Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11. 2016 LESBÓK Sigurbjörg Þrastardóttir tekurmerkimiðanum ekki illa, ensegist þó upphaflega verið með annað hugtak í huga: „Ég hugs- aði mér þetta ágæta hugtak leift- ursögur. Í útlöndum eru svona sögur stundum kallaðar flash fiction, sem mér finnst svolítið gott, þá er eins og það lýsist upp eitthvert ákveðið atvik eða svið eða persóna. Það er hins- vegar erfitt að fara að kynna nýtt hugtak og örsögur er ágætis hug- tak.“ – Ana María Shua flutti fyrirlestur um örsögur á Bókmenntahátíð á síð- ast ári og hún er einmitt þekkt fyrir slíkt. Sumar af hennar sögum er þó býsna langar. „Já, og þetta microcuentas, sem spænskumælandi kalla það stundum, getur verið allt frá einni setningu í lengri sögur, en mér fannst ekki ástæða til að flækja þetta og skrifa því bara „og aðrar sögur“ sem er í rauninni aðallega bara til að segja: þetta er ekki ljóðabók, sem er eitt- hvað sem fólk gæti haldið þegar það sér nafn mitt.“ – Og sé þá líklegra til að taka bók- ina upp? „Já,“ segir Sigurbjörg og skellir upp úr. „Þrátt fyrir allan manns barning er ákveðin girðing sem sum- ir hætta sér ekki yfir, halda að sé raf- magnsgirðing, sem hún er ekki, þeg- ar kemur að ljóðum, þannig að vonandi víkkar þetta út mögulegan lesendahóp.“ – Hvernig verða þessar sögur til? „Það er nú alls konar, stundum út frá einhverju sem gerist. Vinkona mín varð fyrir því að fá sjóðandi vatn yfir ristarnar á sér, mér fannst orðið beikonrist allt í einu svo fyndið þegar hún var að segja mér frá því og svo veit ég um hund sem leggst gjarnan á fæturna á fólki. Þannig varð sagan Góðir vinir til. Sumt er bara fréttir, tvær eða þrjár sögur byrja á frétt, sem er nán- ast orðrétt upp úr Morgunblaðinu eða mbl.is og er svo súrreal að það er ekki annað hægt en að detta inn í það að hugsa hvað gerðist svo? eða af hverju var þetta svona? en svo fer ég með það eitthvað annað. Ég held að engar tvær sögur hafi orðið til á sama hátt. – Hvað kom til að þú fórst allt í einu að skrifa örsögur? „Ég held að það hafi verið að um það leyti sem ég var að lesa Thomas Bernhard og Heinrik von Kleist, sem skrifa oft svona stuttar sögur, var ég beðin að lesa í afmæli sögu úr bók sem ekki væri til. Ég skrifaði því stutta sögu og las þar og fannst það allt í einu svo sniðugt að hafa þetta svona stutt og það væri ekkert sam- hengi annað. Þetta var svo skemmti- legt að allt sem ég skrifaði á þessum tíma varð svona stutt og ég skemmti mér alveg konunglega. Ég ákvað líka að vera ekki að garfa of mikið í þessu formi, vera ekkert að velta fyrir mér hvernig aðrir gera þetta og sögu stuttsögunnar og svo framvegis, heldur bara gera það sem ég vildi gera og svo þyrftu aðrir að finna út úr því hvað þetta héti.“ – Eins og þú segir byrjarðu kannski með einhverju hversdags- legu, en svo er maður stundum kom- inn í allt annan og skrýtnari heim. „Skrýtnustu sögurnar eru samt oftast sannastar. Þær eru svona eins og loftbelgir sem eru tengdir við jörðina með einum þræði. Mér finnst það svo skemmtilegt hvað það er hægt að segja margt um hversdags- leikann með því að snúa aðeins upp á halann á honum. Það er hressilegt að vinna í þessu formi, það er hægt að gera aðra hluti en í ljóðunum eða sitja þrjú ár í skáldsöguhlekkjunum til þess að segja á endanum það sama og maður segir í einni sögu.“ – Hvað ertu að fást við annað? „Ég er að skrifa leikrit sem á að sýna í Svíþjóð á næsta ári, stutt verk sem á tengjast þematískt verkum sem aðrir eru að skrifa og verða líka sett upp um svipað leyti. Svo var ég að skrifa íþróttaljóð sem á að afhjúpa á laugardaginn í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Ég var beðin um ljóð og skrifaði íþróttaljóð undir ljóðahætti eins og Hávamál, það er búið að ríma of mikið saman mark og spark og ákvað því að prófa að gera það öðruvísi. Þetta var ansi fyndin áskorun og mér leist ekkert á hana til að byrja með en svo ákvað ég að gera þetta og ekki síst fyrir krakkana; það gæti verið að einhver sem ætti leið um íþróttahúsið fattaði innbyggðan áhuga á ljóðum þegar hann sæi það.“ Snúið upp á hversdagsleikann Sigurbjörg Þrastardóttir sendi á dögunum frá sér bókina Óttaslegni tromp- etleikarinn og aðrar sögur sem hefur að geyma smásögur, flestar býsna stuttar, svo stuttar reyndar að manni er gjarnt að segja þær örsögur. