Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 8
Í FÓKUS 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11. 2016 FERILLINN Hadid hefur setið fyrir frá tveggja ára aldri þegar útsendari Guess kom auga á hana. Síðar gerði hún hlé á fyrirsætuferlinum til að blaða í skóla- skræðum en sneri aftur sextán ára gömul. Hún flutti til New York fyrir þremur árum og skrifaði undir samning við IMG-módel. Hadid þreytti frumraun sína á tískuvikunni í New York sama ár og hefur ekki litið um öxl síðan. Fyrsta árið sýndi hún föt fyrir ekki minni spámenn en Marc Jacobs, Chanel, Michael Kors, Jean Paul Gaultier og Max Mara og síðan hafa flest stærstu tískuhúsin bæst við, svo sem Versace, Chanel, Elie Saab, Anna Sui, Miu Miu, Balmain, Diane Von Furstenberg og Tommy Hilfiger. Frá og með þessu hausti er hún með sína eigin línu hjá Tommy Hilfiger, Gigi. Hadid hefur setið fyrir á for- síðum flestra helstu tískublaða heims og í fyrra var hún fyrirsæta ársins hjá Daily Front Row. Hún var kynnir á iHeartRadio Much Music Video-verðlaun- unum í sumar og svo Bandarísku tónlistarverðlaun- um. Hvort hún fær fleiri slík verkefni kemur í ljós. Hadid er vinsæl fyrirsæta. Hér sýnir hún vor/sumartísk- una fyrir Versace á tískuvikunni í Mílanó í september sl. AFP Sat fyrst fyrir tveggja ára gömul GIGI HADID, sem er bandarísk fyrirsæta, er skyndilega á allra vörum. Og kemur það ekki til af góðu; hún þykir hafa móðgað verðandi forsetafrú vestra. Ekki er ofsögum sagt að bandaríska þjóðin sé viðkvæmari fyrir for- setafrú sinni en sjálfum forsetanum. Mánuðum samar hafa spéfuglar í sjón- varpi dregið Donald Trump sundur og saman í háði og síst slegið af eftir að hann var kjörinn forseti fyrr í þessum mánuði. Svo hermir Gigi Hadid eftir Melaniu Trump á Bandarísku tónlistarverðlaununum og allt fer á hliðina. Hadid setti stút á varirnar, gerði sér upp austur-evrópskan hreim og mælti: „Ég elska manninn minn, Barack Obama forseta, og börnin okkar, Sasha og Malia.“ Brandarinn var augljós tilvísun í víðfræga ræðu Melaniu Trump á flokksþingi Repúblikanaflokksins síðasta sumar en hún þótti sem kunnugt er draga dám af ræðu Michelle Obama á flokksþingi Demókrata- flokksins fyrir átta árum. Samfélagsmiðlar loguðu í kjölfarið, eins og sagt er, og margir snupruðu Hadid og sökuðu hana um yfir- gang og jafnvel rasisma í garð hinnar verðandi for- setafrúr sem fædd er í Slóveníu. Hadid varð augljóslega um þetta og birti handskrif- aða afsökunarbeiðni á Twitter. Þar kom fram að hún hefði sjálf fellt burt það sem henni þótti særandi í handritinu sem hún fékk frá handritshöfundum þátt- arins en það hafi greinilega ekki dugað til. Hún hafi alls ekki haft neitt illt í huga; um græskulaust grín hafi ver- ið að ræða eins og hún hafi margoft mátt þola sjálf sem áberandi einstaklingur í glamúrlífi þjóðar. „Það er trú mín að Melania skilji sjóbisness og það hvernig þættir eru skrifaðir og þeim vindur fram. Ég bið alla sem ég kann að hafa móðgað velvirðingar og vil bara það besta fyrir landið okkar,“ sagði Hadid í bréfinu. Þessi viðbrögð eru umhugsunarverð fyrir þá æringja sem gætu í framhaldinu látið sér detta í hug að herma eftir Melaniu Trump enda vandséð hvernig það á að vera hægt án þess að tala með sterkum austur- evrópskum hreim. Þannig talar Melania. Ef til vill sjá þeir strax sæng sína upp reidda; for- setafrúin gæti einfaldlega verið utan þjónustusvæðis æringja. Friðhelg. orri@mbl.is ÆTT Jelena Noura „Gigi“ Hadid fæddist árið 1995 og er því 21 árs að aldri. Hún er fædd og uppalin í Los Angeles en móðir hennar er af hollensku bergi brotin og fað- irinn ættaður frá Palestínu. Hún mun vera afkomandi prinsins af Nasaret, Zahir al-Umar, sem réð ríkjum í Norður Palestínu um miðja átjándu öldina. Systir Gigi, Bella, sem er ári yngri, er líka fyr- irsæta en þær eiga líka bróðurinn Anwar. Þá á hún tvær eldri hálf- systur, samfeðra, og hvorki fleiri né færri en fimm stjúpsystur; dæt- ur seinni eiginmanns móður henn- ar. Afkomandi prins Aumingja Gigi Hadid vissi ekki hvað var í vændum þegar hún mætti sultuslök á Bandarísku tónlistarverðlaunin í Los Angeles síðastliðinn sunnudag. AFP ÁSTIR Hadid var á föstu með söngvaranum Cody Simpson um tveggja ára skeið en upp úr sam- bandi þeirra slitnaði á síðasta ári. Á þessu ári hefur hún slegið sér upp með öðrum söngvara, Zayn Malik, og sátu þau meðal annars fyrir saman í tískutímaritinu Vogue í maí síðastliðnum. Malik, sem er Breti, sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu fyrr á þessu ári og hefur hún notið mik- illa vinsælda, fór meðal annars á topp bæði breska og bandaríska vinsældalistans. Malik er einnig þekktur fyrir að vera einn af stofn- meðlimum drengjabandsins One Direction sem notið hefur mik- illar lýðhylli frá því það sigraði í X Factor-keppninni í Bretlandi árið 2010. Malik er tveimur árum eldri en Hadid, fæddur 1993. Hadid á tískusýningu í París í haust. AFP Á föstu með söngvara Er forseta- frúin friðhelg? Hadid í sínu fínasta pússi á Bandarísku tónlistar- verðlaun- unum. AFP Hadid ásamt Jay Pha- roah sem kynnti Bandarísku tónlist- arverðlaunin með henni um síðustu helgi. AFP ’ Það er trú mín að Melania skilji sjó-bisness og það hvernig þættir eru skrif-aðir og þeim vindur fram. Ég bið alla semég kann að hafa móðgað velvirðingar. Melania Trump þiggur koss frá bónda sínum, verð- andi Bandaríkjaforseta, Donald Trump. AFP ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA? Íslensku þjónustufyrirtækin eru á finna.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.