Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 41
27.11. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Siri Hustvedt er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég var að lesa bókina hennar The Blazing World. Hún er algjör steypa, maður er svo lengi með hana, en mér fannst hún mögnuð. Hún er um svo margt, ég var heill- uð af henni, en ég hef aldrei verið eins lengi með bók. Hún er stórkostlegur rithöfundur. Örin hennar Auðar Övu fannst mér líka stórkostleg. Það er magn- að hvernig sögupersón- an breytist í gegnum það að fá nýtt hlutverk og hvernig hann sér líf sitt í nýju ljósi þegar hann áttar sig á því hvað aðrir hafa þurft að upplifa miklar hörmungar – hans eymd verður bara léttvæg. Svo er það líka það að hafa hlutverk. Mér finnst alltaf eitthvað spennandi við bækurnar hennar Auðar. Svo las ég Skegg Raspútíns eftir Guð- rúnu Evu Mín- ervudóttur og mér fannst hún frábær. Hún gengur mjög nærri sér í bókinni og gaman er að sjá hvernig vinskapur hennar við Ljúbu þróast og hvernig þær fara að taka þátt í lífi hvor ann- arrar. Það var mjög gaman að lesa þessa bók, hún er spennandi og skemmtileg og fallega skrifuð. Hulda B. Ágústsdóttir Hulda B. Ágústsdóttir er listakona og skartgripahönnuður. Sigurbjörg Þrastardóttir leikskáld, ljóðskáld og örsagnasmiður. Morgunblaðið/Árni Sæberg BÓKSALA 16.-22. NÓV. Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 PetsamoArnaldur Indriðason 2 AflausnYrsa Sigurðardóttir 3 Pabbi prófessorGunnar Helgason 4 Elsku Drauma mínVigdís Grímsdóttir 5 Þín eigin hrollvekjaÆvar Þór Benediktsson 6 SvartalognKristín Marja Baldursdóttir 7 TvísagaÁsdís Halla Bragadóttir 8 Dagbók Kidda klaufa 8Jeff Kinney 9 Ljúflingar - Prjónað á smáa og stóra Hanne Andreassen/ Torunn Steinsland 10 DrungiRagnar Jónasson 1 Pabbi prófessorGunnar Helgason 2 Þín eigin hrollvekjaÆvar Þór Benediktsson 3 Dagbók Kidda klaufa 8Jeff Kinney 4 Henri og hetjurnarÞorgrímur Þráinsson 5 Vonda frænkanDavid Walliams 6 Úlfur og Edda: Dýrgripurinn!Kristín Ragna Gunnarsdóttir 7 Íslandsbók barnanna Margrét Tryggvadóttir/ Linda Ólafsdóttir 8 StjörnuskoðunSævar Helgi Bragason 9 Doddi: Bók sannleikans! Hildur Knútsdóttir/ Þórdís Gísladóttir 10 Vísindabók Villa - Skynjun og skynvillur Vilhelm Anton Jónsson Allar bækur Barnabækur ÉG VAR AÐ LESA 13. öld enda bendir ýmislegt til þess að þá þegar hafi þær haft áhrif á innlenda sagnagerð.“ Í bókinni Leit ég suður til landa eftir Einar Ólaf Sveinsson, sem kom út 1944, eru ýmis sýnishorn af ævintýrum frá miðöldum og segir Bragir að við það að rifja upp göm- ul kynni við þá bók sumarið 2011 hafi kviknað sú hugmynd að taka saman í eina bók safn af þeim æv- intýrum sem þýdd hafi verið á ís- lensku á miðöldum. Í vinnunni hafi hann meðal annars stuðst við út- gáfu Hugos Gering af safni ís- lenskra miðaldaævintýra, sem gef- in var út 1882-83, en í henni er 101 ævintýri. Einnig nefnir Bragi fram- lag Einars Ólafs og svo Alfred Jacobsen, Jonna Louis-Jensen, Pete A. Jörgensen, Einar G. Pétursson og Ólaf Halldórsson „og raunar fleiri ónefndra fræðimanna sem leitað hefur verið fanga hjá“. Kápumynd sýnir dansinn í Kölbigk sem á samsvörun í dansinum í Hruna. Af Lanfrans: Illir andar slöngva brenn- andi peningum í munn ágjarnra. Frá morgnifyrir allafjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Laugarnar í Reykjavík NÆRING FYRIR LÍKAMA OG SÁL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.