alveg hálft ár. Þeim fannst voða gaman að hafa svona ungar lista- konur því þetta voru allt „business“-menn, ég held að við höfum verið eins og hirðfíflin voru í gamla daga,“ segir Björg og hlær hátt. „Hann Ray, sem ég var að vinna fyrir, bauð mér dag einn að skoða málverkasafnið sitt. Og ég hugsaði, ó nei, hann ætlar að sýna mér „frí- merkjasafnið“ sitt!“ segir Björg og skellihlær. Hún segist hafa tekið vinkonuna með til halds og trausts. Lóð ríka mannsins var svo stór að það þurfti að keyra á milli húsanna á golfbíl. Það gerðu þau til að komast að húsinu sem geymdi lista- verkasafnið. „Við komum að húsi sem ég hafði ekki séð áður, það var alveg gluggalaust og bara ein hurð. Svo opnaði hann dyrnar og kveikti ljósið og þá byrjaði ég að gráta. Ég er búin að vera að læra listasögu allan tímann sem ég hef lært list, í tíu ár. Og oft hef ég séð verk í bókum og hef hugsað, þetta vil ég sjá þótt ég þurfi að fara hvert sem er í heiminum. Og þá stendur oft undir: in private collection. Og þá veit ég að maður á aldrei eftir að sjá þessi verk. En svo opnaði hann þessa dyr og þar blasti við Picasso frá bláa tímabilinu. Sem ég elska og hélt ég myndi aldrei fá að sjá. Og það var Rembrandt þarna. Og tárin bara runnu. Þetta var eins og draumur að rætast,“ segir Björg. „Svo var á einum vegg mjög stórt málverk í olíu af manni sem var að synda í kafi. Og það var eitthvað við hvernig ljósið skein á líkama hans. Þetta var bara eitt fallegasta málverk sem ég hafði séð, og ég skildi ekki hvernig listamaður á okkar tímum gæti kunnað að mála svona. Það tekur mörg ár að mála eitt svona málverk. Hver gerir svona? Og þá sagði Ray, það er Eric Scott, hann býr hérna rétt hjá. Og þá keyrðum við golfbílinn að röð af bíl- um og ég fékk að velja einn bíl og ég valdi Bentley. Ég elska bíla!“ segir Björg, en hún fékk að keyra þann bíl heim til listamannsins. Would you like to marry me then? Við hús Erics mátti finna kaffihús og gallerí og settust þau niður á kaffihúsinu. „Þar sem við sátum og biðum eftir að listamaðurinn kæmi sé að maður kemur gangandi. Ég hugsaði bara, jesús! Sex on legs!,“ segir hún og hlær. „Ég var svo nervös að ég þurfti að biðja þjón- ustustúlkuna að gefa mér eitthvað sterkara en kaffi! Hann var svo myndarlegur. Og hann settist niður og við byrjuðum að tala saman, um listasögu. Eftir korter segir hann við mig: So Björg, would you like to marry me then?“ Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Það var svakalega gaman og áhugavert að hitta Björgu. Það geislar svo af henni og dugnaður hennar og kraftur er ótrúlegur. Hún er leiðtogi af guðs náð og augljóst hvers vegna fólk hlustar þegar hún talar. Ég var sjálf nánast dáleidd af sögu hennar sem er bæði merkileg, óvenjuleg og ótrúleg. Björg Þórhallsdóttir notar erfiða lífsreynslu til hjálpar öðrum og þar kemur listin við sögu. Morgunblaðið/Ásdís Kardínálarnir í Vatíkaninu táruðust Björg Þórhallsdóttir hefur lifað ævintýralegu lífi. Áföll og sorgir hafa bankað upp á en alla reynslu nýtir hún til góðs. Í Noregi er hún þekkt sem listakona, rithöfundur og fyrirlesari. Umfram allt vill hún þó hjálpa fólki og gera heiminn ör- lítið betri. Hún hefur búið víða um heim og meðal annars lesið upp úr bók sinni fyrir kardínála í Vatíkaninu. Aðeins 26 ára giftist hún 56 ára breskum málara í Frakklandi eftir korterskynni. Þegar sonur þeirra, Tolli, var á þriðja ári féll eig- inmaðurinn frá og fluttu mæðginin aftur til Noregs og tóku ekkert með sér nema málningardollur Picassos.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.