Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11. 2016 VETTVANGUR Samkeppni er alltaf til góðsfyrir neytendur, sagði for-maður Neytendasamtakanna í sjónvarpsþætti í liðinni viku. Til- efnið var úrskurður um að Mjólk- ursamsalan hefði ekki gerst brotleg við lög, gagnstætt því sem Sam- keppniseftirlitið hafði staðhæft. En samvinna? Getur verið að hún sé góð fyrir neytendur? Ekki var á formanni Neytenda- samtakanna að skilja að svo væri. En ég leyfi mér að spyrja hvort það kunni ekki að vera svo, að stundum sé samkeppni góð fyrir neytendur og stundum sé samvinna góð fyrir neytendur; og stundum blanda af þessu tvennu. Samvinnurekstur kúabænda í landinu hefur þannig skilað ótví- ræðum árangri fyrir neytendur. Þetta sýna verðlagstölurnar. Sam- keppni í smásöludreifingunni hefur hins vegar ekki skilað árangri sem skyldi. Það sýna verðlagstölurnar líka. Undarlegt er að fylgjast með fjöl- miðlamönnum mörgum hverjum, sem taka niðurstöðu um sakleysi MS sem harmafregn. Það er eins og þeir hafi gleypt and- köf þeirra stjórn- málamanna sem andæfa öllu sem frá íslenskum landbún- aði kemur, sam- kvæmt aðferðafræð- inni, „af því bara“. Þeir gefa sér að samvinnufyrirtæki bændanna brjóti á öllum fyrirtækjum sem nálægt því koma, en gefa hins vegar minna fyrir barnafjölskylduna sem bara vill heil- næma ódýra mjólk og hefur fengið hana með núverandi fyrirkomulagi. Þegar allt kemur til alls var það yfirvegað markmið löggjafans að líta bæri á framleiðslu mjólkur og mjólkurafurða nánast eins og sam- félagsþjónustu, að tryggja þyrfti framboð á heilnæmri matvöru á verði sem öllum væri viðráðanlegt. Þetta markmið hefur náðst. En eru lögin þá gamaldags, tilheyra liðinni öld og eiga að víkja fyrir hrárri markaðshyggju síðustu ára? Er það þá svo að samkeppni skuli vera ófrávíkjanleg regla; að aðferðin sé árangrinum mikilvægari? Engu er líkara en að fréttamenn, margir hverjir, hafi aldrei hugleitt hvað þær skorður sem Mjólkursam- sölunni eru settar í verðlagningu til varnar neytendum þýði í rekstri fyrirtækisins. Hvað það þýði þegar fyrirtæki er gert að hlíta ströngum ákvæðum um verðlag og leyfilegan arð. Og síðan á hinn bóginn hvort ekki sé augljóst að fyrirtæki sem er undanþegið slíkum kvöðum og get- ur jafnframt einhent sér á þá vöru- tegund sem mest gefur af sér búi við önnur, og að þessu leyti hag- stæðari, rekstrarskil- yrði? Getur það verið að það breyti engu fyrir Neytendasamtökin ef á daginn kemur að það ákvæði Búvöru- laga sem undanskilur tiltekna þætti í mat- vælaframleiðslu sam- keppnislögum hafi komið neytendum til góða? Ég hélt að Neyt- endasamtökin væru fyrir neytendur en ekki neitendur, sem afneita kerfislægum ávinningi ef hann passar ekki inn í tiltekna stjórn- málakreddu. Reyndar skal það sagt að mér hefur fundist nýr formaður Neyt- endasamtakanna fara vel af stað og vera skeleggur og rökfastur þar til hann fann sér þetta hýði til að renna á í umræðunni um mjólk- urvörur. Vonandi bregst honum ekki jafn- vægislistin þegar fram í sækir. Það liggur mikið við að hafa kröftug Neytendasamtök í landinu. Um það erum við félagsmennirnir sammála og óskum nýrri forystu velfarnaðar. Eru Neytendasamtökin fyrir neytendur eða neitendur? ’Þegar allt kem-ur til alls varþað yfirvegaðmarkmið löggjaf- ans að líta bæri á framleiðslu mjólk- ur og mjólkuraf- urða nánast eins og samfélagsþjónustu, að tryggja þyrfti framboð á heil- næmri matvöru á verði sem öllum væri viðráðanlegt. Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Morgunblaðið/Ernir Rithöfundurinn Gerður Kristný skrifaði langa sögu af úlpukaupum og svörtum föstudegi á Facebook og lýsir leit sinni að nýrri úlpu: „Loks ákvað ég að fara í sömu búð og síðast og fjárfesta í svartri úlpu með sígildu sniði, flík sem gengi hvort sem ég væri á skíðum eða að mæta í Þjóðleikhúsið. Þótt flíkin væri ekki sú dýrasta sem mér bauðst var hún dýr fyrir mig. Þess vegna bað ég búðina um stað- greiðsluafslátt. Hann bauðst ekki. Þá spurði ég hvort eldri borgarar fengju afslátt og ætlaði þá að hafa pabba minn með en það bauðst heldur ekki. Ég greiddi því fullt verð og vonaðist til að þetta færi allt saman vel. Fáeinum dögum síð- ar brá mér hins vegar í brún þegar heilsíðuauglýsing birtist í blaði frá versluninni þar sem tilkynnt var: „Svartur föstudagur! 40% afsláttur af svörtum úlpum!“ Ekki hafði ég keypt prímus, ekki bakpoka og ekki hafði úlpan verið blá, nei, þetta var nákvæm lýsing á því sem ég hafði keypt. Mér fannst versl- unin hafa komið eilítið aftan að mér. Ég ákvað að hringja og tjá verslunarstjóranum óánægju mína. Ég beið þó í nokkra daga því ég vildi vera viss um hvað ég vildi segja og hvernig. Mér var nokkuð ljóst að verslunin mætti þetta svo sem alveg en … samt! Og ég hringdi, sagðist hafa haft orð á staðgreiðsluafslætti en hann hefði ekki boðist en skyndilega væri hægt að rigga upp einhverjum alút- lenskum svörtum föstudegi og þá mætti nú aldeilis henda í feitan af- slátt. Ég hefði aldrei hringt fyrir 10% eða 20% afslátt „en 40% af- sláttur er býsna vel í lagt“. Versl- unarstjórinn sagði að engin leið væri að bjóða upp á 10% afslátt, fólk kæmi ekki í búðina fyrir slíkt skitirí. Svo dæsti hann og sagði: „Veistu! Ég veit ekki hvað ég get gert fyrir þig.“ Og áður en ég vissi af hafði ég misst út úr mér: „Ég vil bara fá þennan afslátt.“ Og mað- urinn sagði: „Alltílæ.“ Úlpuverðið var fært inn á kortið mitt og síðan tekin út 60% af því. Í ár merkti ég því svarta fössarann inn á eldhús- dagatalið. Ég ætla ekkert að hringja svona á hverju ári. Þessi kona sem ég var þarna í símanum í fyrra má alveg koma í kaffiboð til mín en ég vil ekkert að hún sé hér hverja helgi. Best er þó að henni er ekki kalt lengur.“ Nína Björk Jónsdóttir sendi- ráðsstarfsmaður skrifaði um auglýs- ingar á svörtum föstudegi: „„Nýir BIRNA styles í „Limited Edition“ Allir styles … 6 verð !“ Held það sé full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu íslensk- unnar!“ Á Twitter var þessi svarti dagur líka ræddur: „Það er erfiðara að komast inn í The North Face en Kaffibarinn og dyravörðurinn ekkert lamb að leika sér við #svarturfössari #neyslusamfélag,“ skrifaði Dr. Helga @tungufoss. Dagurinn fór heldur ekki framhjá söngkonunni Sigríði Thorlacius á Facebook: „Gleðilega hátíð! Þvílíkur dagur. Það er einlæg ósk mín að þetta fólk fái það sem það dreymir um og jafnframt fáist það á einhverjum sturluðum afslætti. Helst svo gott sem ókeypis.“ AF NETINU Sæng og koddi verð 12.684,- Rúmföt verð 6.742,- Handklæði verð frá Ullarteppi verð 9.384,- 15-40% afsláttur 392,- til jakkafatajoga.is ÁNÆGJA EFLING AFKÖST

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.