Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 28
Valgerður Guðsteinsdóttir er fyrsta íslenska konan sem keppir sem atvinnumaður í hnefaleikum. Hún er tvöfaldur Íslandsmeistari í áhugamannahnefaleikum og ætlar sér langt í atvinnumennskunni. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is „Sér ekki á mér eftir bardagann“ Ljósmyndir/Árni Torfason V algerður Guðsteins- dóttir varð um síðustu helgi fyrsta íslenska konan til að keppa sem atvinnumaður í hnefa- leikum. Valgerður vann fyrsta bar- daga sinn, gegn Angélique „Reyna“ Hernández, á mótinu Rising Stars en bardaginn fór fram í hnefa- leikaklúbbi í Haninge í Stokkhólmi. Á Íslandi er aðeins leyfilegt að keppa í áhugamannahnefaleikum og er Valgerður tvöfaldur Íslands- meistari í íþróttinni. Til að taka þátt í atvinnubardaga þurfti hún því að fara út og fá sænskt keppnisleyfi. „Það er ekkert hlaupið að því en ég á góða að, umboðsmann og þjálf- ara og fólk sem trúir á mig,“ segir Valgerður. Valgerður þjálfar í Hnefa- leikastöðinni hjá hnefaleikafélaginu ÆSIR. Þjálfari hennar er Vil- hjálmur Hernandez og umboðs- maður Guðjón Vilhelm Sigurðsson. Eins og orðið sjálft ber vitni um geta peningar fylgt atvinnu- mennsku. „Það þarf að vinna sig upp í það. Ég fékk ekkert greitt fyrir þennan bardaga,“ segir hún. „Þjálfarinn minn viðraði þessa hugmynd við mig fyrst fyrir örugg- lega tveimur árum. Við töldum að at- vinnuboxið myndi henta mér vel en það þarf að vanda til verka áður en maður fer út í svona. Það var síðan á þessu ári sem ég fór að sækja stíft til að komast í þetta og þjálfarinn minn studdi vel við það,“ segir hún en Guðjón Vilhelm útvegaði sænska keppnisleyfið. Félagi hennar úr ÆS- IR, Kolbeinn Kristinsson, hefur keppt þarna úti og hún segir að það hafi hjálpað til við að byggja upp traust og styrkt tenginguna við Ís- land. „Kolli er kominn með góð sam- bönd en hann er að æfa mikið er- lendis og er til dæmis á Álands- eyjum núna. Það greiðir leiðina svolítið,“ segir hún en Kolbeinn keppti einmitt sama kvöld og vann líka sinn bardaga þrátt fyrir að hafa aðeins verið boðið með fimm daga fyrirvara. Hann er því ósigraður og hefur unnið átta atvinnubardaga. Hvernig var tilfinningin áður en þú steigst inn í hringinn í fyrsta at- vinnubardagann? „Mér leið mjög vel, það var létt, gott stress í mér. Það var loksins komið að fyrsta atvinnubardag- anum. Um leið og ég steig inn í hringinn gat ég ekki hætt að brosa því ég var svo glöð,“ segir hún. Öruggur sigur Var þetta öruggur sigur? „Já, algjörlega. Ég mætti henni á hennar heimavelli og fólk taldi hana nú eiga sigurinn vísan áður en það sá mig,“ segir Valgerður sem var frá byrjun ákveðin í að taka þetta. „Ég var búin að leggja það mikið á mig. Aðdragandinn var líka langur andlega, að vera alltaf með þetta í kollinum en vita ekki alveg hvort þetta gæti orðið. Ég fékk bardagann með fimm vikna fyrirvara og fékk að vita strax hverri ég myndi mæta. Ég var ekkert að fletta henni upp en sá síðasta bardagann hennar daginn áður en ég mætti henni,“ segir Val- gerður sem var þá stödd heima hjá Mikael Hook, sem er virtur dómari í þessum heimi. „Hann sagði mér að fólk ætti von á jöfnum bardaga, ég sagði bara strax við hann að ég ætti ekki von á því,“ segir Valgerður sem svaraði því líka neitandi þegar hann spurði hvort hún væri orðin smeyk. „Angélique er flott stelpa. Ég vissi það bara að ég ætlaði að sýna henni strax að ég væri komin til að vinna þetta og stjórna þessu og ég gerði það. Strax í fyrstu lotu náði ég þungu höggi á hana sem sendi hana beina leið í strigann. Hún kom sér fljótt á fætur aftur en ég var með alla stjórn á bardaganum það sem eftir var,“ segir Valgerður en and- stæðingurinn hafði áður unnið einn bardaga og tapað öðrum naumlega á stigum. Var þetta ekki góð tilfinning? „Jú, rosalega. Ég held að ég hafi verið eins og lítið fiðrildi þarna og ekki hætt að brosa fyrr en ég var komin inn í klefa aftur.“ Hvaða hæfileika þarf maður að hafa til að vera góður boxari? „Eins og með allar aðrar íþróttir byrjar maður á byrjuninni. Maður lærir grunninn, sér hvort maður hef- ur gaman af þessu en grundvöllurinn til að æfa eitthvað til lengdar er að hafa gaman af því. Svo byggist þetta upp skref fyrir skref. Maður lærir tækni, að kýla í púða, að vinna með andstæðingi eða félaga. Þetta snýst líka um vöðvaminni, setja hreyfingar inn hjá líkamanum og það var einmitt Valgerður vann örugg- an sigur í sínum fyrsta atvinnubardaga. HEILSA Margir vilja skiljanlega gera vel við sig á aðventunni. Með heilsuna í hugamá þó takmarka neysluna á sykruðum jólablöndum og fá sér heldur vatn að drekka. Þá verður bara meira pláss eftir fyrir annað góðgæti. Vatn á aðventunni 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.