Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 43
„Ég er ekki viss um að við þurfum meiri skáld- skap í heiminum. Trump stenst enga skoðun nema sem fantasía hvítu Bandaríkjanna um að klukkan verði látin ganga í hina áttina, sem skáldskapur. Þetta tal um „post-truth“ þjóðfélag- ið ætti að vera ákall um að snúa við á punktinum. En það er eflaust enginn Móse á leiðinni niður úr fjöllunum í Sviss með leirtöflu sem tekið verður mark á. Siðferði og tal um græðgi eða lygar hefur ekki skipt miklu lengi en mannkynssagan rennur svo sem bara í eina átt: fram af næstu bjarg- brún!“ Steinar Bragi segist handviss um að næsta áratuginn muni nýfrjálshyggjan falla saman og deyja „vegna sívíkkandi innri mótsagna í kenn- ingunni og í staðinn sitjum við uppi með fasisma og jafnvel styrjöld í kjölfarið, listamenn á auglýs- ingastofum fara þá bara í áróðursmálin á meðan og nei, við þurfum alveg áreiðanlega ekki meiri skáldskap í bili, ekki nema þá í allra versta falli á vettvangi bókmennta; við þurfum leiðinlega, skynsama stjórnmálamenn sem trúa á sannleik- ann og hafa samlíðan með okkur hinum, ekki öf- ugt, við þurfum ekki breyska, litríka leiðtoga sem krefjast athygli okkar alla daga og skálda skoð- anir og málefni til að dreifa athyglinni frá því sem skiptir máli – að við höfum verið féflett og svipt hlutdeild í öllum tækniframförum sem orðið hafa síðustu tvo til þrjá áratugi – það fór allt í vasann hjá efsta eina prósentinu – og lífkerfin allt í kringum okkur eru að hrynja. Svo lesum við bara smásögur á meðan.“ Lestu smásögur sjálfur? „Absólút. Ég kynntist Hemingway fyrst sem smásagnahöfundi og nenni ekki að lesa hann í stærri skömmtum, þar áður voru Poe, Angela Carter og síðar allt með Carver, Wal-mart rea- listum, Alice Munro. Murakami er innblásandi kærulaus og fljótandi í styttri sögunum sínum en ég er með svo latt minni að ég man ekki nöfnin nema á broti af því sem ég les, nema ég fletti upp í skjali en ég gleymi yfirleitt að punkta þar hjá mér – ætli Everything Ravaged, Everything burned eftir Tower Wells sé ekki það nýjasta sem ég man nafnið á? Svo les ég Kristínu Eiríks- dóttur og Braga Ólafsson og eflaust nýja safnið hans Friðgeirs Einarssonar, þótt ég hafi ekki enn komist í bókina, mér skilst hún sé góð og svo lep ég allt sem drýpur úr Meðgönguljóðum og Partus press og Tunglinu.“Ljósmynd/Björk Þorgrímsdótt 27.11. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Veröld hlý og góð er ný bók með ljóðumog prósum Magnúsar Sigurðssonar.Þetta er fimmta ljóðabók höfundar en auk þess hefur hann þýtt ljóð eftir þekkta höf- unda. „Upphaflega var þetta „hreint“ ljóðahandrit, en svo varð ég þreyttur á mörgum ljóðanna sem voru lítið annað en línuskiptir prósatextar, svo ég endurskrifaði þau sem smáprósa eða stuttar frásagnir,“ segir skáldið spurður að því hvort efnið, þessi fjölbreyttu ljóð og prósar, hafi sprottið fram af einhverju sérstöku tilefni. Bætir svo við: „Kannski mætti tala um ljóð- prósa, því þetta eru ekki beinlínis ljóð held ég, þótt uppruninn sé í öllum tilvikum „ljóðrænn“. Norska skáldið Tor Ulven talaði um hversu frelsandi það er að taka stökkið frá naum- hyggju ljóðsins til alls rýmisins sem prósa- skáldskapur býður upp á – það sé eins og að flytjast úr varðturni í höll. En miskunnarleysi naumhyggjunnar hefur líka sinn sjarma, og varðturnarnir geta svo sannarlega verið nauð- synlegir á viðsjárverðum tímum!“ Maðurinn og náttúran eru þér hugleikin sýn- ist mér. Og mér finnst líka glitta í ýmiskonar pólitík. Ertu pólitískur? „Pólitík er auðvitað vandmeðfarin í skáld- skap, ekki síst ef hún er farin að troða sér í bíl- stjórasætið. En ég tek undir með bandaríska ljóðskáldinu Stanley Kunitz, sem sagðist ekki ætla að biðjast afsökunar á væntumþykju sinni fyrir fuglum og dýrum. Virðing mín fyrir líf- keðjunni er eina trúarsannfæringin sem ég get skrifað upp á, og ég reyni að gera þeirri sann- færingu skil í ljóðum mínum. Hvað hreina og klára pólitík varðar, þá dylst fáum hvaða hætta steðjar að veröldinni – nema kannski nýkjörn- um Bandaríkjaforseta og hans fylgdarmönn- um! Ef til vill