Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 14
segir Björg með breskum hreim. „Og ég sagði auðvitað já.“ Og meintirðu það? „Já. Ég fylgi alltaf hjartanu. Svo fórum við stuttu síðar til Miami og giftum okkur en ég flutti beint inn til hans. Ég lét ekkert mömmu og pabba vita og auðvitað var pabbi ekkert glaður. Stuttu síðar héldum við almennilegt brúðkaup, þriggja daga brúðkaup í Suður- Frakklandi og fengum lánað húsið hjá Dave Stewart sem var með Annie Lennox í Euryth- mics,“ segir Björg, en nýi eiginmaðurinn var þrjátíu árum eldri en hún. „Ég var 26 en hann 56.“ Sambúðin reyndist ekki áfallalaus. „Hann var alkóhólisti en það vissi ég ekki þegar ég giftist honum. Það var bara partí á hverjum degi og ég tók ekkert eftir því. Það var alltaf voðalega gaman. En svo varð ég ólétt og þá hætti ég að drekka,“ segir hún og útskýrir að þá hafi hún áttað sig á alkóhólisma eigin- mannsins. „En ég er samt voðalega þakklát. Ég er virkilega búin að elska mann og hann elskaði mig. Ég þorði að elska. Ég þorði að fylgja hjartanu og er búin að læra helling af því. Mér finnst alla vega að ég sé búin að lifa lífinu,“ segir hún. Björg segir að hún hafi oft flutt út frá hon- um og hann hafi reynt að hætta að drekka. „Maður hættir ekkert að elska manneskju þótt hún drekki. Ég var líka svo ung. Ef þetta væri núna væri ég farin.“ „Ég missti allt þegar hann dó“ Eric lést úr astma þegar sonur þeirra Tolli var þriggja ára. „Ég var í Noregi að keyra og ná- granninn hringdi í mig með fréttirnar. Ég elskaði hann enn þegar hann dó, ég missti allt þegar hann dó,“ segir Björg, en hún hefur ver- ið ein með drenginn síðan þá. Hún segist hafa lítinn tíma fyrir ástarsamband. „Ég er svo heppin að það hefur gengið vel í listinni og ég ferðast svo mikið að ég hef eiginlega ekki tíma til þess. Ég hef alveg átt kærasta inni á milli en það er ekkert sem skiptir meira máli en Tolli og þar sem ég hef svona lítinn tíma vil ég nota þann tíma með honum. Samt langar hann ekk- ert allt of mikið að vera með mér!“ segir hún skellihlæjandi, en drengurinn er orðinn tán- ingur. Eftir dauða Erics tók við erfiður tími. „Ég man svo lítið frá þessum tíma, ég var svo ótrú- lega leið. Ég var í svo djúpri sorg. Ein vinkona mín frá Spáni tók allt spariféð sitt og flutti frá Spáni til mín til að passa upp á mig. Ég var í svo djúpri sorg að ég var ekki góð mamma og hún hjálpaði mér með hann. Finnst þér það ekki fallegt?“ spyr hún og ekki er hægt að neita því. Fyrrverandi konurnar hirtu allt Eric hafði átt þrjár eiginkonur og fjögur börn áður en Björg kom inn í líf hans. Björg segir að fyrrverandi konurnar hafi hreinlega hirt allt dánarbúið. „Ein þeirra kom frá Englandi með vörubíl, stoppaði fyrir utan galleríið og tók öll málverkin. Fólk er svo rosalega frekt. Og það var enginn sem gerði neitt. Hún tók með sér allt, en skildi tvær myndir eftir. Síðustu mynd- in sem hann málaði, mynd af Tolla á strönd- inni, og svo var voðalega skrítið að hún tók ekki nektarmyndina af mér,“ segir hún og hlær. Björg átti rétt á arfi en ákvað að sækja ekki rétt sinn. „Þær voru svo leiðinlegar og mér var alveg sama. Þegar maður er svona langt niðri hefur maður ekki orku í svona slag. Eric hafði þekkt Picasso og átti þrjár dollur sem Picasso blandaði málningu sína í og það var enginn