Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 20
Easy2Clean Mött veggmálning sem létt er að þrífa Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Svansvottuð betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig styðja við innlenda sjálfbæra fram- leiðslu. Við viljum nýta hin kraftmiklu og hreinu hráefni í náttúrunni fyrir húðina sem svo skolast til baka út í náttúruna þaðan sem þau komu. Við viljum stuðla að vitundarvakningu á náttúrulegum hrávörum sem skapa jákvæða hringrás milli manns og náttúru,“ út- skýrir Theodóra. Vörur Angan eru allar hand- gerðar af mikilli nákvæmni til að tryggja gæði. „Fyrstu tvær vörurnar eru byggðar á salti sem fellur út í sjálfbærri salt- framleiðslu á Reykjanesi. Saltið er mjúkt og steinefnaríkt, sem hentar vel í húðvörur. Saltið er streitulos- andi, djúphreinsandi, eykur blóðflæði og örvar endurnýjun húðarinnar. Í þarabaðsaltinu notum við handtínt bóluþang sem er þurrkað með jarð- varma og er stútfullt af andoxunar- efnum, steinefnum og slímefnum sem mýkja húðina. Einnig dregur það úr bólgum, örvar framleiðslu kollagens og er slakandi. Ilmkjarnaolíurnar völdum við bæði út frá andlegri virkni og örvun þeirra á skynfærin,“ segir Íris. Í saltskrúbbnum nota þær síðan handtínd fjallagrös. Theodóra og Íris segja fjallagrös eiga langa sögu á Ís- Nafnið Angan er skírskotun í„ilminn af íslenskri nátt-úru“. Þær Theodóra Mjöll og Íris Ósk deila sýn á fullnýtingu náttúrulegra hráefna ásamt því að hvetja til vit- undarvakningar á eiginleikum þeirra. Markmið fyrirtækisins er að skapa einfaldar og áhrifaríkar húðvörur sem gefa húðinni raka, mýkt og ilm, en fyrstu tvær vörurnar frá Angan eru þarabaðsalt og saltskrúbbur sem innihalda íslensk fjallagrös. Theodóra hefur víðtækan bak- grunn, en hún starfar sem hár- greiðslukona og rithöfundur, var stjórnandi eigin þátta á Stöð 2 og er með BA-próf í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands. Íris hefur síð- astliðin tíu ár verið búsett í Kaup- mannahöfn, þar sem hún stundaði nám við Arkitektaskólann og starfaði sem arkitekt. „Við höfum verið vin- konur síðan 2004, en við kynntumst í Iðnskólanum í Reykjavík þegar við vorum þar í námi.“ Vinkonurnar segj- ast alltaf hafa deilt áhuga á hönnun og listum. „Í byrjun ársins vorum við að spjalla saman og deildum hug- mynd sem við vorum að vinna að hvor í sínu lagi,“ útskýrir Theodóra, sem segir hugmyndir þeirra hafa verið keimlíkar, en í kjölfar samtalsins tóku vinkonurnar ákvörðun um að þarna væri réttur tími til að samnýta krafta og reynslu þeirra beggja og stofna fyrirtæki. „Við trúum því að með því að sam- eina krafta okkar beggja náum við áhugaverðari og betri útkomu. Við köstum ólíkum hugmyndum á borðið og tölum krítískt um þær, sem leiðir okkur í að uppgötva eitthvað nýtt og óvænt,“ segir Íris. Þá segjast þær sækja innblástur alls staðar að. „Frá bókum, ljós- myndum, hönnun og arkitektúr, en síðast en ekki síst úr náttúrunni.“ Spurðar hvers vegna þær hafi ákveðið að gera húðvörur segjast þær hafa séð tækifæri á markaðnum fyrir sjálfbærar húðvörur með íslenskar náttúrulegar hrávörur í forgrunni. „Okkur finnst afar mikilvægt að landi frá landnámi og hafa þau verið notuð meðal annars til lækninga. „Fjallagrösin hafa bakteríudrepandi eiginleika, eru mýkjandi og græð- andi. Í skrúbbnum er einnig að finna lífrænar olíur sem gefa húðinni mýkt og raka,“ segir Theodóra og bætir við að lífræn hráefni eru framleidd og ræktuð án allra aukaefna og með því að notast við lífræn hráefni tryggi þær að vörurnar séu lausar við aukaefni. „Með því að notast við lífræn hráefni stuðlum við að já- kvæðri framleiðslu í sátt við umhverfið,“ útskýrir Íris. Umbúðirnar eru ákaflega vand- aðar og segja þær hönnunarbak- grunn þeirra endurspegla útlitið. „Þar sem við erum báðar með hönnunarbakgrunn lögðum við mik- inn metnað í hönnun og útlitið í kring- um Angan-vörumerkið. Græni litur umbúðanna er tilvísun í íslensku nátt- úruna og gömlu jurtaapótekaraflösk- urnar ásamt því að þær vernda og lengja ferskleikann á náttúrulegu innihaldsefnunum. Græni liturinn stendur meðal annars fyrir jafnvægi og ró, sem hentar svo vel fyrir bað- vörur,“ segir Theodóra að lokum og bætir við að nú vinni vinkonurnar í því að þróa fleiri vörur til þess að bæta í Angan-flóruna. Morgunblaðið/Eggert Græni litur umbúðanna stendur meðal annars fyrir jafnvægi og ró, sem hentar vel fyrir baðvörur. Baðsaltið inniheldur meðal annars handtínt bóluþang sem er þurrkað með jarðvarma. Húðvörur úr fjallagrösum Angan er nýtt íslenskt, sjálfbært og handgert húðvörumerki stofnað af vinkonunum Theo- dóru Mjöll Skúladóttur Jack og Írisi Ósk Lax- dal, sem segja afar mikilvægt að styðja við innlenda sjálfbæra framleiðslu Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is ’Græni litur um-búðanna er tilvísun ííslensku náttúruna oggömlu jurtaapótekara- flöskurnar ásamt því að þær vernda og lengja ferskleikann á náttúrulegu innihaldsefnunum. Theodóra Mjöll Skúladóttir og Íris Ósk Laxdal. Angan- vörurnar eru meðal annars fáanlegar í verslununum Hrími og Snúrunni. HÖNNUN Stjaki er nýr kertastjaki frá íslenska hönnunarhúsinu HAF úr pólýhúðuðu stáli sem hentar bæði fyrir sprittkerti og hefðbundinkerti. Stjakann má auðveldlega skreyta eftir árstíðum en hann er fáanlegur í verslununum Epal og í Rammagerðinni. Stjaki frá HAF 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.