verða ekki róttækar breytingar gerðar á orkunotkun heimsins fyrr en pen- ingaöflin sjá sér hag í því, eða þangað til felli- byljirnir sem hafa orðið tugþúsundum Haítí- búa að bana fara að höggva veruleg skörð í rað- ir Bandaríkjamanna sjálfra. Þangað til er hætt við að skammsýnin ráði ríkjum. Ljóðlistin á hinn bóginn býr oftar en ekki yfir tímaskynjun sem er „náttúrulegri“ en hin takmarkaða fjög- urra ára kjörtímabilsskynjun stjórnmálanna – náttúrulegri af því að hún tekur mið af fortíð og framtíð árþúsundanna, og dregur af henni lær- dóm. Þessi víða tímaskynjun heillar mig, og ég held að það megi tefla henni fram gegn skamm- sýninni.“ skapti@mbl.is Víð tímaskynjun heillar Magnús Sigurðsson: Virðing mín fyrir lífkeðjunni er eina trúarsannfæringin sem ég get skrifað upp á. Morgunblaðið/Golli Magnús Sigurðsson fékk fyrir nokkrum árum Ljóðstaf Jóns úr Vör og hlaut Bókmennta- verðlaun Tómasar Guð- mundssonar. Nú sendir hann fyrir sér fimmtu ljóðabókina. Ástarsögur íslenskra kvenna. bbbmn Eftir: Maríu Lilju Þrastardóttur og Rósu Björk Bergþórsdóttur. Veröld, 2016. 223 blaðsíður. Alls konar ást er viðfangs- efni bókarinnar Ástarsögur íslenskra kvenna sem inni- heldur 48 frásagnir úr raun- veruleikanum, eins og stend- ur framan á bókarkápu. Sögurnar eru sagðar af kon- um á öllum aldri, þær gerast á mismunandi tímum og að- stæðurnar eru afar ólíkar ... Ef einhver rauð- ur þráður er gegnumgangandi í þessum ólíku sögum er það að ástin býr í öllum aðstæðum. Hún þekkir engin landamæri og getur kvikn- að hvar sem er. Bara sisona. Þær María Lilja Þrastardóttir og Rósa Björk Bergþórsdóttir söfnuðu sögunum sam- an ... Þeim hefur tekist býsna vel til við að velja fjölbreyttar sögur í bókina þar sem raddir sögukvennanna fá algerlega að njóta sín. Þetta er skemmtileg hugmynd að bók sem gengur alveg ágætlega upp. Hverjum finnst annars ekki gaman og gott að lesa um ástina? Anna Lilja Þórisdóttir Ljóðasafn bbbmn Hjörtur Pálsson: Ljóðasafn Dimma, 2016. 362 bls. Þetta er fjölbreyttur kveð- skapur. Hér eru náttúru- stemningar, breið frásagn- arljóð, afmæliskvæði, erfiljóð, ástarkvæði, pólitísk ljóð, ferðamyndir, söguljóð svo nokkuð sé nefnt; tengsl manns og náttúru. Formið er fjölbreytt, bæði bundið og frjálst. Hér eru haglega kveðnar sonnettur og limrur, fornyrðislag blasir við á erfiljóðum. Hefðbundinn bragur settur ljóðstöfum og rími er áberandi, en víða er frjálslega farið með rím; það er þá notað til að hnykkja á efn- istökum fremur en af reglufestu hrynjand- innar ... Ljóðmælandinn er að jafnaði hóf- stilltur, ber ekki bumbur, en talar af festu til lesanda. Hjörtur hefur einkar gott vald á máli, bregður upp lifandi myndum ... Ljóð Hjartar eiga erindi á tímum erils og óvinafagnaðar hér heima og heiman. Í þeim má leita næðis og skynja í senn veröld sem var og er. Hjörtur er af þeirri kynslóð sem ólst upp við kyrrlátan slátt tímans í sveit og við sjó í litlum bæ. Kynslóð sem batt tryggð við gróna menningu, þjóðleg gildi og gróður jarðar. Hann óx upp við vaxandi vélagný þeg- ar fólk flykktist úr sveitum og á mölina og allt varð í heiminum hverfult. Alls þessa sér stað í ljóðum hans í bland við víðsýna menntun og lifandi samleið með tímanum – án þess að skoppa með straumnum. Af hálfu Dimmu er bókin fallega búin að heiman. Sölvi Sveinsson Villisumar bbbbm Eftir Guðmund Óskarsson. 125 bls. JPV- Útgáfa 2016. Ný bók Guðmundar Ósk- arssonar er gott dæmi um að mikla sögu þarf ekki alltaf að segja í mörgum orðum og rík myndræn sviðsetning snýst ekki endilega um súpur smá- atriða heldur vel útfærða fáa drætti. Þegar rithöfundur beitir svo ríku myndmáli í texta mætti ætla að ein- hvers staðar væri veika bletti að finna; að ein- hvers staðar sé það tyrfið og þungmelt, þving- að og skrúfað en textinn er án nokkurrar ofhleðslu afar efnisríkur og lýsandi og flæðir þykkt en áreynslulaust áfram. ... Þrátt fyrir átök og sorg er sagan falleg og fyndin og flakki í tíma lipurlega sneitt inn í söguna og brýtur það vel upp formið. Júlía Margrét Alexandersdóttir Úr umsögnum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.