sem vissi hvað þetta var. Þannig að ég er með þær heima og þegar ég er að mála blanda ég málningu í þeim,“ segir hún. Björg segir að barnið hafi fundið fyrir sorg- inni. „Tolli fann stressið og var að kasta upp í tvær vikur og ég þurfti að passa upp á þetta litla barn þannig að ég vildi bara frið. Þannig að ég kom heim til Noregs og það eina sem ég var með var kerra og ein ferðataska og tvö málverk. Svo var ég með poka af mínum grafíkverkum. Ég var ekki með neinn pening. Við höfðum verið með sameiginlegan banka- reikning og þegar þessar konur komu tóku þær líka minn pening. Þannig að ég missti allt. En ég hugsaði bara, veistu hvað? Ég get bara búið til pening. Ég nenni ekki að slást, ég bý bara til nýjan pening. Þannig að ég gekk á milli gallería og sýndi myndirnar mínar. Og fyrsta galleríið sem ég kom inn í var fólk sem var að skoða það sem var þar fyrir. Svo sá það verkin mín og spurði hvort það mætti kaupa eftir mig,“ segir Björg og eftir það fór boltinn að rúlla. Hjartafriður hjálpar fólki í sorg Björg málar, gerir grafíkverk og semur ljóð. Hún hefur gefið út dagbækur sem eru skreytt- ar myndum og ljóðum eftir hana en það er ekki allt og sumt. „Ég hef haldið sýningar úti um allan heim og er með sýningar í Noregi og svo hef ég gef- ið út tólf bækur. Ég gaf út eina barnabók sem heitir Pabbi býr á himnum. Þegar Eric dó startaði ég líka uppákomu,“ segir Björg og út- skýrir að hún hafi átt frumkvæði að og stýrt nokkurs konar samkomu þar sem fólk safnast saman til að tala um sorg og dauða og finna hjálp í samkenndinni. „Í fyrsta skipti komu fimm hundruð manns, annað árið komu tvö þúsund og þriðja árið komu fimm þúsund manns. Það heitir Hjartafriður, eða Hjerte- fred á norsku. Þetta er haldið niðri við á fyrir utan Ósló og þar kemur drengjakór og syngur Requiem og svo eru fleiri hundruð ljós sem eru fljótandi á ánni og svo kemur óperukór á vagni og syngur,“ segir hún. Dauðinn þarf ekki að vera tabú „Það sem gerðist þegar Eric dó var að það voru svo margir sem þorðu ekki að tala við mig. Hræddir um að segja eitthvað vitlaust. En það eina sem ég vildi var að fólk knúsaði mig. En í staðinn fjarlægðist fólk af því að dauðinn er svo mikið tabú. Það er svo mikill ótti. Ég hafði búið í Mexíkó í eitt ár og þegar fólk dó þar sátu ættingjar uppi á gröfinni, töluðu, borðuðu og voru að hlæja og gráta. Og það gerði það að verkum að sorgin rann af þeim. Ég vildi búa til eitthvað sem væri svo fallegt og fullt af kærleik. Ekki eitthvað dimmt eins og mér fannst dauðinn vera í okkar lönd- um. Eins og í kirkjunni, allt er svo alvarlegt. Í dag er þetta á 26 stöðum í Noregi,“ segir hún, en í kringum 3-5 þúsund manns sækja hverja samkomu árlega. „Það er til svo margs konar sorg; sorg þegar þú ert að skilja, þegar þú verður veikur og missir heilsuna, sorg yfir að þú fékkst ekki þá æsku sem þú hefðir kosið,“ útskýrir Björg. „Ég fann bara upp á þessu af því að ég hafði þörf á því og núna fæ ég fleiri þúsund bréf á hverju ári frá fólki sem hefur farið á Hjerte- fred, fólki sem hefur byrjað að gráta og getur ekki hætt. Það fær útrás fyrir sorginni. Það er gott að tala um dauðann, þá verður það norm- alt. Það er alveg ótrúlegt. En ég hefði aldrei getað gert þetta ef ég hefði ekki sjálf verið bú- in að upplifa svona stóra sorg og ef svona margir hefðu ekki hjálpað mér. Það eru fleiri hundruð manns sem vinna í sjálfboðavinnu við þetta. Ég er búin að gera þetta núna í ellefu ár. Ég ákveð hvernig þetta á að vera og svo er það gert eins og á öllum hinum stöðunum,“ segir hún. „Nú er byrjað að nota þetta í kirkjum í Noregi líka og það er alltaf einhver sem talar, sem deilir með öðrum reynslu sinni af því hvernig það er að missa einhvern.