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Finnur Torfi Hjörleifsson, skáld og fyrrv. héraðsdómari, fagnaði áttræðisafmæli sínu í byrjun mánaðarins og af því tilefni kom út bókin Vestanfórur þar sem hann segir frá æskuárum sínum, sjósókn og skólavist, kennslu og útivist. Í bókinni er einnig að finna ýmislegt efni annað. Bók- in Landið gefur fylgir ókeypis með Vestanfórum, en í því riti fjallar Finnur um veiðar, tínslu berja og grasa og fleira. Skrudda gefur út. Ljóðabókin Skin, sem bókaútgáfan Sæmundur gefur út, er sjötta ljóðabók Guðrúnar Hannes- dóttur. Guðrún hefur hlotið ýmsar viðurkenn- ingar fyrir ljóð sín, fékk til að mynda bók- menntaverðlaun Jóns úr Vör árið 2007 og síðasta ljóðabók hennar, Humátt, var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Í viðtali við Morgunblaðið fyrr á árinu sagði hún að ljóðin byggju í undir- meðvitundinni, „eitthvað sem ég hef velt fyrir mér lengi og kemur svo skyndilega“. Úr undirmeðvitundinni Fyrir þrettán árum sendi Einar Kárason frá sér bókina Storm, þar sem sagt er frá Eyvindi Jóns- syni, gustmiklum sagnamanni en litlum iðju- manni. Eyvindur var ekki vel sáttur við bókina, að því er kemur fram í inngangi skáldsögunnar Passíusálmarnir eftir Einar, því þar segir hann frá því að sér hafi borist skýrsla eða varnarrit frá manni sem kallar sig Eyvind Storm til þess að leiðrétta það sem sagt var í Stormi. Mál og menning gefur bókina út. Málsvörn Eyvindar Storms Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir er menntuð hnéfiðluleikari og hefur löngum dvalið og starf- að í Frakklandi, en þar stundaði hún framhalds- nám. Þar ytra stofnaði hún kammerhópinn Corpo di Strumenti, en hér heima var hún með- al þeirra sem komu upp kammersveitinni Ísa- fold. Steinunn hefur einnig sinnt ritstörfum og birt ljóð í tímaritinu Stínu. Fyrsta ljóðabók hennar kom út á dögunum á vegum bókaútgáf- unnar Sæmundar og heitir Uss. Uss, fyrsta ljóðabókin Ævintýri frá miðöldum heitir bók sem Skrudda gefur út, en slíkar sögur, dæmisögur eða exempla, nutu gríðarlegra vinsælda á mið- öldum hér á landi líkt og víða um hinn kristna heim. Þau voru flest samin í Evrópu á latínu á 12., 13. og 14. öld og gætir áhrifa þeirra meðal annars í Íslendingasögum og fleiri bókmenntagreinum og sum þeirra urðu að þjóðsögum. Í safninu eru 146 ævintýri sem þýdd voru á miðöldum úr latínu og miðensku á 13., 14. og 15. öld. Bragi Halldórsson sá um útgáfuna og rit- ar fræðilegan inngang að verkinu. Þá er fjallað um uppruna ævintýr- anna í athugasemdum á eftir hverju þeirra. Neðanmáls eru m.a. biblíu- tilvísanir, orðskýringar, stuttar menningarsögulegar skýringar og lesbrigði handrita. Hrefna Braga- dóttir myndskreytti. Í innganginum segir Bragi frá til- urð verksins og skýrir heiti þess svo að á miðöldum hafi orðið æv- intýri oftast verið notað yfir dæmi- sögur kristilegar á við þær sem í bókinni birtast, en það orð var síðar tekið til brúks yfir einn flokk þjóð- sagna þegar skipulögð söfnun þeirra hófst á nítjándu öld. „Að- greining bókmenntagreina var miðaldamönnum ekki ofarlega í huga. Því eru ýmis orð önnur notuð um ævintýri á miðöldum eins og at- burður, saga, frásaga/frásögn, dæmi(saga), þáttur og jafnvel lífs- saga. Hverju nafni sem þessar sög- ur eru nefndar eiga þær eitt sam- eiginlegt og það er að þær flytja kristilegan siðrænan boðskap í ætt kennisagna, ýmist mönnum til eftir- breytni eða sem víti til varnaðar.“ Í inngangi Braga kemur fram að ævintýri úr dæmisagnaritum mið- alda hafi verið geysivinsæl víða um lönd, úr þeim hafi mörg ævintýri verið þýdd eða endursögð og um- skrifuð á íslensku úr latínu eða mið- enskri þýðingu og þau hafi haft áhrif á íslenska sagnagerð, enda séu í sögunum ýmis minni sem fram komi í íslenskum fornsögum. „Nú verður ekki vitað eftir hvaða leið- um ævintýrasögur [...] bárust til Ís- lands en geta má sér til að það hafi þegar gerst á 12. öld eða snemma á Fræðileg heildarútgáfa ævintýra frá miðöldum FRÆÐIRIT Vestanfórur Finnboga Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell keramik hitarar sem blása hita allt í kring. Úrval af hiturum frá Honeywell

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.