Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 2
Vikublað 10.–12. febrúar 20152 Fréttir
150 þúsund
króna sekt
Nokkuð hefur verið um
hraðakstur í umdæmi lög-
reglunnar á Suðurnesjum undan-
farna daga, að sögn lögreglu. Sá
sem hraðast ók mældist á 168
kílómetra hraða á Reykjanes-
braut þar sem hámarkshraði er
90 kílómetrar á klukkustund.
Ökumaðurinn, karlmaður
um fertugt, viðurkenndi brot sitt
og var sviptur ökuréttindum til
bráðabirgða. Hans bíður 150.000
króna fjársekt og 3 refsipunktar
í ökuferilsskrá, auk sviptingar-
innar. Annar ökumaður mæld-
ist á 101 kílómetra hraða þar sem
hámarkshraði er 70 kílómetrar á
klukkustund.
Fimm til viðbótar voru einnig
kærðir fyrir of hraðan akstur. Þá
virtu á annan tug ökumanna ekki
stöðvunarskyldu og allmargir óku
án þess að nota öryggisbelti.
Gott heilbrigðiskerfi
– en eitthvað skrítið
n Ísland í sjöunda sæti yfir bestu heilbrigðiskerfi Evrópu n Segja íslenska lækna búa við miðaldakerfi
H
CP hefur metið heilbrigð-
isþjónustuna í löndum
Evrópu undanfarin tíu ár.
Á þessu tímabili hefur heil-
brigðisþjónustan batnað
nánast alls staðar, segir í nýrri skýr-
slu HCP, en samanlagt þjónar heil-
brigðisþjónustan í Evrópu um hálf-
um milljarði manna.
HCP metur þætti eins og áhrif
sjúklinga á þjónustuna, aðgengi
þeirra, áhættu og mistök í læknis-
þjónustu, gæði meðferðar og þjón-
ustustig. Í skýrslunni segir að nei-
kvæð áhrif aðhaldsstefnu hafi þó
aukist að einhverju marki meðal
annars vegna minni niðurgreiðslu á
nýjum lyfjum.
„Horfandi fram á veginn gæti
verið góð hugmynd að leggja til
hliðar „kreppuhugarfarið“ en það
hefur víða um lönd orðið að eins-
konar átyllu til að afsaka slæma
frammistöðu í heilbrigðisþjónust-
unni. Önnur niðurstaða HCP er að
fremur veikt samband virðist vera á
milli fjármögnunar heilbrigðisþjón-
ustunnar og gæða hennar; marg-
víslegur annar auður hennar er
mikilvægur til þess að tryggja góða
þjónustu: opin menning innan heil-
brigðisgeirans, ábyrgð, áreiðanleiki
og trúverðugleiki og kerfi sem laust
er við spillingu,“ segir í skýrslunni.
Til þess er tekið að þau heilbrigð-
iskerfi sem hæstu einkunn hljóta eru
oft í löndum með litlar eða miðlungs
þjóðartekjur á mann.
Gliðnar milli ríkra og fátækra landa
Í skýrslunni segir að þrátt fyrir all-
góða frammistöðu heilbrigðisþjón-
ustunnar gagnvart notendum henn-
ar sé gjáin á milli ríkari og fátækari
landa álfunnar skýrari en áður. Níu
lönd, öll í vestanverðri Evrópu (Ís-
land í sjöunda sæti), ná meira en
800 stigum af 1.000 mögulegum.
Þar á eftir koma þrjú lönd með góð-
ar þjóðartekjur (Austurríki, Frakk-
land og Svíþjóð), sem ná ekki alveg
máli af ýmsum ástæðum. Þar á eftir
er að finna talsverða gjá yfir til næstu
þjóða, en þar eru lönd í austan- og
sunnanverðri Evrópu áberandi.
Holland er eina landið sem frá
upphafi hefur verið í efstu þremur
sætunum hjá HCP. Og því er staldr-
að við heilbrigðiskerfið þar í skýrsl-
unni og spurt hvað geri það jafn gott
og raun ber vitni. Litið er til þess að
þar í landi keppa margir um sjúkra-
tryggingar en þær eru með öllu að-
skildar frá sjálfri þjónustu sjúkrahús-
anna. Einnig er nefnt að í Hollandi
séu líkast til áhrif og þátttaka neyt-
enda eða sjúklinga á heilbrigðis-
þjónustuna og stefnumörkun innan
hennar best skipulögð. Þá er einnig
til þess tekið að Hollendingar hafi
tekið sérstaklega á aðgengi að heil-
brigðisþjónustunni en það hefur
frá gamalli tíð verið veikur hlekk-
ur víðast hvar, segir í skýrslu HCP.