“ Barnabók, ferðabók og ljóðabækur Fyrir nokkrum árum var Björgu boðið að koma í Vatíkanið að hitta páfann. „Ég hitti hann og alla kardínálanna og las upp úr bók- inni minni Pabbi býr á himnum. Og þá tár- uðust allir kardínálarnir. Svo kom nunna gangandi með vagn og bauð mér martini. Þetta var súrrealískt,“ segir hún og skellihlær. Spurð á hvaða tungumáli hún las upp fyrir menn Páfagarðs segist Björg hafa snarað bók- inni yfir á ítölsku. „Ég tala fullt af tungu- málum, spænsku og ítölsku eftir að hafa búið þar,“ segir Björg, en hún hefur ekki enn gefið út barnabókina hérlendis. „Ég er búin að skrifa sex ljóðabækur og síð- ustu þrjár bækurnar eru um lífsspeki, hvernig hægt er að lifa hamingjusömu lífi. Þetta eru ekki sjálfshjálparbækur. Síðasta bókin mín Vejen til lykke var yfir 40 vikur á metsölulista í Noregi. Ég er einn söluhæsti rithöfundurinn í Noregi, síðasta bókin mín seldist í yfir 20 þúsund eintökum og hinar bækurnar hafa verið endurútgefnar fimm eða sex sinnum,“ segir Björg, en hér á landi má kaupa dagbæk- urnar hennar Tíminn minn og á næsta ári verður gefin út hérlendis metsölubókin Vejen til lykke. „Svo er ég líka fyrirlesari. Rétt áður en ég kom hingað talaði ég fyrir framan níu hundruð konur, í þrjá klukkutíma. Með systur minni, Dóru. Hún er rosalega fyndin. Hún hefur tvisvar verið tilnefnd sem besti uppistandari Noregs,“ segir Björg. Björg segist vera mikill Íslendingur og heimsækir hér ættingja á hverju ári. „Ég er núna að skrifa ferðabók um Ísland. Ég veit að það er vandamál að ferðamenn fara allir á sömu staðina, það þarf að dreifa þeim meira, þannig að ég ætla að skrifa um staði, eins og Vestfirði, þar sem ekki eru margir túristar en þar sem vilji er fyrir fleiri túristum. Reyna að fá þá til að koma líka á öðrum tímum ársins, eins og núna,“ segir Björg og sýnir mér mynd af bókinni. Er hún tilbúin? spyr blaðamaður hissa. „Nei, bara forsíðan!“ segir hún og skelli- hlær. „Ég er búin að selja hana í allar bóka- búðirnar, ég er að skrifa hana núna. Ég er búin að ferðast mikið og er að setja hana saman.“ Ákvað að framleiða betra freyðivín Björg segir þær systur hafa lært af foreldrum sínum að komast áfram með dugnaði. „Pabbi er voða mikill Íslendingur og hefur kennt okk- ur að standa okkur. Maður á að standa sig og vinna vel,“ segir hún. Þótt blaðamanni finnist þegar hér er komið íBjörg á forsíðu norska kvennablaðsins Tara . Einkasonurinn Tolli ferðast víða með Björgu. ’ Ég var svo nervösað ég þurfti að biðjaþjónustustúlkuna aðgefa mér eitthvað sterk- ara en kaffi! Hann var svo myndarlegur. Og hann settist niður og við byrjuðum að tala sam- an, um listasögu. Eftir korter segir hann við mig: So Björg, would you like to marry me then? Systurnar, Dóra og Björg, bjuggu saman á Hawaii. Dóra er vinsæll uppistandari. Eiginmaðurinn Eric lést árið 2005. VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.