Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 30
Áhugi Steina á fatahönnun segir hannhafa kviknað stuttu fyrir 25 ára afmæl-ið sitt. Þá hafði hann teiknað fatnað sem hann langaði að klæðast á afmælinu og bað móður sína, sem hann hafði fylgst með sauma í mörg ár, að sauma fyrir sig. „Þá segir hún að ég geti allt eins gert þetta sjálfur. Hún hafði trú á því að ég gæti gert þetta, sem var síðan raunin og var þetta fyrsta tilraunin í að hanna og sauma sjálfur. Ég fer síðan í læri hjá Mími og tek sniðsaum og sniðbreytinga- námskeið sem kenndi mér helling. Eftir það fór ég að hugsa meira um hönnun og að mig langaði að gerast hönnuður og stofna mitt eigið merki.“ Steini fór að horfa mikið á ull og ullarfatnað í kjölfarið. „Mér finnst ullin rosalega skemmtileg og mér fannst vanta svolítið meira „fútt“ í ullina og langaði að gera hana tískumiðaðri,“ útskýrir Steini sem hóf að hanna öðruvísi munstur á lopapeysur heldur en þennan týpíska bekk sem hann segir einkenna flestar lopapeysur. Á þessum tíma starfaði hann í verslun Cintamani sem var þá að þróa prjónaflíkur. „Ég ákvað sýna hönnunarteyminu teikn- ingar af prjónaflíkum sem ég hafði hannað og var fljótlega tekinn inn í hönnunarteymið.“ Þrátt fyrir stutt stopp í hönnunarteyminu fór Cintamani að selja hönnun hans í verslunum og gerir enn. Hinn 17. september síðastliðinn lét Steini drauminn rætast og stofnaði eigin verslun á Skólavörðustíg sem selur meðal annars eigin hönnun sem hann saumar að hluta til í kjallara verslunarinnar. „Þetta er harður bransi fyrir okkur sem er- um ný og minni en risafyrirtækin. Leiguverð og annað er rosalega stór pakki. Ég ákvað þó að láta reyna á þetta. Annaðhvort ganga hlut- irnir upp eða ekki. Maður getur alveg eins ver- ið með hugmyndina í hausnum í mörg ár eða látið verða af því og sjá svo til hvert stefnir því ekki er hægt að bíða endalaust.“ Fylgist vel með tískunni Steini fylgist vel með hvernig vörur fólk er að kaupa og virðist líka við og hannar í samræmi við þarfir og óskir kúnnanna. Hann segir fólk almennt opið fyrir því að sjá ný munstur og ný efni í ullinni. „Ég hef verið að vinna mikið með hermannamunstur núna og stefni að því að koma með tvö ný munstur í desember.“ Aðspurður hvaðan hann sæki innblástur segist Steini meðal annars hafa skoðað gamalt veggfóður á netinu þegar hann vann að nýjasta munstrinu. „Ég sæki líka innblástur af götunni og skoða mikið tískublöð. Maður fylgist vel með því sem er í tísku og þess vegna tók ég til dæmis hermannamunstrið inn því það fer alltaf í hringi. Það er eitthvað sem ég hafði heldur ekki séð áður í íslenskri ull.“ Steini segir Íslendinga ekki hafa klæðst ull- inni mikið því fatnaðurinn hefur verið svo ein- hæfur hingað til. „Það hefur þó verið að breytast og hönnuðir eru farnir að gera meira úr ull en hina týpísku peysur sem allir eru í og var komin með með ákveðinn sveitastimpil á sig. Fólk fer ekkert að detta inn á kaffihús í lopapeysunni eða rölta um göngugötur borgarinnar í henni.“ Steina langaði að gera ullarföt sem fólk gæti notað við öll tækifæri. „Þú ert þá bara í tísku- fatnaði úr ull. Mig langar að koma ullinni meira í „streetware fashion“ án þess að fólk horfi á mann eins og maður sé á leið á rjúpnaveiðar.“ Steini segir það furðulegt að Íslendingar klæðist ekki lopanum oftar. „Ég hef alltaf verið í ull og afi minn var mikið í ullarsíðbrók á sínum tíma, þannig að ég fór að gera ullarbuxur sem hafa ekki sést mikið á göt- unum en hafa vakið mikla athygli í búðinni hjá mér. Mér finnst lopinn flottur og það hlýjasta sem við eigum og því fáránlegt að við séum ekki að nota ullina meira. Svo er alltaf ákveð- inn hópur sem þolir hana ekki og það er ástæð- an fyrir því að ég fór að hanna flíkur úr mýkri ull.“ Steini saumar flest sýnishorn í versluninni en lætur framleiða vörur og munstur í verk- smiðju Varma. „Ég tók ákvörðun frá byrjun að fara ekki í erlenda framleiðslu. Maður sér það í mörgum verslunum flíkur sem stendur á Íslensk ull „made in China.“ Það finnst mér ekki passa. Þrátt fyrir að framleiðslan sé dýrari á Íslandi þá held ég að þegar upp er staðið er það skemmtilegra. Ég veit að fólk tekur vel í það.“ Steini opnaði verslun sína, Steini, á Skólavörðu- stíg 40 í september. Hægt að gera fleira en lopapeysur Aðalsteinn Jón Sigvaldason opnaði nýverið verslun undir eigin merki, Steini design, þar sem hann selur prjónafatnað sem hann hannar úr íslenskri ull. Steini furðar sig á því hvað ullin er sjaldséð á Íslandi og með því að hanna tískufatnað úr lopa stefnir hann á að gera íslensku ullina sýnilegri. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Hermannamunstur í íslenskri ull hefur vakið athygli. Ullarfötin segir Steini eiga alltaf við. Morgunblaðið/Golli ’ Fötin eru öllframleidd áÍslandi. TÍSKA 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11. 2016 Hin fimm ára gamla Harper Beckham, dóttir Davids og Victoriu Beckham, tók þátt í að teikna mynd á bol sem móðir hennar hefur sett á sölu, en ágóði sölunnar rennur til samtakanna Born Free Africa. Bolurinn er fáanlegur á börn og fullorðna á vefsíðu hönnuðarins, victoriabeckham.com. Harper hannar bol með mömmu sinni

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.