Þetta gerðu Hollendingar meðal
annars með því að koma á fót 160
Jóhann Hauksson
johannh@dv.is
H
ol
la
nd
-
8
9
8
Sv
is
s
-
8
55
N
or
eg
ur
-
8
51
Fi
nn
la
nd
-
8
46
D
an
m
ör
k
-
8
36
B
el
gí
a
-
8
20
Ís
la
nd
-
8
18
Lú
xe
m
bo
rg
-
8
14
Þ
ýs
ka
la
nd
-
8
12
A
us
tu
rr
ík
i -
7
8
0
Fr
ak
kl
an
d
-
7
6
3
Sv
íþ
jó
ð
-
7
61
P
or
tú
ga
l
-
72
2
En
gl
an
d
-
7
18
Té
kk
la
nd
-
7
14
Sk
ot
la
nd
-
7
10
M
ak
ed
ón
ía
-
7
0
0
Ei
st
la
nd
-
6
77
Sp
án
n
-
6
70
Sl
óv
en
ía
-
6
6
8
Heilbrigðiskerfi Evrópu
Heilbrigðiskerfi Evrópu
n Neytendavísitala 2014 n 20 bestu heilbrigðiskerfin Stig af 1.000 mögulegum
Sjúkraflug Að sögn skýrsluhöfunda er
algengt að sjúklingar séu sendir með sjúkra-
flugi frá Íslandi.
Gott heilbrigðiskerfi Talið
er sérstakt í skýrslu Health
Consumer Powerhouse að
héðan sé hægt að senda
sjúklinga til flókinna aðgerða
á sjúkrahúsum erlendis.
Mogginn upplýsti fjölmiðlanefnd
M
orgunblaðið sendi fjöl-
miðlanefnd upplýsingar um
breytt eignarhald fjölmið-
ilsins í júlí 2012 en þrátt fyr-
ir það studdist nefndin við, og birti
á vefsíðu sinni, hluthafalista frá ár-
inu 2011. Fjölmiðlanefnd átti því að
vita hverjir eigendur móðurfélags
útgefanda Morgunblaðsins eru en
óskaði þrátt fyrir það eftir upplýsing-
um um hvort breytingar hefðu orðið
á eignarhaldinu í bréfum til Árvak-
urs, útgefanda fjölmiðilsins, sem voru
send í ár og í fyrra.
Þetta kemur fram í tölvupósti sem
Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri
fjölmiðlanefndar, sendi DV á föstu-
dag. Í síðasta helgarblaði DV var
greint frá því að fjölmiðlanefnd var
ekki kunnugt um þær breytingar sem
hafa orðið á eigendahópi Þórsmerkur
ehf., sem á 99 prósenta hlut í Árvakri
hf., á síðustu þremur árum. Sagði Elfa
þá að Morgunblaðið hefði fullyrt í
september í fyrra að engar breytingar
hefðu orðið á eignarhaldi fjölmiðils-
ins frá árinu 2011. Eitt af meginhlut-
verkum nefndarinnar er að hafa eft-
irlit með eignarhaldi á fjölmiðlum.
„Engar upplýsingar bárust um
breytingar á eignarhaldi, enda höfðu
þær ekkert breyst frá 11. júlí 2012
þegar nefndinni var tilkynnt um síð-
ustu breytingar á eignarhaldi sem
fyrir mistök voru ekki uppfærð-
ar á síðu nefndarinnar. Mikilvægt
er að almenningur geti treyst þeim
upplýsingum sem er að finna um
eignarhald þeirra tæplega 200 fjöl-
miðla sem skráðir eru á heimasíðu
fjölmiðlanefndar. Því verða í fram-
haldinu gerðar ráðstafanir til að
koma í veg fyrir að sambærileg mis-
tök endurtaki sig. Meðal annars verða
upplýsingar um eignarhald eins og
þær birtast á vef fjölmiðlanefndar
sendar forsvarsmönnum fjölmiðla til
upplýsingar við árlega endurskoðun
á eignarhaldsupplýs-
ingum fjölmiðla.
Þá verður far-
ið yfir verklag og
vinnubrögð inn-
anhúss. Beðist
er velvirðingar á
þessum mistök-
um,“ segir Elfa í
tölvupóstinum. n
haraldur@dv.is
Farið verður yfir verklag og vinnubrögð nefndarinnar
Stýrir fjöl-
miðlanefnd Elfa
Ýr Gylfadóttir.
Gagnagíslataka
færist í aukana
Netöryggissveit Póst- og fjar-
skiptastofnunar varar almenn-
ing og fyrirtæki við aukinni
hættu á svokallaðri gagnagísla-
töku. Þetta kemur fram í frétt á
vef stofnunarinnar. Fram kemur
að glæpamenn sendi fólki hlekki
eða viðhengi í tölvuskeytum eða
skilaboðum. Smelli viðkomandi á
hlekkinn fer af stað ferli þar sem
gögnin á tölvunni eru dulkóðuð.
Næsta skref er síðan að krafist
er lausnargjalds til að opna fyrir
gögnin. Óvíst er að greiðsla hafi í
för með sér að gögnin séu opnuð.
Að sögn hafa þessar árás-
ir færst í aukana að undanförnu.
„Slík blekkingarskeyti eru oft
mjög vel gerð og líta út fyrir að
vera frá einstaklingi eða fyrir-
tæki sem móttakandi skeytisins
telur sig þekkja, er í viðskiptum
við eða öðrum aðilum sem fólk
treystir.“ Við það aukist hættan á
að fólk falli í gryfjuna. PFS hvet-
ur fólk til að vera á varðbergi fyrir
sendingunum, sem líta gjarnan
út fyrir að vera linkar á saklaus
myndbönd eða annað léttmeti.