Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 31
Edda Gunnlaugsdóttir hefurtekið að sér að hanna hliðar-línu fyrir merki verslunar- innar Gallerí 17, Moss í samstarfi við hönnunarteymi Moss, þær Birtu Ísólfsdóttur og Tinnu Rún Kristófersdóttur. Samstarfið ber nafnið EDDA x MOSS og í línunni leggur Edda ríka áherslu á munstur og textíl. „Fyrstu hugmyndir línunnar vann ég út frá lokaverkefninu mínu úr skólanum, þar sem ég var að vinna að línunni á sama tíma. Lokaverkefnið snerist helst um mismunandi áferðir í náttúrunni, hnúta og lausa þræði, en það skilar sér best í mynstrinu og öðrum smáatriðum,“ segir Edda, sem fannst mikilvægt að línan væri kvenleg, þægileg og falleg. Edda segir að í ferlinu hafi jafnframt verið mikilvægt að línan samsvar- aði hennar persónulega stíl vel, og að í línunni væru flíkur sem auðvelt væri að klæðast. „Helst má búast við þægilegum flíkum sem nota má við ýmis tilefni, og að sjálfsögðu flíkum fyrir fínni tilefni sem mann vantar svo oft á þessum árstíma,“ svarar Edda og bætir við að ferlið hafi verið mjög skemmtilegt og samstarfið tekist vel. „Ætli það skemmtilegasta hafi ekki verið að sjá mynstrin sín og tillögur verða að veruleika, að halda á flíkinni sem fyrir nokkrum mánuðum var bara hugmynd.“ Edda leggur áherslu á mynstur og textíl í línunni. Edda Gunnlaugsdóttir textílhönnuður. Hannaði tískulínu sam- hliða lokaverkefninu Edda Gunnlaugsdóttir útskrifaðist sem textílhönnuður úr hinum virta skóla London College of Fashion í sumar. Samhliða lokaverkefni sínu í skólanum hannaði Edda tískulínu fyrir Moss Reykjavík og Gallerí 17 sem ber heitið EDDA X MOSS. Í nýju línunni lagði hún áherslu á textíl og falleg smáatriði. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Kjóll úr nýrri línu EDDA X MOSS. Línan kemur í takmörkuðu upplagi í verslun Gallerí 17 í Kringlunni 1. desember. Net-a-porter.com 4.100 kr. Æðislegur varalitur frá Kjær Weis. Lindex 4.595 kr. Blúndutoppur frá Ellu M. Zara 5.495 kr. Sparilegar plís- eraðar buxur. Í þessari viku … Sigurborg Selma sigurborg@mbl.is Hátíðarfatnaður er mér ofarlega í huga þessa dagana þar sem jólaboðin og jólahlað- borðin eru rétt handan við hornið. Flauel og plíserað er afar vinsælt í jólatískunni í ár ásamt stóru skarti. Vínrautt er alltaf hátíð- legur litur bæði í fatnaði og förðun. Lindex 2.395 kr. Glæsilegir eyrna- lokkar eru flottir í jólaboðin. Urban Decay 2.899 kr. Hátíðlegur glimmer augn- línupenni. Selected 19.990 kr. Silkiskyrta í fallega dimmrauðum lit. Zara 8.995 kr. Sjúklega smart glimmer partískór. 27.11. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 Hairburst eru vítamín fyrir hárið sem eru fáanleg í versluninni Sápu. Vítamínið þykkir og styrkir hárið og hjálpar til við að koma í veg fyrir hárlos. Hairburst er fáanlegt í nokkrum útgáfum. Nýtt Meðgönguvíta- mín fyrir hárið. Frábært vítamín til að viðhalda eðli- legum hárvexti fyr- ir, á meðan og eftir meðgöngu. Gúmmítöflur til að tyggja sem inni- halda 100% nátt- úruleg efni, gefa fal- legra hár og sterkari neglur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.